5.8.2009 | 21:18
SFO er ekki feitur heimilisköttur
SFO er ein virtasta stofnun í heimi hvað varðar rannsóknir á fjármálasvikum. Reynsla þeirra og þekking er einstök og þeirra sambönd og tengsl út um allan heim er það sem þarf til að rekja hugsanlegar vafasamar færslur.
Íslenskir útrásarvíkingar sem eru ekki með allt sitt á hreinu eiga að óttast SFO. FME og íslenskur saksóknari er sem feitur heimilisköttur í samanburði. Það sem skiptir máli er að erlendar bankastofnanir fylgjast grannt með störfum SFO og ef þeir eru á höttunum eftir ákveðum einstaklingum risikera bankar ekki að fá þá stofnun á móti sér. Engin íslensk pólitísk regnhlíf þar.
Það verður mjög erfitt fyrir þá Íslendinga sem eru undir smásjá SFO að leynast. Eitt er víst, þeir geta ekki búsett sig í London!
![]() |
Bresk bankarannsókn eðlileg og nauðsynleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 21:53
Hver hefur dæmt þjóðina til fátæktar?
Það voru íslenskir kjósendur sem kusu Davíð Oddsson. Hans stjórn færði óreiðumönnum gullegg þjóðarinnar á silfurfati. Sú "litla þúfa" hefur velt þungu hlassi sem nú dæmir þjóðina til fátæktar, atvinnuleysis og landflótta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur byrjuðu leikinn og Samfylkingin og Vinstri Grænir enda hann. Frá upphafi til enda er þetta ein sorgarsaga, eitt allsherjar klúður þar sem vanþekking, reynsluleysi og spilling hafa á ótrúlega skömmum gjörsamlega rústað íslensku hagkerfi og fært auð landsins frá heildinni í nútíð og framtíð yfir á hendur örfárra einstaklinga.
Hinir gömlu fjórflokkar hafa sýnt og sannað að þeir ráða ekki við það verkefni að stýra og stjórna landinu á sama grundvelli og hin Norðurlöndin. Við erum einfaldlega of fá til að ráða við svona flókið kerfi.
Lexían fyrir ESB, er að aðildarríki með færri íbúa en 1,000,000 verða að fá sérstaka stjórnsýslu hjálp, og aðstoð þar sem óeðlileg tengsl geta mismunað hinum almenna borgara. Vonandi mun íslenska aðildarnefndin hafa þá visku að biðja ESB um hjálp þar sem hjálpar er þörf.
![]() |
Samningurinn dæmir okkur til fátæktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 07:00
Bankastjóra ber að segja af sér
Bankastjóri sem fer fram á lögbann og síðan fellur frá því nokkrum dögum síðar, annað hvort sýnir dómgreindarskort eða nýtur ekki trausts sinna eigenda. Hvernig getur svona maður notið traust sinna viðskiptavina? Hvernig eiga menn að vita hvort tekið sé á þeirra málum rétt og faglega ef þeir þurfa að óttast að ákvarðanir bankans veðri snúið við eftir nokkra daga?
Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir þann glundroða, stjórnleysi, vanhæfni og þekkingarleysi á Íslandi í dag. Enn eitt klúðrið þar sem enginn ber persónulega ábyrgð.
Að gleyma að setja í stöðumæli er mun alvarlegra brot á Íslandi en vítavert gáleysi í starfi. Hversu lengi geta svona vinnubrögð viðgengist? Heldur fólk virkilega að þetta sé besta leiðin til að koma okkur úr þessum vanda.
Þegar skilanefndir voru skipaðar skrifaði ég strax í október um þau mistök að skipa ekki faglega og óháða erlenda aðila í þessar nefndir. Í staðinn var skipað eftir pólitísku litrófi sem hefur haft afleiðingar sem fáir gera sér grein fyrir því þeim er haldið kyrfilega leyndum. Hins vegar þarf ekki annað en að líta til Icesave samnings Svavars til að gera sér örlitla grein fyrir því hvað gæti verið í gangi hjá þessum pólitísku skilanefndum.
![]() |
Falla frá lögbanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 22:17
Hvers vegna er Eva hér?
Væri þörf á Evu hér ef Björn Bjarnarson hefði aldrei verið dómsmálaráðherra?
Þeir sem voru í brúnni þegar þjóðarskútunni var siglt í strand ættu ekki að krítisera björgunaraðgerðir.
Ef þeir hefðu staðið sig í stykkinu væri ekki þörf á neinum aðgerðum!
Að Björn skuli nú vera farinn að nota Evu í sínu pólitíska "comeback" er fyrir neðan allar hellur.
![]() |
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 08:45
Bretar borga 75,000 kr á mann
Breski tryggingarsjóðurinn hefur nú borgað sem samsvarar 75,000 kr á mann í Bretlandi til innistæðueigenda, mest vegna falls íslensku bankanna.
Ef við borguðum það sama per höfðatölu eins og Bretar væri þetta um 24 ma kr.
![]() |
21 milljarður punda greiddur út vegna fallinna banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 08:38
Verslunarmenn í vanda
Í dag er frídagur verslunarmanna og útlitið fyrir þá stóru stétt er svart.
Skuldum vafðar verslanir og keðjur sem haldið er gangandi af fjármagnslausu bankakerfi væri nógu slæmt ef kúnninn væri ekki rúinn inn að skinni og gjaldmiðilinn hruninn.
Það versla ekki margir annað en allra brýnustu nauðsynir þegar stærsti hluti tekna fer í borga síhækkandi skatta og skuldir.
Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að verslunarhúsnæði hér á landi sé um helmingi og stórt miðað við núverandi aðstæður. Hvers lengi er hægt að þrauka? Margir munu halda sér gangandi til jóla en í janúar má búast við að margar verslanir loki.
Því miður er margir að halda upp á sinn síðasta frídag sem meðlimir stéttarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2009 | 13:55
Dómstólar ákvarða hvað er löglegt
Það er dómstóla að ákvarða hvort lánveitingar íslensku bankanna varða við lög eða ekki. Hvers vegna eru þessi mál ekki komið á borð saksóknara svo hægt sé að útkljá þau á þann eina og rétta hátt?
Stjórnir gömlu bankanna og lánanefndir þeirra þurfa að koma fyrir dóm og svara þessum ásökunum. Annað er ekki sæmandi réttarríki.
Hitt er svo annað mál að setja verður stjórnarhætti íslenskra hlutafélaga í lög þar sem stjórnarmenn eru gerðir persónulega ábyrgir sýni þeir vítavert gáleysi í störfum. Stjórnarhættir á Íslandi geta ekki verið leiðbeinandi þeir verða að hafa lagalega stoð til að vernda hinn almenna hluthafa. Þetta er nauðsynlegt skilyrði fyrir endurreisn íslenska hlutabréfamarkaðsins.
![]() |
Hreiðar Már segir lánin lögleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 09:23
Leiðtoginn Eva Joly
Eva fyllir hið mikla leiðtogatómarúm á Íslandi. Enginn íslenskur stjórnmálamaður kemst með tærnar þar sem Eva er með hælana. Í augum þjóðarinnar eru allir Alþingismenn þunnur þrettándi hjá Evu. Hvers vegna? Eigum við engan leiðtoga sem hafa kjark og þor? Eða erum við að uppskera eins og við sáðum í hverju prófkjöri eftir öðru þar sem meðalmennskan og lágkúran var við völd.
Það þarf konu eins og Evu til að halda spegli upp að þjóðinni og sýna henni svart á hvítu hversu skelfileg mistök kjósendur hafa gert, trekk í trekk í vali sínu á stjórnmálamönnum.
Eva kennir okkur hvernig stjórnmálaleiðtogar eiga að tala sínu máli. Hún felur sig ekki á bak við embættismenn og prótókoll heldur kemur beint fram og talar á skýran og skilmerkilegan hátt. En hún er aðeins að gera það sem íslenskir stjórnmálamenn hefðu átt að gera strax í október og síðan í hverjum mánuði eftir það.
Þjóðin kallar á sterkan og öflugan leiðtoga sem ekki aðeins getur náð til kjósenda heldur einnig talað málstað landsins erlendis á yfirvegaðan og hrokalausan hátt.
En er lausnin að kasta íslenskum valdsmönnum á Sorpu og fara að dansa í kringum Evu? Freistandi og skiljanlegt en ekki framtíðarlausn. Það er hættulegt að gera sér of miklar væntingar til einnar persónu sérstakleg þegar sú persóna er hér aðeins um stundarsakir.
Eva er ekki sá leiðtogi en leitin verður að hefjast nú. Eitt er víst, sá einstaklingur finnst ekki á Alþingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.8.2009 | 18:51
Til að hylja eigin vanhæfni
Kaupþing biðst ekki afsökunar á eigin mistökum og vanhæfni, ekki neinar skýringar til hluthafa eða almennings. Það eina sem þeir gera er að biðja um lögbann til að hylja eigin vanhæfni og vítavert gáleysi. Þetta er Ísland í dag.
Nú hlaupa pólitískir dómstólar til og veita lögbann til að hylja vafasama slóð bankamanna og þeirra stjórnmálafylgisveina.
Svei og skömm.
![]() |
Kaupþing fer fram á lögbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 16:19
Forkastanleg vinnubrögð
Þeir einstaklingar sem samþykktu þetta lán innan Landsbankans til Jóns Ásgeirs án þessa að taka veð í eigninni hafa sýnt vítavert gáleysi í starfi. Þeir hafa ekki gert skyldu sína og varið hagsmuni hins almenna hluthafa.
Í flestum löndum væru þeir dregnir fyrir dóm, dæmdir í fangelsi eða fjársektir og mættu aldrei að starfa innan fjármálageirans eða að sitja í stjórn fyrirtækja.
Vonandi er að mál þessara aðila komi á borð hjá Evu Joly.
![]() |
Tók engin veð vegna lúxusíbúðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |