Lægstu taxtar hafa lækkum um tæp 40% mælt í evrum!

Lægstu taxtar Eflingar hafa lækkað um 37% frá 1. janúar 2007 til dagsins í dag, mælt í evrum.  2007 var lágmarkstaxti 1300 evrur á mánuði og var þá á meðal hins hæsta innan EES svæðisins og sambærilegur við taxta í Hollandi. 

Á 2 árum hefur hins vegar sigið á ógæfuhliðina fyrir hina lægst launuðu á Íslandi og nú er lágmarkstaxti Eflingar 815 evrur á mánuði og ekki lengur sambærilegur við lönd í vestur og norður Evrópu heldur liggur hann með löndum í austri og suðri.

Svipaður munur er á lágmarkstímakaupi.  Lágmarkstímakaup í Bretlandi er 1089 kr á meðan það er 804 kr. á Íslandi.

Hvað ætla félagshyggjuflokkarnir að gera fyrir þetta fólk annað en að slá skjaldborg um það?  Hvernig væri að lágmarkstímakaup yrði hækkað upp í 1000 kr?  Það er tala sem fólk skilur. 

Hvers vegna geta stjórnmálamenn ekki talað í tölum á Íslandi.

 

 


mbl.is Ríkastir stórjuku sinn hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Verkalýðshreyfingin vildi aldrei færa grunntaxtana til raunlauna.  Það er ekki svo langt síðan að allir voru yfirborgaðir, þ.e. 10-3% ofan á taxtana. Þetta var áður en erlent vinnuafl kom til landsins. Áratugi þar á undan stóð verkalýðsforystan alltaf á móti því að leiðrétting færi fram á grunntöxtunum þ.e. að fært yrði til raunverulegra launa.

Hvar er verkalýðshreyfingin? Forystan?

Margrét Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 07:49

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Og ef krónan heldur áfram að lækka niður á það gengi sem útlendingar verðmeta krónuna, þá förum við á par við Rúmeníu og Búlgaríu í launatöxtum.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.4.2009 kl. 08:06

3 identicon

Við þurfum bara að segja upp barnasáttmála SÞ og þá getum við opnað fata- og skóverksmiðjur fyrir Nike og Levi´s

Karma (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:45

4 identicon

Þetta þýðir að fólk á almennum kjörum hér hefur álíka kaupmátt fyrir launin sín og verkamenn frá Búlgaríu - ef því skyldi detta í hug að fara í frí til Evrópu. Ísland er launalega að fara á par við þessi lönd, Búlgaría, Albanía og Moldóvía. Verst að allt er a.m.k. 500% dýrara hér.

Babbitt (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:56

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ekki bara ef okkur dettur í hug að fara í frí til Evrópu. Ef okkur dettur í hug að kaupa tölvu, sjónvarp, verkfæri, bíl, name it, allt keypt inn í landið með erlendum gjaldeyrir.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.4.2009 kl. 09:27

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Íslenska krónan heldur töxtum niðri og virkar eins og "hátekjuskattur" á þá lægst launuðu.  Fyrirtæki geta ekki hækkað laun því vaxtagreiðslur til ríkisins í gegnum ríkisbankana ganga fyrir.  Hinir háu vextir 15.5% eru því óbeinn skattur sem kemur verst niður á lægst launuðu.  Vegir þessarar blessuðu krónu eru óútreiknanlegir.  Eitt er víst hún er og verður þjóðinni dýr.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.4.2009 kl. 09:50

7 Smámynd: Páll Höskuldsson

Hver er þín hugmynd í sambandi við gjaldmiðilsmál fyrir okkur íslendinga Andri Geir? Við getum verið sammála um það að hún sé orðin okkur dýr. Er ekki upptaka evru í gengnum aðild að ESB eini raunhæfi kosturinn í stöðunni. Ég hef ekki fundið aðra betri lausn.

Páll Höskuldsson, 22.4.2009 kl. 14:17

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ísland er sem sagt á hraðleið til andsk... að verða vanþróað land. Gaman verður að sjá hvað fólkið kýs yfir sig. Vill það fá express hraðleið, eða venjulegan hraða.

Þá sjaldan að íslenskir stjórnmálamenn tala í tölum, er það einhver misskilin tölfræði eða útúrsnúningur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.4.2009 kl. 14:23

9 identicon

Nú er ekki  lengur hægt að bjarga lélegu grunnkaupi með yfir og aukavinnu,víða búið að segja henni upp  .Heildarlaunakostnaður var svipaður á Íslandi og í skandinavíu og Þýskalandi en tímakaup mun lægra hér,  við náðum heildarlaununum svipuðum og ofangreind lönd  með meiri vinnu. Nú er það trompspil farið .

hordur halldorsss.. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:31

10 identicon

Nú verdur ad haekka laegstu launin og VERDTRYGGJA thau.  Einnig verdur ad setja lög um ad laegstu laun séu thad há ad fólk á theim geti keypt húsnaedi og hafi jafnframt efni á thví ad lifa sómasamlegu lífi.

Sem sagt minnsta kosti 150% haekkun laegstu launa.  Lögfesta og verdtryggja.

Hvernig á ad borga thetta.  SKATTA Á HÁTEKJUFÓLK. 

Jöfnudur er gódur fyrir alla.

Laeknarnir ákvádu ad skera upp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:11

11 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Íslenskar fjölskyldur eiga það inni eftir áratuga þrældóm, að geta lifað á dagvinnulaunum. Og líkt og í Skandinavíu að greiða að hámarki þriðjung tekna í öruggt húsnæði. Þá gætu Íslendingar átt heilbrigt fjölskyldulíf.

Margrét Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 16:06

12 Smámynd: Andrés Magnússon

Hækkun lágmarkslauna er aðeins ávísun á aukið atvinnuleysi, sérstaklega meðal hinna launalægstu. 

Andrés Magnússon, 22.4.2009 kl. 21:11

13 identicon

Það er rétt hjá Andra. Og eftir sömu lógík hlýtur að draga út atvinnuleysi að setja þak á hámarkslaunin.

Már Kristjónsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:49

14 Smámynd: Hawk

Þessi kenning er rétt hjá Andra. Það hafa verið gerðar rannsóknir um þetta. Yfir 95% hagfræðinga eru sammála um þetta og þeir eru yfirleitt ekki sammála um mikið.

Hawk, 23.4.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband