ESB: Íslenskar undanþágur

Mikið er rætt um undanþágur sem aðrar þjóðir hafa fengið eða ekki fengið við inngöngu í ESB.  Vandamálið fyrir ESB er að þeir verða að gæta jafnræðis.  Reglan sem gengur út á sérstaka styrki fyrir lönd sem reka landbúnað fyrir norðan 62 breiddargráðu er fordæmi sem við eigum að nota okkur.

Við eigum einfaldlega að fá undanþágur á landbúnað og annað út á þá staðreynd að við erum eina landið sem liggur meir en 1000 km frá meginlandi Evrópu.  


mbl.is Landbúnaður ekki tryggður í ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að vera röklegt samhengi á milli forsendunnar og sérlausnarinnar.

Er hægt að fá einhverjar tilslakanir út á fjarlægð í öðrum málum en mögulega einhverju tengdu samgöngumálum? 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Röklega samhengið eru öryggismál.  Við eru svo langt í burtu að við verðum að vera eins sjálfbjarga um landbúnað eins og kostur er.  Þetta á við önnur mál.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Gleymdi einu í síðustu færslu.  ESB er nú ekki rökfastasta stofnun í heimi.  Pólitíkin á það til að reka rök út í haga.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 12:11

4 identicon

Íslenskur landbúnaður er mjög tæknivæddur og háður eldsneyti.

Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem ekki á strategískar olíubirgðir. Matvælaöryggisrökin á þeim forsendum að við séum einangruð hafa alltaf verið tómt bull (hinsvegar má færa fyrir því rök að æskilegt sé að verulegur hluti í kostnaðarmyndun á nauðsynjavörum sé innanlands en það hefur ekkert að gera með fjarlægðir).

Ég er sammála þér með það að ESB er ekki alltaf rökvís stofnun. Evrópudómstóllinn er það hinsvegar.

Það gleymist oft að embættismenn ESB eða aðildarríkja hafa ekki frítt spil þegar kemur að því að semja við aðildarríki. Þeir eru bundnir af grunnsáttmálum sambandsins og fordæmum (ATH. í þessu samhengi verður að árétta að það er mýta að sérlausnir séu skrifaðar inn í aðildarsamninga).

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:45

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Margt rétt sem þú bendir á.  Hins vegar eigum við ekki að gefast upp og verðum að  reyna að ná sem bestum samningi með því að hamra á sérstöðu landsins.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband