10.8.2009 | 20:57
Ætla VG þingmenn að skora sjálfsmark?
Ætla nokkrir VG þingmenn að kjósa með stjórnarandstöðunni gegn Icesave og þar með fella sína eigin stjórn til að hleypa stjórnarandstöðunni að?
Ef það gerist eru stærstar líkur á að við fáum ekkert betri samning en Svavars samninginn, en við fáum nýja ríkisstjórn og gamli Icesave fer í geng.
Eru þetta hagsmunir þeirra sem kusu VG?
![]() |
Ekki öll nótt úti enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 07:26
Alþingi: Að vinna með bundið fyrir augun
Hið tragikómíska sjónarspil heldur áfram á Alþingi. Þar hafa menn bundið fyrir augun og halda að það gefi þeim betri sýn á Icesave. Engin samstað er um framhaldið, hver höndin upp á móti annarri.
Engum dettur í hug að hringja í mótaðilana til að fá haldbærar upplýsingar um hvaða möguleikar eru í stöðunni. Svo vanir eru þingmenn að vinna einangraðir í sínum fílabeinsturni að þeim dettur ekki einu sinn í hug að taka upp tólið. Eða kann enginn nógu góða ensku til að gera sig skiljanlegan við erlenda aðila? Ekki segja mér að þetta sé íslensk feimni?
Hvað sem veldur, eru svona vinnubrögð ekki góð fyrirmynd fyrir næstu kynslóð. Hvar á hún að læra betri siði og vinnubrögð?
![]() |
Afstaða stjórnarandstöðu óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 15:32
Icesave: Að semja við sjálfan sig!
Hér situr fjárlaganefnd með sveittan skallann og semur viðauka við sjálfan sig. Vinnubrögðin við þennan samning eru með eindæmum. Svavar samdi án þess að hafa Alþingi með og nú endursemur Alþingi samninginn án þess að tala við mótaðilann. Hvar endar þessi vitleysa?
Þjóðin er skiljanlega á móti þessum samning en gerir sér ekki grein fyrir okkar veiku stöðu og heldur að við ráðum för og skipum Bretum og Hollendingu aftur að samningaborðinu.
Í fyrsta lagi, við hverja eiga Bretar og Hollendingar að semja? Hver er með samningsumboð Alþingis? Ef Íslendingar vilja endursemja hvað eru þeir tilbúnir að gefa á móti, styttri lánstíma og hærri vexti? Það er eðlileg krafa ef hinn aðilinn teflir fram lélegri veðum.
Væri ekki nær að einhver hringdi til Hague og London og ræddi hvernig landið lægi hjá mótaðilanum og hversu tilkippilegir þeir væru til slaka örlítið á sínum kröfum? Væri það ekki skynsamlegt í stað þess að vinna í einangrun og slengja fram einhverjum kröfum án þess að hafa hugmynd um hvort tekið verði í þær?
![]() |
Ræða breytingar á Icesave í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 23:34
Icesave: Að standa við sín orð
Ef Alþingi fer fram á að Icesave verði endurskoðað gerist það ekki af hálfu Breta á meðan rannsókn SFO á íslensku bönkunum stendur yfir.
Sú rannsókn gæti veikt okkar samningsstöðu og á meðan ríkir algjör óvissa um Icesave og uppbyggingu íslensk athafnalífs.
Hvað ef við fáum verri samning eftir endurskoðun sem við auðvita höfnum á ný og heimtum þá að þetta fari fyrir dóm sem við síðan töpum með skelfilegum afleiðingum. Halda menn að þá verði blómlegt að búa á Íslandi?
Fyrri ríkisstjórn og núverandi hafa báðar gefið út yfirlýsingar að ríkið sé ábyrgt fyrir Icesave greiðslunum. Samningar hafa náðst. Halda Alþingismenn virkilega að okkar besta útspil sé að hafna samninginum eða krefjast endurskoðunar í krafti fyrirvara? Hvað tekur þá við? Algjör óvissa. Bretar munu ekki ganga til samninga strax, af tveimur ástæðum: yfirstandandi SFO rannsóknar og óvissu um hver er með tryggt umboð til að semja fyrir hönd Íslands.
Ætla Alþingismenn þá að fara með þetta fyrir dóm. Hvaða dóm? Með yfirlýsingar frá tveimur ríkisstjórnum um skuldbindingar okkar gagnvart Icesave og samning í höndunum ætli mótaðilinn sé ekki með yfirgnæfandi stöðu fyrir fram hvaða dómara sem er.
Af hverju ekki að gera það sem heiðarlegast er og það er að samþykkja Icesave og reyna að standa við sín orð. Eru það ekki hagsmunir almennings?
8.8.2009 | 09:58
Viðskiptavinir borga brúsann alls staðar
Vaxtamunur bankanna er orðinn þrefalt það sem hann ætti að vera ef hér störfuðu öflugir og heilbrigðir bankar í samkeppni hver við annan.
Viðskiptavinir verða að borga brúsann fyrir bruðlið og óráðsíuna í bankakerfinu eins og alls staðar annars staðar í þjóðfélaginu. Tryggingar, sími, rafmang, hiti, sjónvarp, farmiðar, fatnaður og matvara er allt dýrara en þyrfti að vera vegna hárra skulda og lélegra stjórnunar.
Þar sem ríkið rekur alla bankanna er þessi vaxtamunur ekkert nema dulbúin skattlagning í formi einokunar verðlagningar.
Hinn nýi íslenski einokunartími virðist í uppsiglingu. Í þetta sinn eru það innlendir aðilar sem einoka á löndum sínum.
![]() |
Vaxtamunurinn eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 07:17
SFO rannsókn: Skilanefndir verða að víkja
Sú staðreynd að SFO, ein öflugasta og virtasta stofnun í Evrópu sem rannsakar efnahagsbrot, sé farin að rannsaka Kaupþing vegna þess að lánabókin lak út á netið er þvílík hneisa fyrir Ísland að hið hálfa væri nóg. Ekki vegna þess að SFO sé að rannsaka bankana heldur hvernig þessi rannsókn bar að.
Hvað var skilanefnd Kaupþins að gera? Hverra hagsmuna gætir hún? Hverjir hafa séð og vitað af þessari lánabók en þagað?
Að hvorki skilanefndin, saksóknari eða dómsmálaráðherra skuli hafa óskað eftir hjálp SFO eða látið þá fá téð gögn til skoðunar og umsagnar sýnir að hér er um vanhæfni, dómgreindarskort og/eða spillingu að ræða.
Hvaða einstaklingar vissu hvað var í þessari lánabók en þögðu? Þetta er stóra spurningin sem verður að svara.
Nú þegar SFO og Eva eru komin í þetta mál neyðast stjórnvöld til að grípa í taumana til að bjarga því litla sem bjargað verður af réttarfarslegu orðspori Íslendinga. Formaður skilanefndar Kaupþings verður að víkja strax og hinir nefndarmennirnir þar á eftir.
Að lokun segi ég eins og ég hef sagt frá byrjun og endurtekið í hverjum mánuði:
Óháða, erlenda fagmenn í íslenskar skilanefndir strax!7.8.2009 | 12:49
"Realpolitik"
Steingrímur á heiður skilið fyrir að styðja ESB og reyna að koma þessu hörmulega Icesave í höfn.
Hann glímir við raunveruleikann eins og hann er en ekki eins og fólk upp í sófa eða fyrir framan tölvuna sína vill eða heldur að hann sé.
Björgunaraðgerðum verður ekki stjórnað af hugsjón einni saman. Hér þarf að koma til" realpolitik" sem Steingrímur hefur þurft að grípa til.
Því miður hefur hann ekki verið eins góður í að útskýra fyrir almenningi hvers vegna það er nauðsynlegt að láta praktísk sjónarmið ráða og víkja vinsælum þjóðernishugsjónum til hliðar í bili.
![]() |
Vill ekki stríð við aðrar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 11:05
Óhæfar skilanefndir
Skilanefnd Hróarskeldubanka ætlar að ákæra fyrrum forstjóra bankans þótt hann haldi fram í fjölmiðlum þar að hann sé saklaus.
Þetta gæti aldrei gerst á Íslandi af þeirri einföldu ástæðu að íslenskar skilanefndir voru skipaðar af pólitískum öflum til að gæta hagsmuna sinna manna. Elítan hugsar fyrst um sig.
Er furða að útlendingar séu skeptískir á allt sem kemur frá Íslandi?
![]() |
Stjórnendur bankans ákærðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 07:35
Við hverja er verið að endursemja?
Ef Alþingi krefst endurbóta á samningnum og Hollendingar og Bretar segja að það sé búið að semja verður fyrsta spurning þeirra: við hverja sömdum við og við hverja eigum við að endursemja? Hver er með samningsumboð fyrir hönd Alþingis? Varla núverandi stjórn.
Hvers vegna ættu viðsemjendur okkar að fara að eyða tíma í nýjan samning þegar þeir eru ekki vissir um samningsumboðið. Hvernig ætlað Alþingi að sannfæra aljóðasamfélagið? Varla getur AGS tekið mikið mark á stjórn sem ekki hefur umboð þingsins.
Mjög óheppileg stjórnarkreppa er í uppsiglingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
![]() |
„Það er búið að semja!“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2009 | 21:50
Hlutafé í Icelandair - dulbúin skattlagning?
90% af öllum fjárfestingum í íslenskum hlutabréfum síðustu 30 árin hafa enda með ósköpum. Hinn almenni hluthafi hvort sem hann fjárfestir beint eða í gegnum sinn lífeyrissjóð hefur tapað.
Íslenski markaðurinn hefur reynst að mestum hluta til ein stór svikamilla til að koma fjármagni frá mörgum yfir á hendur fárra. Stjórnunarhæfileikar hafa oftast verið lítilfjörlegir og enginn í stjórn íslenskra hlutafélaga sitja sem óháðir stjórnarmenn til að gæta hagsmuna hins almenna hluthafa.
Til að bæta gráu ofan á svart, hefur flugfélagarekstur í gegnum tíðina aldrei sem heild skilað hagnaði. Einstaka félög eru rekin vel en heildin er alltaf í tapi. Það er því óskiljanlegt hverjir setja sína peninga í flugrekstur?
Íslenskir lífeyrissjóðir verða píndir til af pólitískum öflum til að taka þátt í þessu hlutabréfaútboði. Þetta er ekkert annað en dulbúin skattlagning á lífeyrissparnað landsmanna til að bæta félaginu þá sjóði sem "rýrnuðu" í tíð Hannesar Smárasonar.
![]() |
Heimild til að auka hlutafé Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |