2.9.2009 | 16:07
Skynsamleg ályktun Sjómannafélagsins
Það er alveg rétt hjá Sjómannafélaginu að stjórn lífeyrissjóðanna á að vera ákvörðun sjóðsfélaga og sjóðsfélaga einna. Þar verður að halda atvinnurekendum og stjórnvöldum frá.
Einnig er skynsamlegt að vara við að setja öll fjárfestingaregg lífeyrissjóðanna í eina körfu. Þar með fara allt of mikil völd á hendur fárra manna og hvaða menn hér á landi hafa reynslu og þekkingu í svo viðamikið starf?
Lífeyrissjóðirnir eiga að fá erlenda hjálp til að marka óháða fjárfestingarstefnu sem tekur markmið af hagsmunum sjóðsfélaga.
![]() |
Menn fara best með eigið fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 14:19
Ganga bankar að veðum í húseignum?
Hvernig á að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum? Þetta er spurningin sem hefur tekið næstum ár að svara!
Við eru komi í eins konar hring eftir næstum 40 ár. Fyrir um 40 árum brunnu lán upp í verðbólgu og þannig eignaðist fólk húsnæði sem það annars hefði aldrei getað eignast, svo framalega sem það gat fengið lán. Svo kom verðtryggingin sem átti að taka fyrir þennan mismun en sem nú virðist ætla að enda í hliðstæðum mismun.
Í gamla dag var það oft pólitísk ákvörðun hverjir fengu lán og nú lítur út fyrir að það sama verði upp á teningnum hvað varðar skuldaniðurfellingu.
Þegar lánin verða leiðrétt hvernig verður það gert og hjá hverjum? Verður gengið að veðum og munu bankar eignast hlut í húseignum sem samsvarar niðurfellingu á höfuðstól? Verður fólk krafið leigu af þeim hlut?
Eitt er víst að lán til íbúðarkaupa verða næstum ófáanleg í framtíðinni nema hjá íbúðarlánasjóði. Lán frá bönkum verða dýr og aðeins á færi þeirra sem geta lagt fram traust veð og góða greiðslugetu. Þetta þýðir auðvita að verð á einbýlishúsum mun hrynja og við förum í gamla kerfið þar sem ekkert einbýlishús fór yfir 20 milljónir. Þessi tala í dag er líklega um 40 milljónir. Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem vilja minnka við sig en að sama skapi betri fyrir þá sem þurfa að stækka við sig á næstu árum.
Þegar litið verður til baka mun sjást að það voru tvö tímabil þar sem fólk gat eignast húsnæði langt yfir greiðslugetu, um 1970 í verðbólgunni og svo 2007 fyrir hrunið. Þeir sem tóku mesta áhættuna og höfðu bestu samböndin munu standa uppi með stærstu og fínustu húsin!
Að vera varkár og spara hefur aldrei borgað sig á Íslandi!
![]() |
Ekki nóg að gert til að mæta greiðsluvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2009 | 11:42
OECD: Minningargrein um íslenskan bankarekstur
OECD eins og svo margir aðrir, benda ríkisstjórninni á að fá erlenda fagaðila til að hjálpa við endurreisn efnahagskerfisins sem hafi orðið fyrir meiri áföllum en annars staðra í heiminum öfugt við það sem sumir íslenskir stjórnmálamenn halda fram.
Íslenska fjármálakerfið er svo laskað og gjörsamlega rúið öllu trausti og trúverðugleika að það verður aðeins endurreist með hjálp erlendra banka og Seðlabanka Evrópu.
Í raun má túlka þessa skýrslu sem ákveðna minningargrein um íslenskt bankakerfi, Seðlabanka Íslands og krónuna. Í augum margra útlendinga er sjálfstæðum bankarekstri Íslendinga lokið.
![]() |
OECD: Svigrúm til niðurskurðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 07:59
Toyota í eigu hryðjuverkasamtaka?
"Toyota in terrorist ownership!" Þetta er fyrirsögnin sem Toyota óttast af bresku slúðurblöðunum.
Að skilanefnd Landsbankans skuli halda að Toyota taki í mál að blanda sínu alþjóðavörumerki við hryðjuverkamerki Landsbankans sínir skilningsleysi og skort á markaðsreynslu.
Það er engin framtíð fyrir Landsbankann, hann er búinn að vera og besta að loka honum eins fljótt og hægt er. Hryðjuverkalögin munu alltaf fylgja honum. Google mun sjá um það.
![]() |
Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 15:02
Beðið eftir áliti AGS á Icesave?
Ætli Bretar og Hollendingar hafi ekki beðið AGS, svona bak við tjöldin, að veita þeim umsögn um fjárhagslega stöðu landsins áður en þeir ákveða hvort þeir gangi að viðaukum Alþingis.
Hlutverk AGS virðist orði þríþætt hér á landi:
1. Lánveitandi
2. Fjárhaldsaðili ríkissjóðs og Seðlabanka
3. Þjóðhagsstofnum sem miðlar óháðum hagfræðiupplýsingum
Á Íslandi er jú engin pólitísk óháð stofnun sem getur gefið sjálfstætt hagfræðiálit á stöðu landsins eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.
Svo má jú bæta við að AGS er notaður sem ákveðinn pólitískur afruglari af erlendum ríkisstjórnum sem ekki snerta á neinu íslensku fyrr en AGS hefur veitt sína blessun.
![]() |
Hóflega bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2009 | 07:05
Einkaspítali fyrir Íslendinga
Það er orðið löngu tímabært að reisa einkaspítala á Íslandi. Þetta er mikið réttindamál fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk sérstaklega þegar þjónusta ríkisspítalanna er og verður miskunnarlaust skorin niður.
Sjúklingar eiga að hafa val. Það er ekkert sem segir að sjúkratryggingar á Íslandi geti ekki borgað fyrir Íslendinga á þessum nýja spítala. Enda held ég að þær munu nú neyðast til þess þegar allir bestu bæklunarlæknar og hjúkrunarfólk er komið yfir á nýja spítalann þar sem aðbúnaður og laun verða miklu betri. Ríkisspítalarnir munu alls ekki anna eftirspurn eftir bæklunaraðgerðum með því starfsfólki sem eftir verður að ekki sé talaðu um gæði þeirrar þjónustu eða tíðni mistaka sem mun auðveldar verður þá að bera saman við hinn nýja spítala.
Að halda því fram að sjúklingar verði eingöngu erlendir, sýnir að hér er enn eitt íslenska dæmið um mismunu á þjónustu eftir þjóðerni, nokkuð sem íslenskir pólitíkusar virðast "stoltir" yfir en gengur þvert á mannréttindasáttmála Evrópu.
Nei, það verður ekki hægt að stoppa íslenska sjúklinga sem hafa peninga til leggjast inn á þetta sjúkrahús. Löggjöf ESB og Evrópudómstólinn munu vernda neytendur hér á landi gagnvart axasköftum íslenskra stjórnvalda þegar við inngöngu í ESB.
Svo er spurningin hvernig það muni ganga að markaðssetja spítala sem mismunar sjúklingum eftir þjóðerni?
![]() |
Stefna að byggingu einkaspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.8.2009 | 20:40
Erlendir fagaðilar rúlla upp íslenskum flokksmönnum - eina ferðina enn!
Hvert klúðrið rekur annað hér á landi um þessar mundir en öll hafa þau það sameiginlegt að erlendir fagaðilar rúlla upp vanhæfum og barnalegum íslenskum stjórnmálamönnum og pólitískum leppum þeirra.
Flokksskírteini fjórflokkanna virðist vera helsti "gæðastimpill" stjórnvalda til að senda fólk í samningagerð við erlenda fagaðila. Vankantar á þessu kerfi eiga að vera öllum ljósir en samt er ekkert gert. Hvers vegna?
Skilanefndir, bankaráð, stjórnir ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja eru öll pólitísk skipuð. Sitja þar hæfustu og bestu synir og dætur þessa lands til að gæta hagsmuna komandi kynslóða? Hversu margir geta svarað þeirri spurningu hiklaust játandi?
Hefur Icesave málið ekkert kennt þessari þjóð? Ef ekki, þá er framtíð þessa lands varla björt. Þá munu þúsundir flýja þetta land ekki vegna þess að þar séu ekki gullin tækifæri heldur vegna óþolandi pólitískrar spillingar og lágkúru.
![]() |
Tilboðið óhagstætt fyrir OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2009 | 15:10
Gömlum stjórnarháttum viðhaldið hjá Geysi
Á aðalfundi Geysis Green Energy á að viðhalda gömlum útrásarháttum. Allt gengur út á að tryggja völd og hagsmuni. Bankaráðin eru jú pólitísk svo það er það eina sem þau kunna.
Væri nú ekki skynsamlegra að ráða 2 óháða stjórnarmenn sem hafa engin tengsl við hluthafa. Faglega aðila sem geta gætt hagsmuna almennings, starfsmanna og annarra aðila sem GGE hefur tengsl við.
Er ekki komin nóg reynsla af gömlu stjórnarháttunum sem byggjast á að gæta hagsmuna meirihlutaklíkunnar á kostnað almennings.
Ætli faglegir og óháðir stjórnarmenn séu ekki hæfari til að sýra GGE en íslenskir aðilar sem hafa flokksskírteinið í lagi?
![]() |
Vilja fjóra menn í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2009 | 07:34
Fleiri látast af læknamistökum en í umferðarslysum!
Margar þjóðir þar á meðal Bretar hafa komist að því að fleiri látast af læknamistökum en í umferðarslysum. Þetta er óhugnanleg tölfræði sem fáir vilja hugsa um hvað þá ræða.
Það er ekkert sem bendir til að þessi tölfræði eigi ekki við á Íslandi. Við erum mjög framarlega í fyrirbyggjandi aðgerðum og rannsóknum á umferðarslysum? En hvernig ætli staðan sé um læknamistök? Hver rannsakar þau og hver hefur eftirlit með þeim sem eru þar ábyrgir?
Landlæknir á að fylgjast með þessu, ekki satt? Hvernig gerir hann það? Eftir hvaða ferli er farið þar? Getur sú vinna talist óháð og sjálfstæð þegar læknar rannsaka sjálfa sig, samanber mannréttindadóm sem Ísland tapaði ekki fyrir svo löngu? Hver hefur eftirlit með Landlækni og hans störfum og skýrslum?
Er ekki kominn tími á að óháðir erlendir fagaðilar taki út störf Landlæknis?
![]() |
Sakar Landspítala um mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 06:40
Kerfið er að gefa sig
Það er æ betur að koma í ljós að Ísland hagar sér nú eins og gjaldþrota ríki.
Fyrirtækin eru flest í gjaldþroti eða biðja um nauðasamninga.
Almenningur getur ekki lengur staðið undir lánum og byrjað er að tala um að fella niður höfuðstól lána hjá þeim.
Boginn er spenntur upp í topp hjá ríkinu með Icesave samkomulaginu.
Á sama tíma reynir Seðlabankinn í örvæntingu að viðhalda gjaldmiðlinum og vernda hagi fjármagnseigenda.
Gríðarleg spenna hefur myndast milli fjármagnseigenda og skuldara. Skuldarar heimta að þeir standi jafnfætis fjármagnseigendum sem er skiljanlegt en ómögulegt að framfylgja í réttarríki með stjórnarskrá sem verndar eignarréttinn.
Margir halda að við getum fellt allar skuldir niður en samt átt allar okkar auðlindir, hús, bíla og fyrirtæki. Við segjum bara, þetta var allt í plati, glæpamenn skrifuðu undir, ekki þjóðin.
Við hrópum en hlustar einhver utan landsteinanna?
![]() |
Ræddu um að hækka vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |