Framkvæmdavaldið setur óeðlilegan þrýsting á dómsvaldið

Það er með ólíkindum að embættismaður í fjármálaráðuneytinu skuldi vera kominn inn á verksvið dómsvaldsins með því að tjá sig um niðurstöður hugsanlegs dómsmáls.

Þetta er enn eitt dæmið um valdhroka framkvæmdavaldsins gagnvart dómstólum og grefur undan sjálfstæði dómstóla hér á landi.  Það er ekki sæmandi í siðmenntuðum lýðræðisríkjum að fulltrúar framkvæmdavaldsins setji óeðlilegan þrýsting á dómstóla. 

Það eru engar hliðstæðar uppákomur sem þessar í okkar nágrannalöndum.  Var það ekki einmitt Steingrímur J. sem sagði að við ættum að fara að haga okkur eins og best gerist á hinum Norðurlöndunum.  Hvernig væri að hann tæki fyrst til hjá sér?


mbl.is Segir neyðarlögin standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Kemur þetta nokkuð á óvart? Nei, því eins og þú segir réttilega "enn eitt dæmið um valdahroka". Það ljótasta var samt kúgunun sem Samfylkingin viðhafði gegn þingmönnum á fimmtudaginn.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, lýsir því hér. Allt það sem Nýja Ísland átti að standa fyrir gleymdist um leið og kjörstöðum var lokað að kvöldi 25. apríl.

Haraldur Hansson, 20.7.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband