Viðskiptavinir borga brúsann alls staðar

Vaxtamunur bankanna er orðinn þrefalt það sem hann ætti að vera ef hér störfuðu öflugir og heilbrigðir bankar í samkeppni hver við annan.

Viðskiptavinir verða að borga brúsann fyrir bruðlið og óráðsíuna í bankakerfinu eins og alls staðar annars staðar í þjóðfélaginu.  Tryggingar, sími, rafmang, hiti, sjónvarp, farmiðar, fatnaður og matvara er allt dýrara en þyrfti að vera vegna hárra skulda og lélegra stjórnunar.

Þar sem ríkið rekur alla bankanna er þessi vaxtamunur ekkert nema dulbúin skattlagning í formi einokunar verðlagningar.

Hinn nýi íslenski einokunartími virðist í uppsiglingu.  Í þetta sinn eru það innlendir aðilar sem einoka á löndum sínum.


mbl.is Vaxtamunurinn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú samt mjög vafasöm fullyrðing í fréttinni. Það er verið að bera saman verðhækkanir frá júli 2008 til júli 2009 og vextina sem eru í dag. Það sem þyrfti að gera til að sjá hinn raunverulega mun er að taka vextina á sama tímabili og verðhækkanirnar.

Tökum t.d. einstakling sem lagði inn 100.000 kr. 1. júlí 2009 og fékk 8% vexti sem borgaðir eru mánaðarlega og tók allan peninginn út 1. ágúst 2009, þ.e. lét peninginn vera inná reikningnum í 1 mánuð. Þegar hann tekur peninginn út þá fékk hann 100.000 kr. + 100.000 kr *0,08/12=667 kr. í vexti. Það er hann tók út 100.667 kr. út. (sem gera 0,67% ávöxtun á þessum mánuði).

Hækkun á vísitölu neysluverðs var á sama tíma 0,2%, svo þá má segja að þessi einstaklingur hafi verið á fá 0,47 prósentustiga ávöxtun umfram verðbólgu í júli.

Það sem þarf að gera til að fá raunverulegan vaxtamun er að bera saman hvaða ávöxtun einstaklingur fær á tímabilinu 1. ágúst 2008 til 31. júlí 2009 og svo ársverðbólguna.

BaldurM (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 12:13

2 identicon

Þetta er rétt hjá BaldriM. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,17% í júlí sem samsvarar rúmlega 2% ársverðbólgu. Í júlí gastu verið með spariféð þitt á óbundnum reikningi með 7,5% vöxtum. Það gerir rúmlega 5% jákvæðan vaxtamun.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég held að það sé einhver misskilningu hér á ferð.  Ég hef ef til vill ekki orðað þetta nógu nákvæmlega en þegar ég er að tala um vaxtamun er það vaxtamunur milli innláns og útlánsvaxta, sem er oft kallað (net spread) og fjármagnar starfsemi bankans.  Þessi munur er miklu hærri hér en ætti að vera.

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.8.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Djúpir eru vasar hins íslenska þræls.

Arinbjörn Kúld, 10.8.2009 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband