Fleiri látast af læknamistökum en í umferðarslysum!

Margar þjóðir þar á meðal Bretar hafa komist að því að fleiri látast af læknamistökum en í umferðarslysum.  Þetta er óhugnanleg tölfræði sem fáir vilja hugsa um hvað þá ræða.

Það er ekkert sem bendir til að þessi tölfræði eigi ekki við á Íslandi.  Við erum mjög framarlega í  fyrirbyggjandi aðgerðum og rannsóknum á umferðarslysum?  En hvernig ætli staðan sé um læknamistök?  Hver rannsakar þau og hver hefur eftirlit með þeim sem eru þar ábyrgir?

Landlæknir á að fylgjast með þessu, ekki satt?  Hvernig gerir hann það?  Eftir hvaða ferli er farið þar?  Getur sú vinna talist óháð og sjálfstæð þegar læknar rannsaka sjálfa sig, samanber mannréttindadóm sem Ísland tapaði ekki fyrir svo löngu?  Hver hefur eftirlit með Landlækni og hans störfum og skýrslum?

Er ekki kominn tími á að óháðir erlendir fagaðilar taki út störf Landlæknis?


mbl.is Sakar Landspítala um mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

This reminds me of something Katrín Jakobsdóttir said in an interview with her Friday night, that her father once reassured her about flying by telling her how much more likely he was to die driving to the airport.

Lissy (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 08:31

2 identicon

Þú veist að landlæknir er talsmaður Guðs á Íslandi? Valdið sem sá maður hefur er óhuggulegt.

Lundi (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband