Hollendingar og Bretar samþykkja engar breytingar á Icesave!

Á forsíðu Financial Times í dag er því haldið fram að ef Íslendingar reyni að endursemja um Icesave stefni þeir stuðningi Hollendinga og Breta við ESB umsóknina í hættu.

"Another issue will be Iceland´s deal to reimburse billions in savings to UK and Dutch savers who lost money in Icelandic accounts.  The deal is unpopular among Icelanders, but any move to renegotiate the terms could jeopardise UK and Dutch support for EU membership." FT 17-07-09

Eins og málum er nú háttað er lítið annað en að samþykkja Icesave og taka samninginn upp við Evrópudómstólinn þegar við eru orðnir fullir meðlimir að ESB. Það verður hvort eð er ekkert farið að borga af þessu fyrr en við erum komnir inn í ESB.


mbl.is Icesave hugsanlega frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að grínast? Ekki líkurnar á því að við samþykkjum þennan nauðungarsamning, ef svo fer þá verður bylting.

Gulli (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Heimir Tómasson

OK. Svo það er mikilvægara að samþykkja samning sem kemur til með að uppræta þessar einu alvöru auðlindir sem við eigum til þess að borga það sem er þegar öllu er á botninn hvolft skammtíma greiðslur?

Mér finnst það vera rangt. Einhversstaðar verða peningarnir fyrir að koma frá og ekki koma þeir inn í þjóðarbúið á meðan Spænskir og Portúgalskir togarar moka fiskinum okkar upp.

Heimir Tómasson, 17.7.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Einhversstaðar verða peningarnir fyrir að koma frá og ekki koma þeir inn í þjóðarbúið á meðan Spænskir og Portúgalskir togarar moka fiskinum okkar upp."

Heimir. Það er algerlega ástæðulaust að óttast einhverja stóra flota skipa sem eru ekki til. Þessi lönd sem þú nefnir eiga tiltölulega fáa togara og enga í líkingu við okkar flota. Ég gæti trúað því að yfir helmingur af öllum hefðbundnum togurum í heiminum sem hannaðir eru fyrir botntroll séu íslenskir. Hins vegar eiga margar þjóðir öfluga flota af uppsjávarskipum líkt og við -en þeim er ekki beitt í bolfisk. Þá á Samherji líklega öflugasta uppsjávarflotann í Norður Atlandshafi sem gerður er út frá ströndum Afríku... og er væntanlega þá að ræna fátæka fólkið þar... athugaðu það Heimir. 

Veiði okkar Íslendinga er um 25% af heildar veiði innan ESB og er megnið af þeirra botnfisk tekið af minni bátum og því sem kallað er strandveiðifloti eða dagróðrabátar. Þeir fara væntanlega ekki að koma hingað, enda ekki með veiðireynslu og eiga því ekki kvóta. 

Það er nærtækara áður en almenningur fer að hafa miklar áhyggjur af því að einhverjir útlendingar fari að "stela" af okkur einhverjum tonnum af botnfiski, að hann beittir þér fyrir því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra yki heimildirnar fyrir næsta ár - í stað þess að minnka útflutningsverðmætið sem nemur 15 milljörðum. Þá bendir margt til þess að án nokkurrar áhættu mætti auka við heimildirnar sem nemur 60 milljörðum á ári - sem gæti gengið upp í Icesave. Þó svo færi að við yrðum að semja um einhver tonn við ESB fengjum við væntanlega eitthvað í staðinn - sem einnig gæti gengið upp í Icesave. Líkt og þegar við sömdum um EES á sínum tíma að þá létum við frá okkur 3 þúsund tonn af karfa. Að vísu er það þýsk útgerð í eigu íslendinga sem veitt hefur þennan karfakvóta síðustu ár  - en það er önnur saga.      

Atli Hermannsson., 17.7.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það væri nú gaman ef fólk færi að lifa í raunveruleikanum, í stað þess að lifa í einhverjum ímynduðum heimi með ímynduðum fiskiskipaflota Spánverja og Portúgala sem ætla að "moka upp" íslenskum fiski.

Þar fyrir utan vek ég athygli á orðinu "could" í fréttinni - setningin er sem sagt: "any move to renegotiate the terms COULD jeopardise UK and Dutch support for EU membership".

Tilraunir til að semja upp á nýtt GÆTU samkvæmt blaðinu sett stuðning Breta og Hollendinga við ESB aðild Íslendinga. Það er ekki fullyrt og bloggfærslan með fullyrðingu í fyrirsögn því í meira lagi villandi...

Svala Jónsdóttir, 17.7.2009 kl. 20:25

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

...sett stuðning Breta og Hollendinga í hættu, jafnvel. En gagnrýnin stendur.

Svala Jónsdóttir, 17.7.2009 kl. 20:25

6 identicon

Mér fyndist það skandall ef fjölmiðlar gera þeim ÞórSaari og Birgittu svo hátt  undir höfði að vitna í ummæli þeirra eftir síðustu uppákomu hjá þeim, hvað þá að hafa við þau viðtöl.

Ómerkilegri og tækifærissinnaðri lýðskrumarar hafa ekki sest á Alþingi lengi.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband