Erlendir fagaðilar rúlla upp íslenskum flokksmönnum - eina ferðina enn!

Hvert klúðrið rekur annað hér á landi um þessar mundir en öll hafa þau það sameiginlegt að erlendir fagaðilar rúlla upp vanhæfum og barnalegum íslenskum stjórnmálamönnum og pólitískum leppum þeirra.

Flokksskírteini fjórflokkanna virðist vera helsti "gæðastimpill" stjórnvalda til að senda fólk í samningagerð við erlenda fagaðila.  Vankantar á þessu kerfi eiga að vera öllum ljósir en samt er ekkert gert.  Hvers vegna?

Skilanefndir, bankaráð, stjórnir ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja eru öll pólitísk skipuð.  Sitja þar hæfustu og bestu synir og dætur þessa lands til að gæta hagsmuna komandi kynslóða?  Hversu margir geta svarað þeirri spurningu hiklaust játandi?  

Hefur Icesave málið ekkert kennt þessari þjóð?  Ef ekki, þá er framtíð þessa lands varla björt.  Þá munu þúsundir flýja þetta land ekki vegna þess að þar séu ekki gullin tækifæri heldur vegna óþolandi pólitískrar spillingar og lágkúru.


mbl.is Tilboðið óhagstætt fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðlaugur Sverrir, sagði aðspurður um gæði samningsins: "Einhvern tíman verður að ljúka málum". Rétt einsog Icesave-sinnar sögðu allan tíman.

Doddi D (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ótrúlegt að menn skuli vinna svona. Láta minnihlutann í stjórn veitunnar fá klukkutíma til að kynna sér samninginn.

Hvað bull er í gangi?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.9.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú þegar menn eru farnir að selja útlendingum auðlindir þjóðarinnar á slikk, stórtapa í raun á sölu þeirra þá kristallast sem aldrei fyrr hve dauðsjúkt þetta samfélag okkar er.

Ótrúlegt er að sveitarstjórnarmenn í Hafnarfirði og Reykjavík skuli ekki hafa geta leyst þetta mál sín á milli.

Þetta eru ekki menn mikilla sæva.

Ótrúlegt var að sjá auðlindasölumennina í sjónvarpsviðtölum áðan. Þeir gátu ekki haldið aftur af brosinu þegar þeir sögðu "helvítið hann Steingrímur var ekki nógu snöggur" ha ha ha.

Vera þessara manna í stjórnmálum snýst greinilega ekki um að láta gott af sér leiða heldur ota sínum tota og reyna að koma höggi á einhvern pólitískan andstæðing og þá skiptir engu máli þó menn selji í þeim tilgangi lífbjörg heillar þjóðar fyrir slikk.

Mér gjörsamlega ofbýður hvernig fulltrúar Sjálfstæðismanna og Framsóknar eru að haga sér í málefnum þessara orkufyrirtækja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.9.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik, takk fyrir innlitið.  Það er hörmulegt að þurfa að horfa á þetta trekk í trekk þegar hagsmunum almennings er fórnað fyrir hagsmuni illrar upplýstrar pólitískrar elítu sem enn er í afneitun og hefur enga sjálfsþekkingu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.9.2009 kl. 06:28

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta endar með hreinum ósköpum er ég hræddur um. Niðurkurðurinn, flölda gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja, mannvonska lánakerfisins og fjölda atvinnuleysi kallar á róttækar aðgerðir almennings að lokum. Hvar verðum við þá?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.9.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband