15.8.2009 | 06:57
Icesave í höfn
Vonandi hefur nú náðst samstaða um Icesave sem Hollendingar og Bretar geta sætt sig við. Þá getur ríkisstjórnin og Alþingi farið að snúa sér að fjárlagafrumvarpi fyrir 2010 og endurreisn efnahagslífsins.
Fjárlagafrumvarpið verður erfitt þar sem ekki er hægt að fresta lengur miklum skattahækkunum og niðurskurði sem Ísland samþykkti í AGS prógramminu. Gott væri að menn gæfu sér tíma til að ræða og íhuga þessar aðhaldsaðgerðir vel og vandlega. Ríkisstjórnin gæti þurft að ná breiðri sáttu um þær eins og ESB og Icesave.
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 20:19
Fjármálastjórnun í ólestri hjá Skipti
Fjármagnskostnaður og afskriftir Skipta nema 6.3 ma kr eða yfir 30% af heildarsölu fyrirtækisins á fyrri hluta árs. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins er 4.2 ma kr sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti að dekka fjármagnskostnað og afskriftir og skila góðum hagnaði. Tapi skýrist varla af gengisþróun einni saman heldur miklu heldur af afleitri fjármálastjórnun og ofurskuldsetningu.
Ef fjármálastjórnun fyrirtækisins væri eins góð og almenn rekstrarstjórnun væri örugglega hægt að lækka símkostnað til almennings á þessum verstu tímum. Í staðinn er skuldinni skellt á efnahagsástandið og allra leiða verður nú leitað til að lækka rekstrarkostnað og hækka taxta og þjónustugjöld viðskiptavina. Allt til að borga skuldir óreiðumanna.
Ef almenningur er ekki tilbúinn til að axla skuldabyrði af Icesave vegna þess að hann stofnaði ekki til hennar af hverju borga menn þá möglunarlaust hækkaða taxta og þjónustugjöld út um allan bæ hjá ofurskuldsettum prívatfyrirtækjum? Þetta er ekkert nema dulbúin "Icesave" greiðsla á skuldum óreiðumanna? Er lógík í þessu?
![]() |
Tap Skipta nam 2,1 milljarði króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 06:55
Icesave = hernaðarútgjöld = 2.5%
Er ekki ágætt að sættast á 2.5% af landsframleiðslu sem greiðslu af Icesave? Það er sama tala og Bretar eyða í hernaðarútgjöld og þar sem við höfum ekki her og Icesave á að bjarga okkur frá efnahagshruni passar þetta vel í bókhaldið!
Bandaríkjamenn eyða um 4.5% af þjóðartekjum til hernaðar svo 3.5% talan rúmast innan hernaðarútgjaldarammans.
Vandamálið er að þessi útgjöld skapa ekki vinnu hér á landi nema að takmörkuðu leyti og fara ekki í framleiðslu hér. Kannski getum við reynt að fá Hollendinga og Breta til að "endurfjárfesta" hluta af þessu fjármagni í íslenskum atvinnurekstri.
Icesve yrði þá okkar "hernaðarútgjalda" póstur í ríkisbókhaldinu.
![]() |
Engar greiðslur án hagvaxtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2009 | 15:17
Loksins verkfræðingur til Landsvirkjunar
Loksins var ráðinn verkfræðingur í forstjórastöðu Landsvirkjunar og þar með fylgir Landsvirkjun flestum öðrum orkuframleiðslufyrirtækjum í Evrópu.
Ekki þekki ég Hörð en á pappírnum lítur hann vel út og virðist hæfur.
Þessi skipun mun styrkja Landsvirkjun á krítískum tímapunkti og róa marga erlenda fagfjárfesta. Ekki kæmi mér á óvart að sumir þeirra hafi beitt þrýstingi á stjórnvöld að ráða ekki gamlan pólitíkus í stöðuna. (Ætli einhver pólitískur gæðingur sitji ekki með sárt ennið núna?)
Næsta skref er að taka til í stjórn Landsvirkjunar og ráða þar inn nokkra erlenda fagaðila sbr. bloggfærslu mína frá 09.05.09
Hvað sem verður um Landsvirkjun í framtíðinni ættu stjórnvöld að skipa tvo erlenda stjórnarmenn í stjórn fyrirtækisins strax. Einn þarf að vera með reynslu og góð bankasambönd í fjármögnun raforkufyrirtækja og hinn með reynslu í einkavæðingu. (T.d. stjórnendur með reynslu frá Vattenfall eða Scottish Power).
Erlendir stjórnarmenn eru nauðsynlegir til að auka traust og trúverðugleika á fyrirtækinu erlendis. Það sem útlendingar hafa áhyggjur af eru íslenskir hagsmunaárekstrar, pólitík og smæð landsins. Þeir skilja ekki hvernig stjórn eingöngu skipuð Íslendingum geti verið óháð og sjálfstæð, sérstaklega þar sem hún er skipuð af ráðherra í ógagnsæu ferli.
![]() |
Draumastarf fyrir minn bakgrunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 09:21
Citibank skipað að ráða óháða sérfræðinga
Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur skipað Citibank að ráða utanaðkomandi mannauðsstjórnunarráðgjafa til að athuga hvort æðstu stjórnendur og bankaráð Citibanks hafa þá reynslu og þekkingu sem talin er nauðsynleg til að stýra bankanum og gæta hagsmuna skattgreiðenda.
Hér er bandaríska fjármálaeftirlitið langt á undan því íslenska. Ekki má einu sinn ræða hæfni og reynslu þeirra sem stýra bönkunum, skilanefndum eða fyrirtækjum í eigu ríkisins.
Mannauðsstjórnun hjá íslenska ríkinu er pólitísk. Þetta mun verða þjóðinni dýrkeypt og leiða til meira atvinnuleysis en ella, lægri lífskjara og skerts starfsframa fyrir þá hæfu en ópólitísku.
Því miður bendir fátt til að hér verði einhver breyting á, því enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur raunverulegar breytingar á starfsmannahaldi ríkisins á sinni stefnuskrá. Nýlega skipað bankaráð Seðlabankans staðfestir það.
![]() |
Rannsókn í samvinnu við SFO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.8.2009 | 06:52
Exista að blóðsjúga viðskiptavini Símans og VÍS?
Nýtt eignarhald er nauðsynlegt hjá Exista. Núverandi stjórnendur hafa hvorki traust né trúverðugleika til að stýra félaginu áfram.
Félagið er í rúst og að halda að besta stragegían sé að blóðsjúga viðskiptavini Símans og VÍS til að hámarka hagnað er ekkert nema ódýr afsökun hjá bakkabræðrum til að viðhalda völdum.
Fyrirtæki eins og Síminn sem er þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki verður að búa við eðlilega og sterka fjármagnsstöðu. Þar verður hlutfall á milli eigið fés og lánsfés að vera skynsamlegt og samkeppnishæft til að gæta hagsmuna allra aðila og þá sérstaklega almennings og viðskiptavina Símans.
Það er mikil hætta í því ástandi sem nú ríkir að óðeðlileg skuldastaða og óæskilegt eignarhald margra fyrirtækja verði til þess að vandanum verði velt yfir á viðskiptavini í formi uppsprengds verðs á þeim forsendum að nú þurfi að sýna hagnað til að borga skuldir. Þetta mun auðvita leiða til aukinnar verðbólgu og lífskjaraskerðingar.
Þegar til lengri tíma er litið munu þessi fyrirtæki einfaldlega lognast útaf. Þegar við erum komin inn í ESB mun erlend samkeppni aukast. Þá munu fyrirtæki koma inn á markaðinn sem eru með eðlilega efnahagsreikninga og því mjög samkeppnishæf við íslensk skuldafyrirtæki. Verð mun lækka og íslensku fyrirtækin fara í gjaldþrot eða verða keypt á slikk af erlendum keppinautum.
Framtíð skuldsettra íslenskrar fyrirtækja er ekki björt!
![]() |
„Knýja Exista í gjaldþrot“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2009 | 14:49
Aðalhagfræðingur ekki úr röðum kunningja og vina
Nú þegar staða aðalhagfræðings Seðlabankans er auglýst er mikilvægt að í hana veljist einstaklingur sem hefur óháða og sjálfstæða hugsun og er ekki úr vina-, flokks- og/eða kunningjahópi nýs Seðlabankastjóra eða bankaráðs.
Æskilegt er að þessi einstaklingur hafi ekki starfað í Seðlabankanum áður. Hér þarf einstakling sem getur komið inn með nýjar hugmyndir, ferska hugsun og aðra innsýn á hlutina en "gamla gengið"
Hvað hagfræðihugmyndir og kenningar varðar er einnig æskilegt að nýr hagfræðingur sé ekki á sömu bylgjulengd og nýr Seðlabankastjóri. Mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem gagnrýnin umræða er leyfð og studd af æðstu stjórn bankans. Þetta gerir auðvita meiri kröfur til stjórnunarhæfileika Seðlabankastjóra en þannig á það að vera.
![]() |
Staða aðalhagfræðings Seðlabankans auglýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2009 | 13:01
Rússar og Norðmenn slást um Ísland
Það er góð tímasetning á þessum fréttum um að Rússar og Norðmenn séu "áfjáðir" í að lána okkur peninga. Hér erum við í einu allsherjar skuldafeni með allt niður um okkur og allt í háalofti út af Icesave. Vinalaus þjóð sem vill ekki borga og er svekkt að nágrannaþjóðirnar skuli ekki fyrirgefa okkur allt okkar sukk og svínarí.
Nú virðist hins vegar rofa aðeins til, Norðmenn og Rússar hafa áhuga á að seilast hér til áhrifa og valda í krafti fjármagns sem við getum auðvita ekki lifað án. Tímasetning þeirra er óaðfinnanleg. Það verður gaman að sjá hvort hér er komin bakdyraleið út úr Icesave? Hver ætli bjóði betur?
En hvað vill rússneski björninn og norska tröllið hafa fyrir sinn snúð?
![]() |
Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2009 | 11:59
Hver heggur á hnútinn?
Icesave er of alvarlegt mál til að gera það persónulegt. Hér verða hagsmunir þjóðarinnar að ráða ferðinni. Vandamálið er að Icesave skuldbindingarnar eru þekktar en algjör óvissa ríkir um kostnaðinn við að fella samninginn. Hætta er á að við ofmetum hið þekkta og vanmetum óvissuna.
Greinilegt er að Bretar og Hollendingar eru ekki til viðræðna nú um neinar tilslakanir enda varla hægt að búast við því þegar ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar haggast ekki í sinni afstöðu. Hver stjórnar Íslandi hlýtur að vera spurning ofarlega í hugum margra.
Einhver verðu að höggva á þennan hnút. Eitt er víst, heildarkostnaðurinn við Icesave (beinn og óbeinn) eykst í hlutfalli við tímann sem líður.
![]() |
Ríkisstjórn á suðupunkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.8.2009 | 06:46
Fjármögnun íslenskra fyrirtækja í húfi
Flest íslensk fyrirtæki standa á brauðfótum og eru skuldug yfir fyrir haus. Gífurlegur fjöldi mun enda í gjaldþroti en við getum ekki sett öll okkar fyrirtæki á hausinn?
Málið er að þau fyrirtæki sem lifa þurfa endurfjármögnun, flest mikla 2010 og 2011 enda voru skammtímalán i tísku hér. Hin sem fara á hausinn verður annað hvort að loka eða "selja". Þau sem verða "seld" þurfa eigið fé.
Hvaðan á þetta fé að koma? Lánin eru að miklum hluta til í erlendum gjaldeyri og ekki höfum við hann til að greiða þessi lán upp og fara yfir í krónur? Því verðum við að endurfjármagna þetta í gjaldeyri. Hvaðan á hann að koma?
Eina vonin er að lánamarkaðir opnist og lánstraustið aukist því annars er annað bankahrun framundan og gjaldþrot enn fleiri fyrirtækja.
Vandamálið er að við höfum ekkert lánstraust erlendis og eini aðilinn sem getur skaffa fjármagn er AGS. AGS vinnur með fjármagnseigendum og það er þeirra mat að án gjaldeyrisvarasjóðs opnast ekki fyrir lánamarkaði. Auðvita er hart að þurfa að taka lán fyrir varasjóði en þeir sem stýrðu Seðlabananum í góðærinu sýndu ekki skilning á að byggja upp sjóð á þeim tíma og því erum við í þessari stöðu.
Við verðum að fást við raunveruleikann eins og hann er, sama hversu óréttlátur hann er. Gaman væri að heyra frá þessu hagfræðingum sem ekki vilja taka AGS lánin, hvernig eigi að endurfjármagna fyrirtæki landsins þar á meðal Landsvirkjun. Eigum við bara að láta slag standa og vona að þetta reddist og taka áhættuna að Landsvirkjun og orkuver landsins endi í höndum útlendinga ef allt fer á versta veg?
![]() |
Verulegur gjaldeyrisforði nauðsyn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |