Dulbúinn fjármagnstekjuskattur

Það sem Gylfi er að segja er að nýju bankarnir séu svo illa reknir að ríkið getur ekki borgað íslenskum sparifjáreigendum eðlilega þóknun fyrir þeirra fé og hefur því ákveðið að taka hluta þess það til sín. Þetta er ekkert nema dulbúin skattgreiðsla sem ennfremur setur krónuna í frjáls fall. 

Mun eðlilegra hefði verið að hækka fjármagntekjuskatt en að handstýra innlánsvöxtum niður til að búa til falskt rekstrarumhverfi fyrir bankana.  Það munu engir hafa áhuga að kaupa íslensku bankana við slíkar aðstæður.

Þegar ríkið byrjar að manúpúlera með markaðinn bitnar það oftast á þeim sem síst skyldi og á þann hátt sem ríkið gerir sér ekki grein fyrir.  Svona aðferðir skapa ekki nýja peninga í umferð aðeins færir þá á milli og fælir erlent fjármagn frá landinu og gerir þjóðina enn háðari IMF um fjármögnun og framfærslu.


mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vandamálið er að bankarnir eru engan vegin búnir að sníða sér stakk eftir vexti.  Þeir eru ennþá yfirmannaðir og launakostnaður er alltof hár.  Fyrsta skrefið er að segja upp 30-40% af starfsfólki og lækka laun hinna, nema að ríkið ætli sér að nota bankanna til þess halda uppi atvinnubótavinnu, sem er bara dulbúið atvinnuleysi.

Mánaðarlegur launakostnaður hjá Íslandsbanka er t.d. hátt í milljarður, 12 milljarðar á ári.  Hjá ríkisbankakerfinu í heild eru þetta 25-30 milljarðar á ári.  Það segir sig sjálft að það gengur aldrei til lengdar.

Guðmundur Pétursson, 22.5.2009 kl. 13:38

2 identicon

Verð nú að viðurkenna að mér finnst þú pínu snúa þessu á haus. Er hann ekki einmitt að segja að þeir vextir sem hafa viðgengist séu ekki "eðlileg þóknun" og í engu samræmi við það sem almennt gerist. Á ríkið að vera að niðurgreiða ávöxtun fyrir fjármagnseigendur með taprekstri á bönkunum?

Gestur (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Liberal

Bíddu, hvernig færðu það út? Auðvitað lækka innlánsvextir um leið og útlánsvextir, en þegar Seðlabankinn hefur lækkað sína innlánsvexti í 9.50% er varla hægt að reikna með að bankar geti boðið betur, eða hvað?

Til að reka bankakerfi þarf ákveðinn vaxtamun, en þó alltaf einhverja "lágmarkskrónutölu" til að standa straum af rekstrarkostnaði.

Ef fjármálaráðherra, Seðlabankastjóri, og bankamálaráðherra fyrrverandi hefðu ekki sprengt hagkerfið í loft upp með vanhugsaðri lagasetningu (sem keyrði alla bankana þrjá í þrot) væri kannski einhver vonarglæta. En því miður virðast fáir hafa áhuga á þeirri ábyrgð sem Samfylkingin og fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins bera í því hruni sem varð, og elta fjölmiðla (sem eru sennilega þeir óhæfustu á plánetunni) og kenna stjórnendum bankanna alfarið um.

Íslenskir bankar eru ekkert illa reknir, en þeim eru búnar vonlausar aðstæður. Sú kommúnistastjórn sem við nú búum við, og höfum búið við síðan í febrúar, hefur kæft íslenskt atvinnulíf og nú er svo komið að við munum varla ná að klóra okkur út úr þessu næstu 10 árin.

Guðmundur, segðu mér nú hvað þú hefur fyrir þér í þessum tölum og á hverju þú byggir að segja upp 40% af öllu starfsfólki bankanna? Það væri mjög gaman að sjá hvar þú hefur fengið upplýsingar um rekstrarkostnað bankanna sem ekki hafa birt neinar tölur síðan hrunið varð. Býrðu yfir upplýsingum sem við hin gerum ekki?

Liberal, 22.5.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ísland er ekki eins og nágrannalöndi þegar kemur að ríkisfjármögnun og stýrivöxtum.  Löndin í kringum okkur geta farið með vexti nálægt núlli og haldið áfram að fjármagna ríkissjóð hjá sér og án gjaldeyrishafta.  Hér á landi þarf ríkissjóður að fjármagna sig með hjálp IMF.  Á meðan ríkið stjórnar öllum bönkunum og IMF heldur Seðlabankanum í gæslu er ekki hægt að tala um að hér á landi ríki eðlilegt markaðsástand fyrir fjármagn. 

Enginn viðskiptaráðherra í nágrannalöndunum myndi detta í hug að segja að lækka þurfi innlánsvexti til að bæta rekstrarskilyrði bankanna.  Þetta er frétt sem átti heima í Pravda i den tid og sýnir hversu hratt Ísland hefur færst aftur í fortíðina.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.5.2009 kl. 20:38

5 identicon

Sæll Andri

þetta virkar þversagnarkennt. Í fyrsta lagi var fjármagnseigendum, um 1300 ma, bjargað fyrir horn í hruninu þegar allar innistæður voru tryggðar þegar í borði var fyrir einungis um 30.000 evru trygging. Eftir það hafa innlánseigendur fengið á sparifé sitt hæstu raunvexti á byggðu bóli. Allt í boði þeirra skattgreiðenda sem eiga ekki fjármagn í gegnum ríkisbankanna, þ.e.úr vasa skattgreiðenda í vasa fjármagnseigenda. Og nú þegar á að skrúfa niður í mestu eignatilfærslu Íslandssögunnar talar þú um "dulbúinn" fjármagnstekjuskatt. Ég held hreinlega að margir eigendur lítilla fjármuna gætu orðið sárir og móðgaðir við þessa staðhæfingu...

Eina sem getur bjargað íslenska hagkerfinu í dag er að vextir fari niður í núll og nix og fjármagnseigendur hreinlega neyðist til að eyða peningum í "vitleysu", fjárfesta í alls kyns rekstri etc en ekki í dauðu fjármagni inni í bankakerfinu

Karl M (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 00:22

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Karl,

Takk fyrir innlitið.  Það er alveg rétt að það þarf að koma þessu sparifé í arðbæran rekstur og það er einmitt að gerast erlendis.  Spurningin hér á landi er hvaða sparifjáreigendur treysta íslenskum stjórnmálamönnum og athafnamönnum?  Hverjir eru tilbúnir að fara að kaupa íslensku hlutabréf?  Brennt barn forðast eldinn.  

Flestir vilja koma sínu fé í arðbæran rekstur erlendir svo um leið og gjaldeyrishöftin falla (ef einhvern tíma) mun þetta fjármagn fara úr landi.  Þetta er miklu stærra vandamál en krónubréfin.  Reynslan sýnir okkur að best er að varðveita sitt sparifé erlendis!  Hér fer hagur sparifjáreigenda og þjóðarhagur ekki saman. Þetta er hið mikla mál sem ekki má ræða en leysist ekki með því að sópa honum undir teppið.

  Þetta leysist ekki fyrr en við fáum erlenda banka og fjárfesta hingað sem fólk getur treyst. Þetta snýst allt um traust og trúverðugleika!

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.5.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband