SPRON: Ófagleg vinnubrögð eða eitthvað alvarlegra?

Eitt sem flestir útlendingar alltaf segja mér um samskipti þeirra við Íslendinga er hversu ófaglegir þeir eru oft í almennum samskiptum.  Tölvupósti og símaskilaboðum er ekki yfirleitt ekki svarað.  Alltaf þarf að reka á eftir Íslendingum, minna þá á og krefja svara.  Annað þekkt vandamál er ringulreið og skipulagsleysi.  Íslendingar eru ekki vanir að vinna eftir kerfisbundnu og ábyrgu ferli.  Þegar hringt er og spurt við hvern eigi að tala um ákveðna ákvörðun er oft fátt um svör.  Bent er á einn og svo annan og endað í hring. 

SPRON virðist klassískt dæmi um þetta en samt er þetta aukaatriði.  Það sem almenningur þarf að vita er hvort hugsanlegir ráðherrar í nýrri ríkisstjórn eftir kosningar fengu sérstaka fyrirgreiðslu hjá SPRON og hver sú fyrirgreiðsla var, ef einhver.  Það þarf að hreinsa andrúmsloftið og sannfæra almenning um að engin tengsl hafi verið á milli stjórnmálamanna í ábyrgðastöðum og SPRON. 

Spurningunni sem enn er líka ósvarað er:  hvers vegna fengu erlendir kröfuhafar enga gangtillögu frá ríkinu?  Hvað lág þar á baki?  Ófagleg vinnubrögð eða eitthvað annað alvarlegra.  Þessu verða stjórnvöld að svara.

Í guðanna bænum ekki bíða þar til erlendir blaðamenn svipta hulunni af enn einu íslensku hneyksli.

 

 


mbl.is Stefna ríkinu vegna SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband