Fjármálastjórnun í ólestri hjá Skipti

Fjármagnskostnaður og afskriftir Skipta nema 6.3 ma kr eða yfir 30% af heildarsölu fyrirtækisins á fyrri hluta árs.  Rekstrarhagnaður fyrirtækisins er 4.2 ma kr sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti að dekka fjármagnskostnað og afskriftir og skila góðum hagnaði. Tapi skýrist varla af gengisþróun einni saman heldur miklu heldur af afleitri fjármálastjórnun og ofurskuldsetningu. 

Ef fjármálastjórnun fyrirtækisins væri eins góð og almenn rekstrarstjórnun væri örugglega hægt að lækka símkostnað til almennings á þessum verstu tímum.  Í staðinn er skuldinni skellt á efnahagsástandið og allra leiða verður nú leitað til að lækka rekstrarkostnað og hækka taxta og þjónustugjöld viðskiptavina.  Allt til að borga skuldir óreiðumanna.  

Ef almenningur er ekki tilbúinn til að axla skuldabyrði af Icesave vegna þess að hann stofnaði ekki til hennar af hverju borga menn þá möglunarlaust hækkaða taxta og þjónustugjöld út um allan bæ hjá ofurskuldsettum prívatfyrirtækjum? Þetta er ekkert nema dulbúin "Icesave" greiðsla á skuldum óreiðumanna?  Er lógík í þessu?


mbl.is Tap Skipta nam 2,1 milljarði króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband