Hættuleg óskhyggja að hækka gengið

Sú hugmynd að hægt sé að hækka gengi krónunnar um 40% er ekki raunhæf við núverandi aðstæður.  Meiri líkur eru á að krónan eigi eftir að falla enn frekar áður en hún styrkist. 

Kostnaðurinn við að hækka gengi krónunnar yrði gífurlegur og Seðlabankinn sem er tæknilega gjaldþrota hefur varla burði til að verja slíkt fastgengi.  

Jafnvel þó hér væru sett upp gömlu Austur-Þýskalands gjaldeyrishöftin þar sem leitað væri á ferðamönnum og ferðagjaldeyrir væri aðeins afgreiddur til nauðsynlegra ferða æðstu valdhafa dygði það skammt til og yrði engin lausn eins og saga Austur Evrópu ætti að kenna okkur.

Svona hugmyndir eru aðeins tímasóun og tálsýn.

Við verðum að fljóta krónunni og koma krónubréfseigendum út.  Þeirra fórnarkostnaður er alltaf að aukast og þeir sjá miklu meiri möguleika að ávaxta sitt fé annars staðar.  Því meira sem erlendir markaðir styrkjast því meiri þrýstingur verður frá þessum aðilum að komast út.  Þeir eru nefnilega að missa af gríðarlegum kauptækifærum erlendis.  Þetta á auðvita líka við um Íslendinga og sérstaklega lífeyrissjóðina sem hefðu átt að kaupa erlend hlutabréf í mars til að bæta stöðu sína.

Íslendingar voru blekktir til að kaupa rusl á toppinum en er bannað að kaupa hlutabréf í bestu fyrirtækjum heims á brunaútsölu aldarinnar!  Það er ekki öll vitleysan eins! 

 


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já verð að viðurkenna að "dauða mínum á von á" frekar en að nokkrum dytti í hug að hækka gengi krónunnar núna :-o  Aðalkosturinn við krónuna er einmitt að hægt að fella hana þegar á þarf að halda, eins og núna.  Það er ekki skemmtilegt né æskilegt en það er ekki eins og við eigum neina góða kosti.  Við eigum bara fullt af slæmum kostum, svo slæmum að erfitt að velja þann illskásta!!!  En að hækka gengið og festa er svo sannarlega "hættuleg óskhyggja" eins og þú kallar það.  Algjörlega óábyrg umræða að mínu mati.

ASE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Pétur Hafsteinn Stefánsson

Ég er algjörlega sammála fyrri umsagnaraðila. Þetta er algjör skammsýni. Enn og aftur á að rugla með gengi krónunnar. Kostnaðurinn er heilmikill og í þetta fer erlendur gjaldeyrir sem Seðlabankinn þarf að punga út. Höfum við nú þegar þurft að greiða nóg fyrir það undanfarið. Verð manna fegnastur þegar komin er alvöru gjaldmiðill í landinu.

Pétur Hafsteinn Stefánsson, 27.5.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er sammála þér Andri og ykkur tveim hér að ofan.

Ef það á að festa gengið með vísitöluna í 160 til 170 þá mun lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þurrkast upp á engum tíma. Erlendir aðilar liggja með hundruð milljarða króna á allskonar reikningum og bréfum. Þetta fé á það eina óska að breytast í evrur og dollara. Eigendur þessara króna munu hoppa hæð sína í loft upp ef þeim verður tryggður slík leið með sitt fé úr landi. Allir munu vilja kaupa gjaldeyrir á þessu gengi.

Það verður ekkert hægt að festa gengið með þessum hætti fyrr en búið er að koma fé þessara erlendu aðila úr landi. Ég hefði haldið að það ætti að drýfa í því og klára það mál. Fyrr verður ekkert hægt að gera með þessa krónu okkar. Er það ekki í góðu lagi að krónan falli enn meir meðan verið er að borga þetta fé úr landi? Því meira sem krónan fellur því ódýrara er fyrir Seðlabankann að borga þessa alila út.

Ég sé ekki neina leið í stöðunni en setja krónuna á flot og leyfa útlendingum að fara með sitt fé úr landi þó krónan taki mikla dýfu í einhverja mánuði meðan það stendur yfir. Notum erlenda lánið frá AGS til þess að borga við þessa útlendinga úr landi. Það fer þá í gang brunaútsala á krónum að þessir erlendu aðilar verða þá að selja sínar krónur fyrir evrur á þessari brunaútsölu.

Að fara að festa krónuna núna í ákveðnu gengi og reyna að halda þessu fé í landinu er ávísun á að gjaldeyrishöft verða að vera hér næsta áratuginn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.5.2009 kl. 14:59

4 identicon

Þessi hugmynd er ávísun á gjaldþrot íslenska ríkisins.  Gjaldeyrir sem nú þegar er af skornum skammti myndi vera upp urinn eftir skamman tíma.  Ef þetta á að vera lausnin fyrir þá sem skulda erlend lán þá er hún alltof dýru verði keypt.  Auk þess er ljóst að þetta myndi aldrei skila sér inn í verðlag hér á landi nema að að mjög takmörkuðu leyti. 

GB (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:25

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Andri, ég er alveg sammála þér. - Ég skil ekki hvers vegna við megum nota gjaldeyri til að kaupa hvaða vitleysu sem er frá útlöndum en við getum ekki notað gjaldeyrinn til að kaupa erlend verðbréf sem skila okkur tekjum og munu styrkja krónuna til lengri tíma.

Lúðvík Júlíusson, 28.5.2009 kl. 22:54

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Við Íslendingar verðum að horfast í augu við músíkina. Fella krónuna duglega og fleyta henni síðan strax og taka skellinn. Hann verður skammvinnur og lagast um leið og skítnum hefur verið skolað út.  Við verðum að fá frelsi og losna úr helgreipum kommúnismans áður en hann er búinn að kyrkja okkur öll.

Dollarinn fer örugglega  í 300 kall í einhvern tíma.   Svo koma aftur inn jöklabréf og erlendir peningar, bæði þjófanna og annarra,  í hávextina og gengið fer niður aftur. Útgerðin græðir einhver ósköp  og borgar kvótaskuldirnar.  Atvinnuleysið hverfur. Innflutningur stöðvast tímabundið og vöruskiptajöfnuðurinn nær óþekktum hæðum. Viðskiptafrelsið kemur svo aftur og markaðurinn sér um sig enn á ný. Svo koma nýir tímar og ný ráð.

Það verður að taka þetta með trukki.

Ég heyrði í kvöld að einhver alvörukall í hagfræði tekur undir þetta.

Öll erlend lán Íslendinga innanlands verða fryst á meðan veðrið gengur yfir og verðtrygging sparifjár og lána  verður stoppuð um stund. Lengt í öllum lánum og afborganir færðar aftur fyrir.  Engin uppboð eða gjaldfellingar fara fram . Taxtahækkanir opinberrar þjónustu eru bannaðar. Launahækkanir líka.  Matargjafir skipulagðar.

Hrossalækning sem hrífur. Hættum þessu seigdrepandi limbó ráðleysisríkisstjórnar kommanna, þar sem ekkert gerist nema vont verður verra og hin dauða hönd kommúnismans læsir sig um þjóðlífið. Ríkisverslun eykst dag frá degi en öðrum fækkar.  

Halldór Jónsson, 28.5.2009 kl. 23:29

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Takk fyrir innlitið.  Margir eru sammála um að fljóta eigi krónunni sem fyrst og losna við krónubréfshafa út.  Hvers vegna er þetta ekki gert?  Er IMF á móti þessu og hverra hagsmuna eru þeir að gæta hér?

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.5.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband