Lýðræðisleg skylda stjórnarandstöðu að fella vanhæfa stjórn

Ef stjórnin getur ekki komið einu af sínu aðalmáli, Icesave samningnum, í gegn er hún vanhæf til stjórnar og þarf að víkja.  Tvennt má nú ráða af vinnubrögðum stjórnarinnar:

Samfylkingin er þvílíkur tækifærissinni.  Eftir að hafa sagt við kjósendur að þeir myndu ekki vinna með Sjálfstæðismönnum eftir kosningar, biðlar Jóhanna til þeirra um að redda Icesave fyrir sig!

VG er klofinn flokkur sem var plástraður saman fyrir kosningar en þar er hver höndin uppi á móti annarri.

Er svona samblanda heppileg fyrir Ísland á ögurstund?


mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða blanda heldur þú að sé heppileg á þessari ögurstund? Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn?

Ef svo er þá er þessari þjóð ekki viðbjargandi.

Ína (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 07:28

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þjóðin hafði því miður ekki kjark eða þor til að henda fjórflokkunum á Sorpu eftir fallið. 

Borgarahreyfingin er sproti af nýju afli og við þurfum að horfa meir til að byggja upp nýja flokka með nýjar áherslur og um fram allt nýtt fólk.  Nýir vendir sópa best.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.6.2009 kl. 07:46

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég vill sjá Borgarahreyfinguna koma inn í ríkisstjórnasamstarf. Þeir eru að standa sig þokkalega vel. Eins og sjá má á vef alþingis flytur borgarahreyfingin frumvarp til laga í dag um þjóðaratkvæðagreiðslur. Mjög ánægður með það. Hef lesið frumvarpið yfir og er að mestu sáttur með það eins og er, þótt það sé eitt og annað sem mætti framkvæma öðruvísi að mínu mati.

Ég segi að borgarhreyfingin ætti að komast í samstarf við annan flokk. Hvort sem það sé Sjálfstæðismenn, framsókn eða vinstri flokkarnir. Hinsvegar er ég ekki mjög ánægður með VG og SF í dag og vildi helst sjá þá bara fara.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 22.6.2009 kl. 08:35

4 identicon

Það átti aldrei að hleypa þessu komma liði að stjórn landsins. Við eigum eftir að gjalda þess þegar fram í sækir. Það virðist aðeins einn maður vera að vinna vinnuna sína á þingi í dag og það er Þór Saari. Hann virðist einn halda uppi málefnalegri umræðu um þessi mál. Og fólk í þessu landi vill kannski ennþá halda í Jóhönnu eftir að hún sagði að þjóðar atkvæðagreiðsla um ESB yrði aðeins leiðbeinandi fyrir ríkisstjórn en ekki bindandi, þannig að hún er jafnvel tilbúin að ganga gegna vilja þjóðarinnar í sumum málum. Vilum við svoleiðis stjórnanda, ég segi nei og þessi ríkisstjórn á að fara frá áður en hún veldur meiri skaða og sundrungu meðal þjóðarinnar. Gs.

Gs (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:10

5 identicon

Það sem þú ert að tala fyrir er anarkía, þar sem ekkert verður gert og engir þorir að gera annað en að bjarga eigin skinni. Það er ekki heilvænlegt fyrir þjóðinna. Hvort er betra 70% réttar ákvarðanir eða engar ákvarðanir?

Það sem gerði síðustu stjórn vanhæfa var vanmátturinn við að taka ákvarðanir. Núverandi stjórn er að taka ákvarðanir, eða reyna það. Ákvarðanir sem ekki eru vinsælar, enda alltað vitað að allir kostir okkar eru slæmir. Þetta er tími skítverka það var alltaf vitað. Það sem kemur mér á óvart er að það skuli koma þér á óvart.

Hvað gerist ef við höfnum Icesave samningunum? Verður okkur treyst? Hversu mikils virði er traust í viðskiptum? Það væri vel þegið ef þú gætir svarað þessari spurningu.

Ég held að sá pólitíski leikur sem framsókn er að spila núna sé ekki merkilegur. Því ef þeir væru í stjórn þá væru þeir í nákvæmlega sömu sporum að taka nákvæmlega sömuákvörðunina. En þeir hafa ekki svarað spurningunni "Hvað svo" ef við höfnum hvað gerist þá? 

Icesave spurninginn er ekki lögrfræðileg, þetta er pólitísk spurning um hvar við viljum vera sem þjóð. Ein á báti eða þjóð meðal þjóða, ég efa að þjófar séu vinsæll félagsskapur.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:14

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Magnús,

Auðvita er þetta tími skítverka en það er nú alltaf besta að moka flórinn út strax.  Þetta átti að gerast fyrir um 6 mánuðum.  Ef þessi stjórn getur óstudd komið Icesave í gegn, fínt, annars á hún að víkja.  

Útlendingar líta á Ísland sem gjaldþrota  þjóð.  Hvort Alþingi samþykkir þetta eða ekki er ekki svo mikilvægt í þeirra augum enda léttu Bretar neyðarlögunum af okkur áður en til samþykkis Alþingis kom.  Í augum útlendinga er þetta tæknilegt útfærsluatriði, þeir ætla að láta Íslendinga borga og þeir munu fá sitt fram.  

Brennt barn forðast eldinn.  Enginn heiðarlegur sparifjáreigandi í Evrópu mun taka það í mál að lána eina evru til Íslands í náinni framtíð.  Okkur er ekki treyst.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.6.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband