Allt er þegar þrennt er

Nú er búið að ganga frá ESB aðildarumsókn og samningum við erlenda kröfuhafa.  Þá er bara að klára Icesave.  Fyrst þegar það gerist getur uppbygging hafist að raun.  Þá er þeirri óvissu eytt sem gerir það mögulegt að fá erlent fjármagn til landsins.

Staða orku- og virkjanaframkvæmda er í biðstöðu þar til Icesave er afgreitt.  Tíminn er peningar og því er ekki rétt að nægur tími sé fyrir hendi að klára Icesave.  Auðvelt er að sjá hver hugsanlegur sparnaður gæti falist í því að endursemja en erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim fórnarkostnaði sem töf á samkomulagi felur í sér. 

Krónan mun ekki styrkjast fyrr en öll þessi þrjú mál eru í höfn.  Sama á við vexti og verðbólgu sem munu ekki falla fyrr en Icesave er í höfn.

Íslend er orðið eins og brúðuleikhús þar sem þjóðin á brúðirnar en erlendir aðilar stýra strengjunum.

Þessi staða veldur auðvita pirringi hjá stoltri þjóð.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið gat ekki eignast bankana

Það má túlka þessa frétt um bankasamkomulagið á marga vegu.  Hið rétta er að ríkið hreinlega hafði ekki fjármuni til að kaupa bankana af hinum raunverulegum eigendum, erlendum kröfuhöfum. 

Þeir munu nú eignast hlutaféð í bönkunum og þar með veð í íslensku atvinnulífi eins og það leggur sig.  Ofan á það fá þeir góða summu eða 271 ma frá íslenskum skattgreiðendum til að reka bankana.

Framtíðarhagnaður af þessum peningum rennur til kröfuhafa ekki skattgreiðenda.

Með þessu samkomulagi ásamt Icesave munu íslenskir skattgreiðendur borga "vexti og afborganir"  þrisvar til erlendar aðila:

  1. greiðslur af lánum til bankanna og svo í formi
  2. hærri skatta og niðurskurðar á þjónustu og að lokum
  3. arðgreiðslur til eigenda bankanna

 


mbl.is 271 milljarður í bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að segja hálfan sannleikann!

Fréttamennska af þessu samkomulagi við erlenda kröfuhafa sýnir hversu íslenskir blaðamenn eru langt á eftir starfsbræðrum þeirra erlendis.  Berið saman íslenskar fréttir af þessu og hina mjög svo athyglisverðu frétt í Financical Times sem birtist á forsíðu þeirra í dag:

"Iceland will announce on Monday a €1.5bn ($2.1bn, £1.3bn) recapitalisation of its banking sector and unveil a deal to hand control of two of the country’s healthy new banks to foreign creditors.

The steps mark an important milestone in efforts to rebuild Iceland’s shattered banks and reintegrate the north Atlantic island nation into the international financial system.

The government will issue bonds worth IKr270bn ($2.1bn) next month to three new banks set up last year after the country’s three main banks fell victim to the global credit crunch.

Creditors to the failed banks, will be offered equity stakes in two of the new banks as compensation for healthy assets that were salvaged from the ruins last October.

A provisional agreement was reached on Friday after weeks of difficult negotiations, clearing the way for the long-awaited recapitalisation, according to people involved in negotiations.

The deal is the latest in a series of steps aimed at restoring trust in Iceland’s financial system and stabilising its broader economy.

Last week, the Icelandic parliament voted to start negotiations to join the European Union.

In another breakthrough, the government last month agreed a deal to reimburse billions of pounds and euros lost by British and Dutch savers in Icelandic bank accounts.

Restructuring its banks, repaying creditors and stabilising its currency were all conditions of the $10bn rescue package granted to Iceland by the International Monetary Fund and European countries last year.

The capital injection to be announced by the government on Monday would increase the core tier one capital ratios of the new banks to about 12 per cent – in line with international standards.

Under the provisional deal, creditors to the failed banks will be offered controlling stakes in New Kaupthing Bank and Islandsbanki, which inherited the healthy assets of the failed Kaupthing and Glitnir banks, respectively.

The agreement was struck with the “resolution committees” set up by the government to unravel the failed banks but creditors were closely involved and are expected to give approval.

The deal would compensate creditors only for the assets transferred to the new banks, which represent just a fraction of the $60bn owed to foreign lenders. But it clears a crucial hurdle towards building a new bank system and starting the process of cleaning up bad assets in the failed banks.

“It was important that we reached an agreement with creditors rather than it ending up in litigation,” said an Icelandic official.

A formal deal has not yet been struck concerning assets taken from Landsbanki, the third failed bank, because its foreign entanglements – including heavy liabilities to the UK and Dutch governments – are the most complex. People familiar with negotiations said an outline deal was in place and would be finalised by the end of July.


mbl.is Glitnir eignast Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdavaldið setur óeðlilegan þrýsting á dómsvaldið

Það er með ólíkindum að embættismaður í fjármálaráðuneytinu skuldi vera kominn inn á verksvið dómsvaldsins með því að tjá sig um niðurstöður hugsanlegs dómsmáls.

Þetta er enn eitt dæmið um valdhroka framkvæmdavaldsins gagnvart dómstólum og grefur undan sjálfstæði dómstóla hér á landi.  Það er ekki sæmandi í siðmenntuðum lýðræðisríkjum að fulltrúar framkvæmdavaldsins setji óeðlilegan þrýsting á dómstóla. 

Það eru engar hliðstæðar uppákomur sem þessar í okkar nágrannalöndum.  Var það ekki einmitt Steingrímur J. sem sagði að við ættum að fara að haga okkur eins og best gerist á hinum Norðurlöndunum.  Hvernig væri að hann tæki fyrst til hjá sér?


mbl.is Segir neyðarlögin standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningamálastefna Seðlabankans hunsuð eða dulbúinn skattur á sparifé?

Svo virðist vera sem ríkisstjórnin hafi misst þolinmæðina við Seðlabankann og tekið peningamálastefnuna í sínar eigin hendur og skipað ríkisbönkunum í gegnum pólitísk bankaráð að lækka vexti niður fyrir stýrivexti Seðlabankans.

Landsbankinn auglýsir nýja útlánsvexti (en vill ekki auglýsa nýja innlánsvexti!) sem hafa margir hverjir næstum helmingast frá 26.5% niður í 14%.  Á sama tíma hafa stýrivextir lækkað úr 18% niður í 12%. 

Í sumum tilfellum virðast vextir Landsbankans komnir langt undir stýrivexti.  Landsbankinn auglýsir að vextir á yfirdráttarláni Náman hafi fallið úr 22.45% eða 445 punkta yfir stýrivöxtum (18%) niður í 9.25% eða 275 punkta undir stýrivöxtum (12%).  Hvernig er þetta hægt?  Varla eykur þetta trú manna á Seðlabankanum eða ríkisstjórninni?  Hvert er hlutverk Seðlabankans þegar viðskiptabankarnir setja vexti óháð verðbólgu eða stýrivöxtum?

Þetta er einnig enn önnur aðförin að ellilífeyrisþegum og sparifjáreigendum.  Þeirra sparifé er nú farið að brenna á báli verðbólgunnar enda hæstu óverðtryggðir  innlánsvextir um 7% langt undir verðbólgu sem nú mælist yfir 12%.  Svo virðist sem ríkisbankarnir lifi í sínum eigin heimi þar sem verðbólga mælist 4.3% og stýrivextir eru um 6%.

Það er alveg ljóst að gjaldeyrishöftin erum komin til með að vera þar til við fáum evruna ef af því verður enda færi allt innlent sparifé úr landi við þessar aðstæður.  

Í raun má segja að þessi aðferð ríkisstjórnarinnar sé ekkert annað en lymskuleg eignartilfærsla frá sparifjáreigendum til skuldara, m.ö.o dulbúinn eignarskattur á sparifé borgaður beint til skuldara.

 


Ríkisokur á Icelandair flugmiðum - 40% of dýrir!

Nú þegar Icelandair er komið í meirihlutaeigu ríkisins leið ekki langur tími þar til verð á flugmiðum rauk upp úr öllu valdi og Iceland Express fylgdi fast á eftir.  Bæði flugfélögin eru að sökkva í skuldir og er í raun beint eða óbeint haldið uppi af ríkinu enda getur landið ekki verið samgöngulaust. 

Lítum nánar á þau einokunarverð sem nú gilda á flugmiðum til og frá landinu.  Þegar British Airways flaug hingað til lands var samkeppni í flugi.  Þá kostuðu miðar frá Keflavík til London með BA álíka og flugmiðar frá Stokkhólmi til London enda flugleiðirnar álíka langar.  Í báðum tilfellum voru ódýrust miðarnir þá um eða undir 10,000 krónur.

Hver eru verðin í dag?  Ég kíkti á vefsíður BA, Icelandair og Iceland Express til að leita af ódýrustu miðunum fyrir vikudvöl í London í október frá Reykjavík og Stokkhólmi.

Frá Reykjavík kostar ódýrasti miðinn með Icelandair kr. 37,540 til Heathrow og kr. 36,990 til Gatwick með Iceland Express.

Frá Stokkhólmi kostar ódýrasti miðinn með BA kr. 26,925 til Heathrow (veitingar innifaldar).  Svo geta Svíar auðvita flogið með Ryanair til Stansted fyrir kr. 7,500.

Flugmiðar frá Reykjavík til London eru nú um 40% dýrari en þeir ættu að vera með eðlilegri samkeppni, þrátt fyrir fall krónunnar.  Því miður hefur fall krónunnar brenglað allt verðskyn og verið miskunnarlaust notað til að hækka verð.  Enda ekki vanþörf á, til að reyna að fá sem mest upp í sligandi vaxtakostnað.  

Hér er bara eitt dæmi um að íslenskur almenningur er látinn borga skuldir og vexti óreiðumanna í hækkuðu verði, jafnvel hjá fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins. 

Já, hrunið hefur aldeilis glætt lífi í gömlu íslensku einokunina.


Icesave: ESB atkvæðagreiðsla nr. 2

Icesave atkvæðagreiðslan er annað tækifæri fyrir þingmenn til að fella ESB viðræður eða að minnsta kosti skjóta þeim á frest um óákveðinn tíma.

Verði Icesave fellt munu Hollendingar og Bretar ekki taka í mál að aðildarumsóknin verið afgreidd fyrr en Icesave er komi í höfn á þeirra skilmálum.  

Því meir sem íslenskir stjórnmálamenn reyna að halda Icesave og ESB aðskildu er hinu gagnstæða haldið fram hjá viðsemjendum okkar erlendis.  

Umsókn Íslendinga að ESB styrkir stöðu Hollendinga og Breta gagnvart Íslendingum í Icesave málinu.  Þetta gefur þeim nýtt tromp.

 


mbl.is Engin vissa um meirihluta fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Nú er komið í ljós sem marga grunaði.  Íslenskar eignir gömlu bankanna voru þvílíkt rusl að þrátt fyrir að ríkið tæki allar innlendar eignir og starfsemi yfir í krafti neyðarlaga duga þær ekki fyrir innlánum. 

Það er því engin furða að bankarnir skulu vera að handstýra vöxtum, sérstaklega á innlánum langt niður fyrir verðbólgu og stýrivexti.  Spurningin er hvað þýðingu hafa stýrivextir Seðlabankans þegar allt bankakerfið er í ríkiseign og algjör einokun ríkir í innlánum og útlánum.

Auðvita verða sparifjáreigendur látnir borga.  Hækkaður fjármagnstekjuskattur eru bara smámunir miðað við hina negatífu raunvexti sem ríksisstjórnin býður upp á.


mbl.is Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar og Bretar samþykkja engar breytingar á Icesave!

Á forsíðu Financial Times í dag er því haldið fram að ef Íslendingar reyni að endursemja um Icesave stefni þeir stuðningi Hollendinga og Breta við ESB umsóknina í hættu.

"Another issue will be Iceland´s deal to reimburse billions in savings to UK and Dutch savers who lost money in Icelandic accounts.  The deal is unpopular among Icelanders, but any move to renegotiate the terms could jeopardise UK and Dutch support for EU membership." FT 17-07-09

Eins og málum er nú háttað er lítið annað en að samþykkja Icesave og taka samninginn upp við Evrópudómstólinn þegar við eru orðnir fullir meðlimir að ESB. Það verður hvort eð er ekkert farið að borga af þessu fyrr en við erum komnir inn í ESB.


mbl.is Icesave hugsanlega frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að spara krónuna en kasta evrunni!

Eitt erfiðasta málið nú þegar aðildarumræður hafa verið samþykktar er að skipa þá nefnd sem á að ná "frábærum" samningi við Brussel.  Við höfum ekki glæsilega reynslu af erlendri samningagerð undanfarið, Icesave og skilanefndirnar eru nýjustu dæmin.  Vandamálið er að við erum að gera allt í fyrsta sinn en viðsemjendur okkar hafa áratuga reynslu. 

Það verður athyglisvert að fylgjast með þeim hrossakaupum sem munu eiga sér stað um nefndarmenn.  Allir flokkar vilja fá sína menn inn til að gæta flokkshagsmuna.  Þetta verður samansafn að pólitískum "lögreglumönnum" og embættismönnum úr ráðuneytunum.  Búast má við miklum deilum innbyrgðis innan íslensku nefndarinnar um öll helstu atriði og áherslur í samningsdrögunum. 

Hitt vandmálið er að Brussel hefur mikla og langa reynslu í að semja um inngöngu en Íslendingar enga.  Þessa ósymmetría í reynslu og þekkingu verður að laga.  Þeir einu sem virðast hafa áhuga á að hjálpa okkur og benda á sína reynslu eru Norðmenn.  En er þeim treystandi, hvers vegna vilja þeir koma að þessu ferli?  Til þess liggja tvær ástæður:

1.  Til að varna því að Ísland semji af sér um fiskveiðar í Norður Atlantshafi

2. Til að vernda norska hagsmuni

Það er deginum ljósara að hin íslenska samninganefnd þarf á góðum erlendum sérfræðingum að halda sem þekkja innviði ESB og hafa reynslu í svona samningaviðræðum.  Best væri að fá sérfræðinga frá fleiru en einu landi.  Einnig mætti hugsa sér að koma Brussel á óvart með því að fá topp samningamenn frá Bandaríkjunum sem hafa verið viðriðnir flókna viðskiptasamninga á milli ESB og USA.

Við megum ekki aftur falla í þá gryfju að spara krónuna og kasta evrunni þegar kemur að sérfræðingahjálp.


mbl.is Hefur ótvíræð áhrif í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband