Nú vantar okkur Obama

Það er mikill munur á þessari 100 daga "áætlun" ríkisstjórnarinnar og 100 daga áætlun Obama fyrr á árinu.  Áætlun Obama var styttri, hnitmiðaðri og byggðist á mælanlegum markmiðum. 

Þessi listi telur 49 atriði á 100 dögum sem flest eru mjög almenns eðlis, t.d., hvað þýðir eftirfarandi:

Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Alþingi

Er búið að vinna að skýrslu sem ekki má sýna þjóðinni?  Hvenær og af hverjum var þessi skýrsla unnin?  

Þessi 100 daga áætlun er gott fyrsta uppkast en er alls ekki hæft til birtingar í þessu formi.  Þetta plagg veltur upp fleiri spurningum en það svarar.

Betur má ef duga skal.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt að Íslensk stjórnvöld hafi ekki yfirsýn yfir vandann og fylgist ekki með því sem er að gerast hjá öflugast leiðtoga heims. Obama er að berjast við auðvaldsskrímslið þó svo hann hafi ekki nógu öflug vopn á hendi til að ganga frá því í fyrstu atlögu. Hér gera stjórnvöld sér ekki grein fyrir við hvað er að etja.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband