Markaðurinn veit hver er við stjórn

Skuldabréfamarkaðurinn féll um leið og fulltrúi IMF opnaði muninn á fundi í morgun.  Greinilegt er að þeir sem enn versla með verðbréf hér á landi eru í engum vafa um hver fari með hin endanlegu völd þegar kemur að vaxtaákvörðunum. 
mbl.is Skuldabréfin lækka hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF og Seðlabankinn á öndverðum meiði

Útlendingarnir Franek Rozwadowski og Svein Harald Øygard virðast ekki vera sammála um hvað sé best fyrir Ísland í dag!

Frank segir að stýrivextir geti ekki lækkað meir að sinni og að höftin verði hér um umtalsverðan tíma.  Svein vill hins vegar myndarlega stýrivaxtalækkun strax í júní og í kjölfarið slaka á höftunum.

Hvers vegna eru þeir ekki sammála um aðgerðir?  Hvað liggur hér að baki?  Ætli þetta snúist um forgangsröðun?  Hver ætli hafi betur í þessari deilu?

Ekki aðeins hefur IMF frestað greiðslu á láni til okkar nú er hann orðinn fúll út í Seðlabankann sem er auðvita óbeint skot á ríkisstjórnina og hennar seinagang í aðgerðum í ríkisfjármálum.

Nú er vont að hafa ekki Þjóðhagsstofnun sem gæti veitt okkur innsýn inn í þessi mál á óháðan og sjálfstæðan hátt.  Í staðinn verður þjóðin að reiða sig á getgátur.

 

 


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skynsamlegt að setja öll eggin í eina efnahagsráðuneytiskörfu?

Steingrímur segir:

"... til bóta horfir þegar allt opinbert eftirlit og regluverk mun fara undir eitt ráðuneyti, efnahagsráðuneyti."

 

Er skynsamlegt að setja allt eftirlit og regluverk undir einn ráðherra?  Höfum við góða reynslu af svona pólitísku kerfi sem kemur óeðlilega miklum völdum í hendur einnar persónu?

Hver hefur eftirlit með eftirlitsstofnunum ríkisins?  Þetta aldargamla áhyggjuefni virðist ekki trufla íslenska stjórnmálamenn?  Hvers vegna?  Þetta er einn veikasti hlekkur í íslenskri stjórnsýslu og hefur valið okkur ómældu tjóni.  Þessu þarf að kippa í lag.

Ráðherra á 21. öld getur og má ekki haga sér eins og sá herra sem ræður í sínu ráðuneyti eftir gamalli 19. aldar formúlu.   Það þarf að hafa öflugt eftirlit með störfum ráðherra.  Svona eftirlit eiga óháðar og sjálfstæðar þingnefndir að hafa.  Þær eiga að hafa óheftan aðgang að gögnum og starfsmönnum ríkisstofnanna og geta kallað þá fyrir án fyrirvara og án samþykki ráðherra.  Blaðamenn eiga að geta leitað jafnt til ráðherra og formanns þingnefndar í upplýsinga- og fréttaöflun.  

Nú þarf Alþingi að sýna kjósendum að þar fari menn og konur sem hafa þor, getu og kjark til að veita framkvæmdavaldinu öflugt og nauðsynlegt aðhald sama í hvaða flokki þeir tilheyra.  Það er ekki nóg að afnema slifsisskyldu á þinginu.  Vonandi gera kjósendur aðeins meiri kröfur til þingmanna, eða hvað?


mbl.is Hrunið eins og Eyjagosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær verðmæti Landsvirkjunar aðeins upp í 13% af skuldum ríkisins?

Skuldir ríkisins 2009 eru áætlaðar 1485 ma kr samkvæmt þjóðhagsspá.  Eigið fé Landsvirkjunar er $1.4ma eða um 170 ma kr. 

Eitt stærsta orkufyrirtæki Evrópu, Iberdrola SA, sem rekur meðal annars Scottish Power hefur verðstuðul 1.1 miðað við eigið fé.  Auðvita eru Landsvirkjun og Iberdrola ekki alveg sambærileg fyrirtæki, en hins vegar eru þau  bæði stór raforkufyrirtæki á sínum markaði og mikið af verðmætum þeirra er í föstum eignum.  Því fæst verðhugmynd á Landsvirkjun með því að nota þennan stuðul.  Því má ætla að verðmæti Landsvirkjunar sé u.þ.b.  190 ma. eða um 13% af skuldaupphæð ríkisins.

Þetta sýnir vel hversu gríðarlegar skuldir okkar eru orðnar og eining að krónubréfin og Icesave eru margföld verðmæti Landsvirkjunar, sem stofnað var til á mjög stuttum tíma miðað við þann tíma sem það hefur tekið að byggja upp Landsvirkjun.


Markaðarnir nálgast hvorn annan

Svo virðist sem Seðlabankinn sé að leiða innlenda markaðinn með krónuna í smáum skrefum nær hinum erlenda.  Vonin er að þeir mætist á miðri leið.  Þá toppar evran vonandi í 185 kr. ef við erum heppin.  Ef ekki, þá er margt sem bendir til að við fáum skeið með evru yfir 200 kr.  Vonandi að það standi ekki lengi yfir.  Því fyrr sem Icesave og fjármögnun ríkishallans kemst á hrein því fyrr kemst ró yfir krónuna.
mbl.is Gengi krónunnar veikist um 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein tala segir ekki alla söguna

Það er hættulegt að fara að draga upp mynd af löndum byggða á einum punkti.  Ísland lendir í sama sæti og Frakkland og Bandaríkin en þar með endar samanburðurinn.  Það er ansi mikill munur á Frakklandi og Bandaríkjunum, og Íslandi hins vegar. 

Bæði ríkin eru þó nokkuð stærri en Ísland og hafa stöðugan gjaldmiðil, bæði ríkin geta enn fjármagnað sinn fjárlagahalla, bæði ríkin hafa lága vexti og enga verðtryggingu, osfrv.

Hins vegar, þá öskrum við og mótmælum eins og Frakkar og högum okkur eins og verstu engilsaxneskir fjármálafíklar. 

Það sem þessi frétt segir er að Ísland er ekki lengur samstíga hinum Norðurlöndunum.  Við eru á fleygiferð frá norrænum velferða og stöðuleika gildum.


mbl.is Mælist með minni stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir kúninn erlendis sem kaupir fiskinn?

Hvernig væri að spyrja erlenda viðskiptavini hvort þeir vilji skipta á ferskum og frosnum fisk og borga meir fyrir? 

Ansi held ég að sú markaðssetning muni ganga erfiðlega.  Erlendis er ferskur fiskur lúxus.  Bestu veitingahús heims bjóða ekki upp á unninn frosinn fisk?

Að fara að vinna þann fisk sem nú er seldur ferskur til meginlandsins og selja sem frosinn leiðir aðeins til verðmætarýrnunar. 

Þeir einu sem munu græða á þessu eru Norðmenn! 


mbl.is Glapræði að eyðileggja markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarrétturinn er friðhelgur

72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir svo:

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Erlendir kröfuhafar lánuðu sínar eignir til íslenskur bankanna í góðri trú.  Sú krafa, sem kemur oft fram hér á blogginu, að lánadrottnar og skuldarar eiga að sitja við sama borð er skiljanleg en á sér enga stoð í stjórnarskrá landsins.  Svo lengi sem Ísland er réttarríki í alþjóðasamfélaginu er lagaleg staða lánadrottna mun betur tryggð en skuldara.

Hér er ekki aðeins við bankanna og þeirra stjórnendur að saka, Alþingi ber líka sína ábyrgð.  Íslensk neytendalög sem eiga að vernda borgarana í þeirra notkun á fjármálaþjónustu er vægast sagt á steinaldarstigi hér á landi sérstaklega miðað við löggjöf í nágrannalöndunum. 

Þar er Ísland ekki eitt af Norðurlöndunum.


mbl.is Tafir á viðræðum um eignaskiptingu gömlu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar hækka um kr. 76 ma?

Skattahækkanir sem nema kr. 1,000,000 á hverja fjölskyldu í landinu á næstu 2 árum voru kynntar í dag í nýrri þjóðhagsspá.  

Í nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins munu hækka um kr. 31 ma 2010 og kr. 45 ma 2011 eða samtals um kr. 76 ma á næstu tveimur árum. 

Fyrirtæki landsins eru varla í stakk búin til að taka á sig þessa hækkun svo búast má við að mest af þessari hækkun komi á hin svokölluðu "breiðu" bök.

Hagvöxtur á næstu tveimur árum verður nálægt núlli svo varla stækkar skattstofninn mikið.  Þessi tekjuaukning ríkisins mun því að mestu leiti koma frá hækkuðum sköttum á einstaklinga: hátekjuskatti, fjármagnstekjuskatti veltusköttum og eignarskatti. 

Hvernig þessi tala síðan dreifist á mismunandi þjóðfélagshópa og í hvað formi, fáum við að vita eftir helgi?  Af hverju þá en ekki núna? 


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun þingmanna í ESB löndunum

Grein um laun þingmanna innan ESB birtist í The Times í dag.  Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.  Þar er að finna enn eina staðfestingu þess að laun á Ísland eru núna sambærileg við austur og suður Evrópu en ekki lengur vestur og norður Evrópu. 

Þingfararkaup á Íslandi er 520,000 kr.  Times miðar við grunnkaup þingmanna en hins vegar gilda auðvita mismunandi reglur um hlunnindi og aðrar greiðslur.  En kíkjum á grunnkaupið.

  1. Ítalía            2,000,000 kr
  2. Írland           1,300,000 kr
  3. Danmörk       1,100,000 kr
  4. Bretland        1,000,000 kr
  5. Finnland        1,000,000 kr
  6. Svíþjóð          880,000 kr
  7. Ungverjaland   800.000 kr
  8. Spánn            535,000 kr
  9. Pólland           430,000 kr
  10. Búlgaría          155,000 kr

mbl.is Margir með betri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband