IMF og Seðlabankinn á öndverðum meiði

Útlendingarnir Franek Rozwadowski og Svein Harald Øygard virðast ekki vera sammála um hvað sé best fyrir Ísland í dag!

Frank segir að stýrivextir geti ekki lækkað meir að sinni og að höftin verði hér um umtalsverðan tíma.  Svein vill hins vegar myndarlega stýrivaxtalækkun strax í júní og í kjölfarið slaka á höftunum.

Hvers vegna eru þeir ekki sammála um aðgerðir?  Hvað liggur hér að baki?  Ætli þetta snúist um forgangsröðun?  Hver ætli hafi betur í þessari deilu?

Ekki aðeins hefur IMF frestað greiðslu á láni til okkar nú er hann orðinn fúll út í Seðlabankann sem er auðvita óbeint skot á ríkisstjórnina og hennar seinagang í aðgerðum í ríkisfjármálum.

Nú er vont að hafa ekki Þjóðhagsstofnun sem gæti veitt okkur innsýn inn í þessi mál á óháðan og sjálfstæðan hátt.  Í staðinn verður þjóðin að reiða sig á getgátur.

 

 


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband