Að segja hálfan sannleikann!

Fréttamennska af þessu samkomulagi við erlenda kröfuhafa sýnir hversu íslenskir blaðamenn eru langt á eftir starfsbræðrum þeirra erlendis.  Berið saman íslenskar fréttir af þessu og hina mjög svo athyglisverðu frétt í Financical Times sem birtist á forsíðu þeirra í dag:

"Iceland will announce on Monday a €1.5bn ($2.1bn, £1.3bn) recapitalisation of its banking sector and unveil a deal to hand control of two of the country’s healthy new banks to foreign creditors.

The steps mark an important milestone in efforts to rebuild Iceland’s shattered banks and reintegrate the north Atlantic island nation into the international financial system.

The government will issue bonds worth IKr270bn ($2.1bn) next month to three new banks set up last year after the country’s three main banks fell victim to the global credit crunch.

Creditors to the failed banks, will be offered equity stakes in two of the new banks as compensation for healthy assets that were salvaged from the ruins last October.

A provisional agreement was reached on Friday after weeks of difficult negotiations, clearing the way for the long-awaited recapitalisation, according to people involved in negotiations.

The deal is the latest in a series of steps aimed at restoring trust in Iceland’s financial system and stabilising its broader economy.

Last week, the Icelandic parliament voted to start negotiations to join the European Union.

In another breakthrough, the government last month agreed a deal to reimburse billions of pounds and euros lost by British and Dutch savers in Icelandic bank accounts.

Restructuring its banks, repaying creditors and stabilising its currency were all conditions of the $10bn rescue package granted to Iceland by the International Monetary Fund and European countries last year.

The capital injection to be announced by the government on Monday would increase the core tier one capital ratios of the new banks to about 12 per cent – in line with international standards.

Under the provisional deal, creditors to the failed banks will be offered controlling stakes in New Kaupthing Bank and Islandsbanki, which inherited the healthy assets of the failed Kaupthing and Glitnir banks, respectively.

The agreement was struck with the “resolution committees” set up by the government to unravel the failed banks but creditors were closely involved and are expected to give approval.

The deal would compensate creditors only for the assets transferred to the new banks, which represent just a fraction of the $60bn owed to foreign lenders. But it clears a crucial hurdle towards building a new bank system and starting the process of cleaning up bad assets in the failed banks.

“It was important that we reached an agreement with creditors rather than it ending up in litigation,” said an Icelandic official.

A formal deal has not yet been struck concerning assets taken from Landsbanki, the third failed bank, because its foreign entanglements – including heavy liabilities to the UK and Dutch governments – are the most complex. People familiar with negotiations said an outline deal was in place and would be finalised by the end of July.


mbl.is Glitnir eignast Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hélt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota í Okt í fyrra, hvernig getur gjaldþrota fyrirtæki eignast eitthvað, þetta er alveg hreint magnað fyrirbæri.

Sævar Einarsson, 20.7.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mikill var máttur þessara svokölluðu útrásar. Enginn átti greinilega neitt nema pennann til að skrifa undir "já og amen við öllu" í öllum viðskiptum. Það var kannski ekki undarlegt að þetta skyldi vaxa eins og gorkúla og enda í kjarnorkusprengingu.

Hvar var fjármálaeftirlitið? Þetta á að heita "worlds most regulated industry" þ.e. bankastarfssemi, en greinilega bara ekki á Íslandi

Svo virðast sömu starfsaðferðir heltaka ríkisstjórnina. Skrifa undir hvað sem er bara til að frá stundarfrið

Kveðjur

og takk fyrir færsluna Andri Geir

Gunnar Rögnvaldsson, 20.7.2009 kl. 10:00

3 identicon

Sæll Andri Geir

Ég er sammála þér um að íslenskir fjölmiðlamenn hafa ákaflega litla burði til að fjalla um hræringar á íslenska fjármálakerfinu en í þetta sinn sé ég ekki hvað er rangt við þennan fréttaflutning.  Frétt Financial Times er í takti við íslenskan fréttaflutning af þessum málum - þ.e. eins og hann var fyrir um viku síðan þar sem gert var ráð fyrir 270 milljarða innspýtingu endurfjármögnun ríkisins, væntanlega til að kaupa skuldabréf af gömlu bönkunum.  En hreyfingar undanfarna daga, sem mbl fréttin segir frá, gera það óþarft. Mér skylst að gamli Glitnir hafa ekki orðið formlega gjaldþrota hendur verið í greiðslustöðvun.  Nú hafa kröfuhafar afskrifað stóran hluta krafna sinna, eignast bankann og sameina nú gamla Glitni og nýja Íslandsbankann.  Úr verður sami banki og áður, nema hvað kröfuhafar eiga hann að fullu, að mestu sömu eignir og áður en minni skuldir.  25 milljarða innspýting ríkisins er "smyrsl" á sárin vegna neyðarlaganna sem mismunuðu íslenskum innistæðueigendum.  Ef nýju eigendunum tekst að koma bankanum aftur á flug eiga þeir möguleika á að fá mikið meira upp í kröfur sínar eftir nokkur ár en ef bankinn yrði einfaldlega gerður upp í þessu árferði.

Þessar hræringar vekja hins vegar upp spurningar um stöðu almennings á Íslandi sem eru með lán hjá bankanum en væntanlega verður enn erfiðara að fá skuldir feldar niður nú hjá hinum nýju eigendum.

Kv. BP

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

 Takk fyrir athugasemdirnar.  Já það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig tekið verður á skuldurum og sparifjáreigendum af hinum nýju eigendum.  Hvernig og hverjir skipa í ný bankaráð verður einnig athyglisvert.

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.7.2009 kl. 11:51

5 Smámynd: Kama Sutra

"...the country’s three main banks fell victim to the global credit crunch."

Vinsamlegt af þeim að orða þetta svona í stað þess að koma með napran sannleikann:  Íslensku bankarnir hrundu vegna glæpsamlegs athæfis íslenskra bankamanna og vanhæfni íslenskra stjórnmála- og embættismanna. 

Kama Sutra, 20.7.2009 kl. 13:01

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þýðir þetta ekki í raun og veru Andir Geir að við erum alfarið komin í erlenda eigu?

Arinbjörn Kúld, 20.7.2009 kl. 22:02

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ísland verður eins konar brúðuleikhús.  Við fáum að eiga brúðirnar en útlendingar halda í strengina.

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.7.2009 kl. 06:56

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ísland er núna orðið brúðuleikhús og reiðvöllur pólitískra hrossakaupmanna

Menn gætu litið til Eystrasaltslandanna, Austur Evrópu og El Salvador eftir dæmum um það hvernig samfélög verða þegar bankakerfi landa færist yfir á erlendar hendur. Þá er oft eini sparnaðurinn sem myndast í kerfinu þeir peningar sem vinnandi ættingar erlendis senda heim til atvinnulausu fjölskyldu sinnar. Mynd FT: Western European Ownership of Eastern European Banks

En eins og er þá eru bankakerfi þeirra nýmarkaðslanda sem eru í eigu þjóða sinna orðin NET LENDERS út til bankakerfis vesturlanda (lána út peninga til bankakerfis vesturlendinga), sem núna er á hausnum og í öndunarvél mömmu og vantar peninga. Já orðnir NET LENEDERS

Arðsömustu bankar heimsins er núna að finna í Afríku.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.7.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband