Vafasamur "gæðastimpill" fyrir Ísland

Þegar erlendir fjárfestar heyra að Kroll sé mættur á staðinn er hlaupið í burtu eins langt og hægt er.  Enginn hefur áhuga á Kroll málum eða vill að nafn sitt sé á einn eða annan hátt tengt því merka fyrirtæki.  

Fáir erlendir fjárfestar munu eyða mínútu í að hugsa um, hvað þá kíkja á Kroll brunarústir.  Það að láta sjá sig á brunastað er hættulegt.  Kroll er aðeins fyrir faghrægamma.

Svo gera erlendir aðilar engan mun á íslenskum bönkunum, ríkinu og fyrirtækjum enda í þeirra augum allt á sömu hendinni.  Þetta finnst Íslendingum voða ósanngjarnt og óréttlátt en hlustar einhver á Íslendinga fyrir utan landsteinana.  Eða eins og sagt er nú erlendis.

"Iceland! - who cares!"


mbl.is Rannsakar Glitni nú en áður Saddam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar geta sjálfir kennt sér um og sér í lagi okkar eigin útrásarvíkingar og aðrir ráðamenn fyrir að hafa látið þetta við gangast enn eins og þú sagðir....who cares!!!

Jón pálsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:00

2 identicon

Lífvarðasveit AGS

Doddi D (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmm, hlaupi erlendir fjárfestar í burtu eins og þú segir - þýðir það þá ekki að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu?

Arinbjörn Kúld, 23.5.2009 kl. 00:53

4 identicon

Kroll eru krimmar. Aldrei var við öðru að búast en krimmar réðu til sín krimma til að annast "rannsókn" á eigin skít.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband