Er skynsamlegt að setja öll eggin í eina efnahagsráðuneytiskörfu?

Steingrímur segir:

"... til bóta horfir þegar allt opinbert eftirlit og regluverk mun fara undir eitt ráðuneyti, efnahagsráðuneyti."

 

Er skynsamlegt að setja allt eftirlit og regluverk undir einn ráðherra?  Höfum við góða reynslu af svona pólitísku kerfi sem kemur óeðlilega miklum völdum í hendur einnar persónu?

Hver hefur eftirlit með eftirlitsstofnunum ríkisins?  Þetta aldargamla áhyggjuefni virðist ekki trufla íslenska stjórnmálamenn?  Hvers vegna?  Þetta er einn veikasti hlekkur í íslenskri stjórnsýslu og hefur valið okkur ómældu tjóni.  Þessu þarf að kippa í lag.

Ráðherra á 21. öld getur og má ekki haga sér eins og sá herra sem ræður í sínu ráðuneyti eftir gamalli 19. aldar formúlu.   Það þarf að hafa öflugt eftirlit með störfum ráðherra.  Svona eftirlit eiga óháðar og sjálfstæðar þingnefndir að hafa.  Þær eiga að hafa óheftan aðgang að gögnum og starfsmönnum ríkisstofnanna og geta kallað þá fyrir án fyrirvara og án samþykki ráðherra.  Blaðamenn eiga að geta leitað jafnt til ráðherra og formanns þingnefndar í upplýsinga- og fréttaöflun.  

Nú þarf Alþingi að sýna kjósendum að þar fari menn og konur sem hafa þor, getu og kjark til að veita framkvæmdavaldinu öflugt og nauðsynlegt aðhald sama í hvaða flokki þeir tilheyra.  Það er ekki nóg að afnema slifsisskyldu á þinginu.  Vonandi gera kjósendur aðeins meiri kröfur til þingmanna, eða hvað?


mbl.is Hrunið eins og Eyjagosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband