Icesave: Mistökin gerð í nóvember 2008

Mestu mistökin í Icesave málinu var að Alþingi skyldi ekki strax í nóvember skipa nefnd óháðra innlendra og erlendra lögmanna og sérfræðinga sem nytu trausts hér á landi og sérstakleg í Hollandi og Bretlandi til að fjalla um og birta opinbera sýrslu um Icesave skuldbindingar og mögulegar sáttaleiðir. 

Þessi nefnd hefði átt að skila áliti í mars sem hefði gefið íslensku samninganefndinni vopn í hendur til að kljást við Hollendinga og Breta.  Í þessari deilu hafa Íslendingar sýnt af sér fádæma viðvaningsleg vinnubrögð og gefið andstæðingunum öll trompin.   Íslendingar gengu vopnlausir til þessarar baráttu!

Hvers vegna skipaði Alþingin ekki slíka nefnd?  Hver réð þar för?  Hvaða ráðgjöf var veitt og af hverjum?  Sú umræða sem nú fer um Icesave átti að fara fram fyrir jól á síðasta ári.  

Í þessu máli rísa íslensk vinnubrögð einna hæst: seinagangur, skipulagsleysi, agaleysi, afskiptaleysi, þekkingarleysi og svo hin klassíska íslenska þrjóska að hjakka í sama farinu og hlusta aðeins á eigið "já" lið.

Ef þjóðin þarf að læra eina lexíu af þessari reynslu þá er það að heimta svör af stjórnmálamönnum fyrir kosningar ekki eftir!  

 


mbl.is Skylda ráðamanna að láta dómstóla fjalla um Icesave, segir hæstaréttardómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér það er búið að gera ótal mistök en það er kominn tími til að hætta að gera mistök. Ríkisstjórnin má ekki skrifa undir sjálfviljug að gera komandi kynslóðir Íslendinga ósjáabjarga og ósjálfstæða gjaldþrotamenn.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2009 kl. 07:30

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Þetta er rétt hjá þér en það hangir eitthvað meir á spýtunni hér.  Hvers vegna er Steingrímur helsta klappstýra fyrir þessum samningi?  Hvað veit hann sem við vitum ekki?  Allt upp á borð áður en við tökum ákvarðanir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.6.2009 kl. 07:49

3 identicon

Já,  það er spurning dagsins.  Hvað er það sem Steingrímur veit sem við vitum ekki?  Helst af öllu vil ég trúa því að hann sé svona "heimskur",  en því er víst ekki til að dreifa.  180gr. viðsnúningur með málefni sem að var hans hjartans mál, er óskliljanlegt.

En þetta eru stjórnmálamenn Íslands í hnotskurn.  Og ekki kunna þeir að skammast sín,     ónei..........

J.þ.A (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:04

4 Smámynd: Hallur Magnússon

en það var hægt að leiðréttaþau - en Samfylkingin vildi það greinielga ekki - enda átti hún stóran hlut í nóvembermistökunum

Hallur Magnússon, 22.6.2009 kl. 09:27

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hollendingar halda því fram í skýrslu sinni sem birt var á dögunum og samin var af tveim háskólaprófessorum að Fjármálaeftirlitið, bankarnir og Íslensk stjórnvöld hafi logið að þeim varðandi raunverulega stöðu bankana. Þetta er reyndar orðað aðeins á annan hátt, þ.e. "Íslendingar hafi ekki sagt rétt til um" eða eitthvað á þá leið. Með öðrum orðum Hollendingar saka FME um að lygar.

Mín tilgáta er sú að FME og stjórnvöld hafi reynt allt hvað þeir gátu til að fela þessar lygar og þá stöðu sem þeir voru í gagnvart þessum aðilum. Þeir reyndu að breiða yfir þetta klúður með því að semja við Breta og Hollendinga í kyrrþey eins hratt og fljótt og hægt var. Samningsstaða þeirra var engin. Þess vegna lítur Icesave samningurinn út eins og hann lítur út í dag.

Þeir sem lugu mest að Hollendingum og Bretum var Íslenska Fjármálaeftirlitið, FME. FME ber alla ábyrgð á þessu Icesave máli. FME gat stöðvað þessa Icesave reikninga hvenær sem var. Það gerði FME ekki, þeir leifðu Landsbankanum að safna fé inn á þessa reikninga þrátt fyrir uppsteyt og hávær mótmæli Breskra og Hollenskra stjórnavalda.

FME heyrir undir viðskiptaráðuneytið. Viðskiptaráðherra ber pólitíska ábyrgð á FME. Þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G Sigurðsson, ber pólitíska ábyrgð á því að FME heimilaði Landsbankanum að safna innlánum í Bretlandi og Hollandi á ábyrgð Íslenskra skattgreiðenda. Ábyrgðum sem nú eru að falla á almenning. Það er því Samfylkingarráðherrann Björgvin G Sigurðsson sem heimilaði með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi að Ísland yrði veðsett á tveim árum fyrir þúsund milljarða.

Hvaða umboð hafði hann til þess? Hvað gerir þjóð við þá syni sína sem gambla með hana með þessum hætti? Hvað gerir þjóðin við þá syni sína sem steypa henni í skuldafjötra og áratuga fátækt?

Kjósa þá á ný til trúnaðarstarfa inn á Alþingi og gera þá að þingflokksformönnum?

Þau hin þrjú sem báru á þessa mesta ábyrgð, þáverandi Forsætisráðherra, Fjármálaráðherra og Utanríkisráðherra eru hætt á þingi. Það sama eiga allir þeir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn haustið 2008 að gera. Það verður að fara að kalla fólk til ábyrgðar á því tjóni sem hér hefur orðið. Komist þetta fólk upp með að sitja áfram þrátt fyrir þessi hræðilegu afglöp, hvaða skilaboð sendir það um allt samfélagið?

Verður í framtíðinni leyfilegt að gera hvað sem er því menn verða aldrei kallaðir til ábyrgðar á Íslandi?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 10:55

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góð athugasemd Friðrik. Björgvin G. er samnefnari fyrir íslenska pólitíkusa.  Þeir eru allir samtryggðir alveg eins og læknamafían og aðrar klíkur á Íslandi.  Þegar illa fer þá eru allir dregnir niður í svaðið.  Þetta er eins og fjallgöngulið þar sem efsti maður tekur alla með sér í fallinu. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.6.2009 kl. 14:01

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ef þú stelur 10 glösum af vanilludropum færðu að sæta ábyrgð. Ef þú stelur 10 þúsund milljörðum þá lifir þú í vellystingum í London og Lúx.

Arinbjörn Kúld, 23.6.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband