SFO rannsókn: Skilanefndir verða að víkja

Sú staðreynd að SFO, ein öflugasta og virtasta stofnun í Evrópu sem rannsakar efnahagsbrot, sé farin að rannsaka Kaupþing vegna þess að lánabókin lak út á netið er þvílík hneisa fyrir Ísland að hið hálfa væri nóg.  Ekki vegna þess að SFO sé að rannsaka bankana heldur hvernig þessi rannsókn bar að.

Hvað var skilanefnd Kaupþins að gera?  Hverra hagsmuna gætir hún?  Hverjir hafa séð og vitað af þessari lánabók en þagað?

Að hvorki skilanefndin, saksóknari eða dómsmálaráðherra skuli hafa óskað eftir hjálp SFO eða látið þá fá téð gögn til skoðunar og umsagnar sýnir að hér er um vanhæfni, dómgreindarskort og/eða spillingu að ræða.

Hvaða einstaklingar vissu hvað var í þessari lánabók en þögðu? Þetta er stóra spurningin sem verður að svara.

Nú þegar SFO og Eva eru komin í þetta mál neyðast stjórnvöld til að grípa í taumana til að bjarga því litla sem bjargað verður af réttarfarslegu orðspori Íslendinga.  Formaður skilanefndar Kaupþings verður að víkja strax og hinir nefndarmennirnir þar á eftir.

Að lokun segi ég eins og ég hef sagt frá byrjun og endurtekið í hverjum mánuði: 

Óháða, erlenda fagmenn í íslenskar skilanefndir strax!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Andri.

Ísland er eitt alsherjar KAOS í einu og öllu. Það var GOTT að þessi skýrsla LAK út, hvað viðkemur spillingunni sem viðgekkst innan Bankans.

Það var slæmt að öðru leyti ,eins og þú minnist á.

Ég er ekki viss um að sannleikurinn hefði nokkurn tíman komið í ljós, ef henni  hefði ekki verið lekið.

Öll þessi leynd .....hvar sem hana ber niður, er uppfull af svikum og lygum !

Þetta er nú bara svona , í mínum augum og skilningi !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 08:13

2 identicon

Ég heyrði kvikmyndagerðarmann segja frá því að hann hafi spurt Björgólf Thor í viðtali hvort búið væri að spyrja hann um eitthvað. Nei, það hefur enginn haft samband við Björgólf Thor frá Íslandi. Engir rannsóknaraðilar haft samband. Við hverju er að búast þegar sama íslenska kerfið, og leyfði og hjálpaði þessum mönnum að ræna banka og sparifé útlendinga, á að rannsaka sjálft sig! Þetta er augljóst útlendingum núna að við erum skrælingjar og eigum ekkert í þetta. Hneisan er þetta samfélag sem enn í dag byggir á nepótisma og þráast við að breytast.

Svo heyrði ég sögu um að Evrópumálaráðherra Frakklands hefði komið hingað. Það fyrsta sem hann spurði um var:

spurning: Hvað er búið að handtaka marga?

svar: engan

spurning: Hvað er búið að frysta mikið af eignum?

svar: engar

spurning: af hverju ekki?

svar: af því við búum í réttarríki

spurning: nú?

Sigurlaug Ólöf (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 08:56

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sú staðreynd að SFO óskar eftir fundi með Evu en ekki íslenskum stjórnvöldum segir allt sem segja þarf um traust og trúverðugleika Íslendinga erlendis.

Nú hefst ferli hjá SFO og Evu sem íslensk stjórnvöld og hin pólitíska elíta ræður ekki við og getur ekki stjórnað.  Nú verður vandinn persónugerður og réttarríki keisarans sem er byggt að fyrirmynd HC Andersen verður afhjúpað sem það er - ekkert! 

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.8.2009 kl. 09:47

4 Smámynd: Kama Sutra

Það lítur helst út fyrir að skilanefndirnar séu í fullri vinnu við það eitt að reyna að halda lokinu á ormagryfjum bankanna svo óþverrinn flæði ekki út og verði almenn vitneskja - og enginn verði dreginn til ábyrgðar.  Gjörsamlega óhæft lið þarna.

Núna þurfum við nauðsynlega að fá leka úr lánabókum gamla Landsbankans og Glitni - sem skilanefndirnar liggja á eins og ormar á gulli.  Ormagryfjurnar þar eru örugglega engu minni en í Hlaupþingi.

Hefjumst svo handa við að persónugera hrunið!  Annars verður ekkert uppgjör hérna.

Kama Sutra, 9.8.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gæit ekki orðað þetta betur. Vona svo sannarlega að nú hefjist ferli sem stjórnvöld og elítan ráði ekki við.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.8.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband