20.6.2009 | 17:07
Vankunnátta og afskiptaleysi fellir Ísland
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og það á svo sannarlega við þegar Bretar settu hryðjuverkalögin á Ísland.
"Ekki fengust skýr svör frá íslenskum stjórnvöldum" var nóg til að setja hryðjuverkalög á landið.
Þetta er einhver sú neyðarlegasta útskýring á milliríkjadeilu sem sést hefur í Evrópu í áratugi.
Þvílík niðurlæging fyrir íslensk stjórnvöld og stjórnsýslu.
Við virðumst hafa lent í botnlausu feni vanhæfni, spillingar og afskiptaleysis.
![]() |
Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 15:06
Doktorsnám á Íslandi er út í hött
Léleg nýsköpun er varla doktorsleysi að kenna. Ætli skortur á fjármagni og smæð íslenska markaðsins eigi ekki meiri þátt í þeirri stöðu.
Það er út í hött að bjóða upp á master- og doktorsnám á Íslandi nema í íslensku og jarðfræði. Embættispróf í læknisfræði, lögfræði og guðfræði á heima í Háskóla Íslands annars eiga kandídatar að fara utan til framhaldsnáms eins og tíðkaðist hér fyrr á árum.
Erlent háskólanám eykur víðsýni, myndar ómetanleg tengsl og færir okkur nýjungar og tækni sem íslenskir háskólar geta aldrei boðið upp á.
Svo er erlent háskólanám mikilvægur starfslykill fyrir fólk bæði að stöðum hér á landi og erlendis. Það gerir fólk samkeppnishæfara, eykur þeirra atvinnumöguleika og styrkir samningsstöðu þess gagnvart atvinnurekendum.
Ekki má gleyma að hinn persónulegi ávinningur af erlendu námi er gríðarlegur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir. Þetta skiptir einstaklinginn máli.
Stúdentar verða að huga að þeim fórnarkostnaði sem íslenskt framhaldsnám hefur í för með sér. Hér fer hagur nemenda og kennara ekki endilega saman!
![]() |
Íslendingar hafa verk að vinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 11:06
Kjaftshögg fyrir öryrkja og aldraða
Á sama tíma og skerða á kjör þeirra sem minnst mega síns á að eyða 400 milljónum kr. yfir 5 ár til að búa til störf fyrir 5 flokksgæðinga. Það tók VG ekki langan tíma að sóa hækkuðum sköttum!
Þetta dæmi mun aldrei ganga upp einfaldlega vegna þess að það eru engir Íslendingar sem geta uppfyllt starfskröfur hjá svona stofnun og engir útlendingar með nægilega reynslu og þekkingu fara að sækja um störf sem borga að hámarki 5,000 evrur á mánuði.
Auðvita þurfum við utanaðkomandi þekkingu og reynslu til að byggja upp okkar fjármálakerfi og þar verðum við að láta gæðin ráða. Eina vitið er að ráða erlenda sérfræðinga tímabundið í þetta verkefni.
Það verður ódýrara, fljótvirkara og betra.
![]() |
Stofna Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 10:18
Ferðast Eva Joly með Iceland Express?
Ekki dettur mér í hug að fljúga með Iceland Express og styrkja svona Barbabrellu "show".
Hvernig væri að íslenskir neytendur tækju sig saman og versluðu fyrst og fremst hjá aðilum sem njóta mest trausts og eru ekki daglega á forsíðum blaðanna bendlaðir við gjaldþrot og guð má vita hvað?
Er ekki hægt að setja upp vefsíðu og flokka öll íslensk fyrirtæki í 3 flokka:
A. Traust og heiðarleg fyrirtæki með sitt á hreinu. Allar upplýsingar upp á borði
B. Fyrirtæki sem gefa þurfa meiri og ítarlegir upplýsingar til almennings til að geta flokkast sem A
C. Fyrirtæki undir grun eða í rannsókn. Gjaldþrota fyrirtæki eða fyrirtæki þar sem eigendur eru með stöðu grunaðs einstaklings
![]() |
NTH á leiðinni í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 06:49
VG sýnir sitt rétta andlit
Mikið held ég að margir kjósendur VG séu svekktir. Alveg eins og Sjálfstæðismenn byrja VG að skera niður hjá þeim sem minnst mega sín öryrkjum og öldruðum.
Settur er á lágtekjuskattur og hátekjuskattur en millitekjur eru verndaðar að sinni? Hvers konar stefna er þetta?
Og alveg eins og hjá Sjálfstæðismönnum hefur enginn þingmaður VG kjark eða þor til að mótmæla þessu. Þeir verða að standa og sitja ein og Steingrímur vill. Það er sami rassinn undir þessu öllu. Þarf fleiri staðfestingar?
![]() |
ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 15:57
Eitt skref áfram, tvö afturábak!
Fjárlög þessa árs voru afgreidd með 153 ma kr. halla en nú stefnir í 173 ma kr. halla þrátt fyrir allar þessar skattahækkanir og niðurskurð. Við eru ekki einu sinn á þeim stað sem árið byrjaði! Hvað gerist ef nýjar tölur í september sýna að hallinn er enn að vaxta og aðrar 20 ma kr. þarf fyrir jól bara til að standa í stað.
Hvað gerist 2010 og 2011. Hvers vegna er algjör þögn um framhaldið.
PS. Þetta eru afleitar fréttir fyrir krónuna og vextina.
![]() |
Hallinn stefndi í 193 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2009 | 13:10
Íslenskir bankar eiga enga möguleika í erlenda samkeppni
Það eru fá fyrirtæki í heiminum sem er jafn auðvelt að keppa við og íslensku bankanna. Orðspor og trúverðugleiki er enginn. Erlendir bankamenn vita að ef þeir koma hingað geta þeir á augabragði náð í bestu kúnnanna og starfsmennina. Sparifjáreigendur munu umsvifalaust færa sig yfir og íslensku bankarnir munu enda upp með skuldara og ríkisfyrirtæki.
Þetta mun hafa mikil áhrif á verðgildi íslensku bankanna sem mun hrynja ef þeir missa alla bestu kúnnanna og starfsmennina. Því er spurning hvort Steingrímur muni nokkurn tíma leyfa þetta.
![]() |
Erlendir bankar sýna Íslandi áhuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 08:44
Mr. Bean
Mikið er Alþingi leiðinlegt og húmorslaust. Okkur vantar þingmann eins og Vince Cable, talsmann Frjálslyndra Demókrata í Bretlandi. Frægt er þegar hann talaði um umskipti Gordon Brown´s frá Stalín yfir í Mr. Bean á breska þinginu.
Hvað ætli séu margir Mr. Bean á Alþingi?
![]() |
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 08:27
IMF heimtar meiri niðurskurð!
Aðgerðir í ríkisfjármálum eru rétt að byrja. Hallinn er líklega nálægt 180 ma kr. og ef við notum bjartsýnustu spá um að þessar fyrstu aðgerðir brúi 60 ma kr. þá er það aðeins um þriðjungur af því sem koma skal.
Hollt væri fyrir Íslendinga að horfa til Lettlands og sjá hvað er að gerast þar. Það liggur við að neyðarfjárlög séu birt þar í hverjum mánuði. Niðurskurðurinn er miskunnarlaus.
Fyrr í þessari viku kom enn ein gusan þar sem þingið fór fram á meiri niðurskurð í heilbrigðismálu nú upp á 30%. Heilbrigðisráðherra Lettlands sagði af sér en sérfræðingar IMF voru hæst ánægðir með skörungsskap þingsins og hversu vel væri haldið á hnífnum. Nú lítur út fyrir að loka þurfi yfir helming allra spítala í Lettlandi. Þó segja erlendir fréttaskýrendur að Lettar séu í skárri stöðu en Íslendingar!
Það er von að Steingrímur segi að halda þurfi vel á spöðunum þó ég sé efins að það bjargi miklu.
![]() |
Vildu meiri niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 21:04
Skiptimyntafrumvarp
Þetta frumvarp er hrein skiptimynt miðað við það sem koma skal 2010 og 2011. Tekjuaukning upp á 10 milljarða er dropi í hafið þegar hallinn er 170-190 milljarðar. Þetta dugar varla fyrir vöxtum til að fjármagna þennan halla.
Skattahækkanir og niðurskurður sem fáir geta ímyndað sér nema þeir hafa fylgst með Lettlandi verður jólagjöfin í ár.
![]() |
Ríkisfjármálafrumvarp lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |