Icesave: Við eru fallin á tíma

Þótt Icesave sé óttalegt klúður og hrákasmíð er tvennt sem mælir á móti því að synja þessum samningi.

1. Tíminn er peningar.  Ef Icesave fer fyrir dómstóla getur það tekið ár að ná niðurstöðu.  Á meðan er útlit fyrir að uppbyggingin hér á landi tefjist og erfitt verið að fá lánsfé nema á mjög háum vöxtum.  Fórnarkostnaður og aukinn vaxtakostnaður getur orðið hærri en hugsanlegur sparnaður af endurskoðun á núverandi Icesave samningi.

2.  Eina málsbót Svavars er að vextir á alþjóðavettfangi hafa hækkað síðan Icesave samningurinn var lagður fram.  Ómögulegt er að spá fyrir um vexti í framtíðinni en þörf ríkja fyrir fjármagn er mikið og er að hækka vaxtakröfur út um allan heim.  Sú staða gæti komið upp að þegar dómsmálinu lýkur gætum við þurft að borga á hærri vöxtum en nú.

Það er alls óvíst að endurskoðun á Icesave eða dómstólaleiðin leiði til hagstæðari niðurstöðu.  Það gæti orðið raunin en það gæti líka farið á hinn veginn. 

Þetta er því mjög flókið mál og mjög hættulegt að gera það pólitískt.  Við verðum að horfa á þetta út frá praktískum sjónarmiðum og þeirri þröngu stöðu sem við eru í.


mbl.is Alvarlegt að synja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Persónulega, held ég að skárra, sé að taka áhættuna af gjaldþroti frekar en að samþykkja Icesave.

Hefurðu, annars kynnt þér, væntingar um hagþróun í ESB?

Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":

"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

Kynntu, þér þessar skýrslur.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Hafðu í huga að samningurinn ber 5.55% vexti. Ef við þurfum frekari aðstoð og fáum lán, t.d. Rússalán, á 6,5% vöxtum hækka vextir ICESAVE samningsins til samræmis. Rússalán á 4% vöxtum leiða ekki til lækkunar ICESAVE vaxta. Þetta er óútfyllt ávísun til Breta og Hollendinga. Rugl!

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þakka þessar ábendingar.  Hafði ekki gert mér grein fyrir þessari klásúlu sem Ólafur er að tala um.  Þetta er skelfilegt.  Já lengi getur vont versnað. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, þú meinar, klásúlan um það "að ef við veitum öðrum betri kjör en þeim, verðum við að láta þá njóta þess líka"?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Það er akkúrat sú klásúla. Ég taldi mig upphaflega ekki hafa nægilegan lagaskilning til að skilja að þetta væri svona. Ég bara trúði því ekki. Síðan hefur það verið staðfest að svona er þetta.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 13:48

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hélt, að sú klásúa ætti einungis við, Icesave skuldirnar;þ.e. ef við veittum einhverjum öðrum af kröfuhöfum LB sáluga, betri kjör - bærum við að láta hollensk og bresk stjórnvöld, njóta þess.

Þannig, að þetta hefði ekki áhrif á skuldir og samninga um skuldir, eða lán - sem hefðu enga tengingu við Icesave.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 14:21

7 identicon

Hvar er þessi klásúla í samningnum um breytileg kjör í Icesave samningnum ef íslenska ríkið fær óhagstæðari fjármögnun en sem nemur 5,55%. Sé það ekki í hendingu.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:51

8 identicon

Er ekki rétt að láta á það reyna hvort túlkun íslenskra stjórnvalda eða Seðlabankans á tilskipun ESB eða EES (ég er ekki alveg nógu vel inni í málinu) sé rétt? Skv. þeirri túlkun og eftir því sem Davíð þá er ekki ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innlána og alls ekki á einkabönkum.

Er ekki viturlegra og eðlilegra að láta reyna á þessa túlkun? Ef Bretar eru ekki sáttir við þá túlkun þá verða þeir að stefna okkur og er það bara eðlileg framganga.

Burkni (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband