Einkaspítali fyrir Íslendinga

Það er orðið löngu tímabært að reisa einkaspítala á Íslandi.  Þetta er mikið réttindamál fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk sérstaklega þegar þjónusta ríkisspítalanna er og verður miskunnarlaust skorin niður.

Sjúklingar eiga að hafa val.  Það er ekkert sem segir að sjúkratryggingar á Íslandi geti ekki borgað fyrir Íslendinga á þessum nýja spítala.  Enda held ég að þær munu nú neyðast til þess þegar allir bestu bæklunarlæknar og hjúkrunarfólk er komið yfir á nýja spítalann þar sem aðbúnaður og laun verða miklu betri.  Ríkisspítalarnir munu alls ekki anna eftirspurn eftir bæklunaraðgerðum með því starfsfólki sem eftir verður að ekki sé talaðu um gæði þeirrar þjónustu eða tíðni mistaka sem mun auðveldar verður þá að bera saman við hinn nýja spítala.

Að halda því fram að sjúklingar verði eingöngu erlendir, sýnir að hér er enn eitt íslenska dæmið um mismunu á þjónustu eftir þjóðerni, nokkuð sem íslenskir pólitíkusar virðast "stoltir" yfir en gengur þvert á mannréttindasáttmála Evrópu.

Nei, það verður ekki hægt að stoppa íslenska sjúklinga sem hafa peninga til leggjast inn á þetta sjúkrahús.  Löggjöf ESB og Evrópudómstólinn munu vernda neytendur hér á landi gagnvart axasköftum íslenskra stjórnvalda þegar við inngöngu í ESB. 

Svo er spurningin hvernig það muni ganga að markaðssetja spítala sem mismunar sjúklingum eftir þjóðerni?

 

 


mbl.is Stefna að byggingu einkaspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Andri, þessir aðilar sem ætla að byggja einkasjúkrahús ætla ekki að mismuna heldur mismunar Íslenska löggjöfin þeim. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að banna stofnun einkasjúkrahúss fyrir útlendinga vegna EES samningsins og íslenskra laga. Enda engin ástæða til. Hins vegar er alveg fáránlegt að í krafti íslenskra laga er heilbrigðisstarfsfólki bannað að selja þjónustu sína fullu verði til Íslenskra einstaklinga heldur verður að fara gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Þessi pólitíska andúð hefur þannig mismunað öfugt við það sem almennt gerist. Ef þú ert einyrki sem byggir húsþök skiptir þig miklu máli að geta keypt þér mjaðmaaðgerð til þess að flýta fyrir og lágmarka skaðann á atvinnustarfsemi þína og lífskjör en þú mátt það ekki. Heldur verður þú að bíða í röðinni eftir samfélagslegri niðurgreiddri þjónustu þar sem margir á undan þér eru á örorkubótum og fá áfram sínar tekjur inn um lúguna og hafa því engan skaða af biðinni aðrar en sömu kvalir og þú. Nei þá verður þú að fara t.d. til Danmerkur þar sem þú getur keypt aðgerðina á einkasjúkrahúsi en þú mátt ekki eyða peningunum þínum hér. Þetta er vegna ramakveins sumra sem telja að þú sért að skjóta þér framfyrir í biðröð sem þú ert ekki einu sinni í.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.9.2009 kl. 07:29

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þessi pistill hér að ofan sýnir, svo ekki verður um villst, að próf i verkfræði forðar mönnum ekki frá því að gera sig bera að þvættingi og illa grunduðu rugli.

,,Sjúklingar eiga að hafa val." Þvílíku endemis innantómur frasi. 

Jóhannes Ragnarsson, 1.9.2009 kl. 07:34

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Adda,

Takk fyrir innlitið og athugasemdina.  Svona lög standast engan vegin löggjöf ESB, siðareglur lækna eða almenn mannréttindi.  Það hafa nokkur mál fallið hjá Evrópudómstólnum um að sjúklingar eigi rétt á þjónustu í öðru ESB landi ef þeir fá ekki tímanlega þjónustu í sínu eigin landi.  Þeir sem ákveða hvað er "tímanlegt" eru þeir sérfræðingar sem annast sjúklinginn en ekki embættismenn.  

Jóhannes, ég skil vel að þessi "frasi" fari í taugarnar á sumum en það er nú einu sinni þannig að flestir sem hafa búið erlendis og þurft að fara á spítala og fengið að velja skurðlækninn sinn og spítalann eftir faglegri tölfræði og ábendingum finnst sjálfsagt að sjúklingar hafi val þegar kemur að meðferð.  Hvers vegna má ég ekki velja á hvaða spítala ég fer eins og ég get valið á hvaða verkstæði ég fer með bílinn minn?

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.9.2009 kl. 08:00

4 identicon

Sæll Andri Heilbrigðisþjónustun er frábrugðin t.d bílaviðgerðum í grundvallaratriðum.  Bara til að nefna eitt eða tvö atriði:  Það velur enginn að verða veikur, og sá verður veikur hefur í mörgum tilfellum ekkert val þó það sýnist svo á yfirborðinu. Segjum t.d. að barn veikist alvarlega, og foreldri þarf að velja um að fara til góða dýra læknisins eða þess lélega /ódýra (einfölduð mynd ég veit).  Er þetta raunverulegt val ?  Þegar um heilsu fólks er að ræða velur fólk það alltaf það besta sem það hefur völ á. Einhver gæti sagt að tryggingar gætu greitt fyrir einkavædd sjúkrahús líka, en þá spyr ég , til hvers að vera að þessu?  Einni tilgangurinn sem ég sé með einkavæðingu væri ef menn teldu að heilbrigðisþjónusta ættiað fara eftir greiðslugetu.  Það er ekkert sem bendir til þess að einarekstur í heilbrigðskerfinu sé hagkvæmari en ríkisrekstur.  Þú segir það sjálfur, það eiga að vera betri laun, betri aðbúnaður....  hvað á vera ódýrara?  Og ekki segja að menn hugsi betur um eigið fé en annara.  Ef bankahrunið hefur kennt okkur e-ð er það að sú fullyrðing er röng.

Guðmundur (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:00

5 identicon

Eftir að hafa kynnst "valfrjálsu" kerfi í USA þar sem þeim efnaminni er vísað inn um "Berklainnganginn" hjá niðurgreiddri opinberu heilsugæslu myndi ég aldrei mæla með þeirri leið.

Þeir efnaminni hafa aldrei þetta val.

TH (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:17

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Það er rétt að í mörgum tilvikum hefur fólk ekkert val eins og t.d. í hjartaáfalli en í bæklunaraðgerðum og oft í krabbameinsmeðferð hafa sjúklingar val.  Þess vegna er boðið upp á viðbótarsjúkratryggingar í flestöllum löndum og prívatspítala.

Þetta er ekki svo mikið vandamál ef ríkisspítalarnir veita fullkomna og bestu þjónustu sem völ er á en þegar kemur að niðurskurði þá vandast málið.

Gott dæmi er frá Bretlandi þar sem nokkrar konur fengu ekki nýjustu krabbameinslyf við brjóstakrabba vegna þess að klínískar leiðbeiningar hjá ríkisspítölunum (frá NICE) töldu ekki sannað að þau væru peninganna virði þó mælt væri með þeim í klínískum leiðbeiningu í öðrum ESB löndum og prívat spítölum.  Konunum var sagt að það væri ekki hægt að blanda saman ríkismeðferð og einkameðferð, þær yrðu að velja þar á milli.  Þær gátu ekki borga fulla meðferð á einkaspítala en höfðu efni á þessu nýja lyfi.  Þetta varð blaðamál og lögfræðingar töldu að hér væri verið að brjóta á almennum mannréttindum kvennanna.  Áður en þetta mál kom fyrir dóm breyttu bresk heilbrigðisyfirvöld reglunum til að konurnar fengju þá meðferð sem prívat læknar töldu besta.

Á Íslandi er engin umræða um þessi nýju krabbameinslyf vegna þess að þau eru skömmtuð af einni nefnd og þar er farið eftir klínískum leiðbeiningum sem byggja á að ná sem mestum sparnaði í kerfinu.  Skammturinn getur kostað milljónir á ári fyrir hvern sjúkling svo þú getur ímyndað þér hvort þetta verður ekki skorið niður.  Aðeins útvaldir og þeir með sambönd munu fá þessi lyf á Íslandi. 

Og þá hafa íslenskir sjúklingar ekkert val nema þeir sem hafa efni á að kaupa og fá þessi lyf erlendis frá.   Er það ekki tvöfalt kerfi?  Bara vegna þess að heilbrigðiskostnaður margra Íslendinga er borgaður með VISA erlendis og kemur þar með ekki fram í innlendri tölfræði þýðir ekki að hann sé ekki til staðar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.9.2009 kl. 09:23

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

TH

Bandaríkin eins og Ísland bjóða ekki upp á bæði ríkiskerfi og einkakerfi eins og er boðið upp á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi osfrv.  

Viðmiðunin á að vera ESB en ekki Bandaríkin þó það eigi sjálfsagt eftir að breytast þar með Obama.

Franska kerfið er mjög áhugavert en þar eru sjúkratryggingarnar á vegum ríkisins en spítalarnir eru flestir reknir af góðgerðastofnunum og  einkaaðilum undir eftirliti ríkisins.  90% af Frökkum kaupa sér svo aukatryggingu til að borga þjónustugjöld,  lyf og meðferðir sem ríkið  borgar ekki að fullu.  Frakkar telja það til almennra mannréttinda að fá að velja á hvaða spítala þeir leggjast.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.9.2009 kl. 09:34

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Guðmundur og TH. Það sem skortir í umræðuna um einkarekstur vs. opinberan rekstur er að í stað þess að benda ávallt á hið ómarkvissa og óhemju lélega Bandaríska kerfi sem einkenni einkarekstrar þarf líka að kynna fólki að markvissustu og hagkvæmustu heilbrigðiskerfi í heimi eru líka einkarekin s.s. í Taiwan t.d.

Flestar rannsóknir hafa leitt í ljós að einkarekstur er hagkvæmari í flestum tilfellum en alls ekki öllum. ´Gróflegur samanburður á mismun markvissra einkarekinna kerfa og ómarkvissra leiðir í ljós að reglugerðir og eftirlit er aðal atriðið þ.e. markvissustu kerfin hafa að leiðarljósi að samfélagið fái að mjóta arðsins af grunnþjónustunni sem mest en eigendur af umframgetunni og valaðgerðum.

Mín skoðun er sú, og ég hef skoðað þetta mjög ítarlega, er að ekki eigi að skipta máli hvor reksturinn verði ofan á heldur eigi sömu lög og eftirlit að gilda um bæði.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.9.2009 kl. 05:43

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Andri Geir þetta á eftir að verða skondið. Íslensk einkasjúkrahús munu gera út á ESB sjúklinga sem vilja ekki bíða og munu koma hingað til þess að fá aðgerðina og fá hana greidda upp að kostnaði í heimalandinu eða að hámarki þess kostnaðar sem þær kosta hér (sem er mun lægri upphæð). Þess í stað munu Íslenskir sjúklingar sem ekki vilja bíða eða ekki hafa efni á því streyma til landa ESB og fara í aðgerðir þar og eiga heimtingu á að fá þær greiddar upp að kostnaði hér sem er mun lægri og þurfa þess í stað að borga viðbót (smkvt. ESB reglugerð sem að öllum líkindum tekur gildi 2011).

Ég er sammála þér að þetta er arfavitlaust og Ögmundur verður að aflétta þessu banni. Sérstaklega nú þegar ríkið dregur saman kaup á þjónustu frá heilbrigðisstarfsfólki um leið og það lækkar niðurgreiðslu hlutfall. Þannig lokar ríkið bæði fyrir mat og súrefni til starfsgreina og bitnar þetta mest á einkarekstri sem er bannað að selja öðrum þjónustu sína. Þetta getur ekki staðist ESB lög eða alþjóðalög.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.9.2009 kl. 05:51

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Adda, Takk fyrir málefnalegar athugasemdir.  Almennt er kerfum skipt upp í eftir hver borgar og hver veitir þjónustuna.  Á Íslandi sér ríkið bæði um trygginguna og þjónustuna og bannar einkakerfi. Ég veit um ekkert nágrannaland sem hefur þetta kerfi.  Mjög hæpið er að þetta standist almenn mannréttindi sérstaklega þegar ríkið byrjar að skera niður þjónustu. Innganga inn í ESB verður mikið réttindamál fyrir íslenska sjúklinga sem þá geta sótt um þjónustu í öðrum ESB ríkjum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.9.2009 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband