.. en dróst saman um rúm 30% mælt í evrum!

Frétt um verðmætaaukningu sjávarafurða er ansi misvísandi þar sem erlendir neytendur kaupa okkar vörur í gjaldeyri.  Verðmæti dróst saman um 23% mælt í evrum á sama tíma og magn jókst um 12.5%. 

Einingaverð hefur því falli um rúm 30% mælt í evrum. 

Það sem skiptir öllu máli er kílóverð greitt af kaupanda í evrum.

Þessar fréttir eru farnar að minna á fréttir úr Prövdu frá Sovéttímanum.  Ein slík gekk út á það að alifuglaframleiðsla hefði aukist um 300% í einu stærsta héraði í Síberíu.  Þegar nánar var að gáð fjölgaði hænum þar úr 3 í 9!


mbl.is Verðmæti jókst um 42,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er ótrúlegt að það sé verið að bera svona fréttir á borð fyrir okkur. Hvaða tilgangi þjónar það að draga upp falska mynd af raunveruleikanum?

Þetta er ábyrgðarhlutur. Einmitt svona hefur verið logið að þjóðinni á síðustu árum. Ástandið sagt vera allt annað en raunveruleikinn var. Það varð til þess að almenningur uggði ekki að sér og tapaði því stórfé í bankahruninu. Sumir misstu aleiguna af því að þeir trúðu því sem borið var á borð fyrir þá af fjölmiðlum landsins.

Það á að kalla menn til ábyrgðar fyrir lygar eins og þessar og draga þá fyrir dómstóla. 

Það á ekki að líða mönnum að ljúga með þessum hætti að þjóðinni, þessari lygaþvælu fjölmiðla verður að ljúka.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 12:54

2 identicon

Markaðsaðstæður og árangur af lénssovétkerfi kvótagreifanna.

Skuldasúpa í þokkabót og engin raunhagræðing.

TH (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það virðist vera í gangi einhver múgsefjun sem gengur út á að segja bjartsýnisfréttir og ráðskast með tölur og dagsetningar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband