Sjúkir og aldraðir eru látnir bjarga Sjóvá

Hægt er að finna 16 ma kr. til að bjarga Sjóvá á meðan skorið er niður hjá öldruðum, sjúkum og öryrkjum um svipaða upphæð.  Af hverju er Sjóvá mikilvægari en heilsa og velferð þeirra sem minnst mega sín í okkar þjóðfélagi?  Hver tekur þessar ákvarðanir og á hvaða forsendum?  Er þetta í anda Jóhönnu?

Svo er gráu bætt ofan á svart með því að telja skattgreiðendum trú um að best sé að selja Sjóvá til einkaaðila sem fyrst.  Í síðustu viku bárust þær fréttir frá Bretlandi að breska ríkið ætlaði ekki að selja eignir sem það eignaðist við björgun fjármálastofnanna þar í landi í náinni framtíð þar sem markaðsaðstæður biðu ekki upp á nógu góð kjör fyrir skattgreiðendur. 

Hver gætir hagsmuna skattgreiðenda hér á landi? 

Líklegt er að leppar fyrrverandi útrásavíkinga sem sitja um hræið hafi náð að sannfæra fjármálaráðherra að betra væri að ríkið kæmi með fjármagn og bjargaði fyrirtækinu en að láta það falla.  Þar með væri störfum bjargað og samkeppni viðhaldið.  Annars væri hætta á að iðgjöld hækkuðu sem leiddi til aukinnar verðbólgu. 

Ætli það hafi ekki gleymst að þessir peningar verða aldrei borgaðir til baka nema með stórhækkuðum iðgjöldum í framtíðinni.  Svo aldraðir, öryrkjar og sjúkir fá að borga tvisvar, fyrst með niðurskurði á nauðsynlegri þjónustu og síðan með hækkuðum tryggingariðgjöldum. 


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er víst hin nýja norræna velferðarstefna, dæla fé í gjaldþrota fyrirtæki sem útrásarvíkingar eru búnir að blóðmjólka og koma öllum peningum í felur.

Sævar Einarsson, 9.7.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Engin vafi. Best að fara að huga að flutningi - eða hvað?

Arinbjörn Kúld, 9.7.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að leita mér að vinnu í Noregi, ætla ekki að taka þátt í því að borga svo mikið sem 1 krónu undir þessa útrásarvíkinga.

Sævar Einarsson, 9.7.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband