Ný strategía á Morgunblaðinu?

Sú frétt birtist í dag á Eyjunni að Davíð Oddsson sé orðaður við ritstjórnarstól Morgunblaðsins.  Auðvita geta blaðamenn Morgunblaðsins ekki tjáð sig um þetta fyrr en eigendur þeirra gefa þeim grænt ljós. 

Ef Davíð tekur upp stöðu ritstjóra á Morgunblaðinu er hér horfið aftur í tímann þegar gömlu flokksblöðin voru við líði.  Morgunblaðið verður þá aftur flokksblað Sjálfstæðisflokksins.  Þetta er auðvita ákvörðun eigenda blaðsins en spurningar vakna um hvernig og hver eigi að fjármagna Morgunblaðið í framtíðinni.  

Dagblaðarekstur er í járnum í flestum löndum og erfitt er að sjá hvernig Davíð muni auka sölu blaðsins eða gera það eftirsóknara fyrir auglýsendur.   

Svo verður frábært að fylgjast með hvernig Morgunblaðið muni taka á rannsóknarskýrslu um hrunið seinna í haust ef Davíð verður ritstjóri.

Eitt er víst, að með Davíð við stjórn á Morgunblaðinu og Jón Ásgeir togandi í spottana hjá Fréttablaðinu munu vefmiðlar og RÚV styrkjast og dafna.


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS 60% verri en EB!

Kröfur AGS í ríkisfjármálum Íslands eru 60% verri en hjá nágrönnum okkar innan EB.  Það er athyglisvert að skoða fjárlagafrumvörp Svía og Íra fyrir 2010 en bæði löndin eru innan EB og þurfa að halda sér innan Maastricht ramma EB þegar kemur að ríkisfjármálum. 

EB miðar við að lönd nái halla niður í 3% en ekki 0% og auk þess gefur EB aðildarríkjum mun rýmri tíma til að ná niður hallanum.  Hallahraðinn hjá EB, ef svo má komast að orði, er 2.5% á ári miðað við 4% hjá AGS sem er 60% meiri hraði.

Það hafa flestir hagfræðingar sagt að ómögulegt sé að hafa stjórn á og standa vörð um velferðakerfið á þessum "ólöglega" hraða AGS.

Hver ætlar að stíga á bremsuna hér!

 

 


mbl.is Fjárlagafrumvarp gegn atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaspítali er eina raunhæfa lausnin!

Ef Ögmundur getur ekki rekið St. Jósefsspítala verður að breyta honum í einkaspítala og standa vörð um þá þekkingu og tæki sem þarna eru og hugsa fyrst og fremst um heilsu og velferð almennings en ekki úrelta hugmyndafræði.

Við verðum að viðurkenna þann sára sannleika að ríkið getur ekki lengur haldið uppi almennri heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða eins og hún tíðkaðist hér á árum áður.  Sá tími er liðinn og mun varla koma aftur í tíð núverandi kynslóðar.  

Það verður að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni sjúklinga þó það þýði að sumir þeirra verði að kaupa sér prívattryggingar og borga úr eigin vasa.  Almenningur er hvort eð er vanur að borga fyrir aðgang að heilbrigðisþjónustu og hefur lítið val þar um.

Þetta snýst ekki aðeins um peninga heldur hugmyndafræði sem brátt fer að kosta mannslíf.


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave pólitík bremsar alla endurreisn

Lágt gengi og háir vextir stöðva alla uppbyggingu hér á landi og hafa sent efnahagslífið í djúpfrysti. Stýrivextir Seðlabankans stýra engu nema frostinu í kistunni.

Lykilinn að þeirri frystikistu er lausn á hinni hápólitísku Icesave deilu.  Við komust ekki út úr þessari kreppu nema með erlendri hjálp en hún fæst ekki nema með laun á Icesave.

Nýrómantísk þjóðernislausn þar sem við neitum að borga Icesave, sendum AGS og EB heim og tökum völdin í okkar eigin hendi er falleg og lokkandi en því miður alls endis óraunveruleg.

Því lengur sem Icesave dregst á langinn því lengur mun taka að afþýða efnahaginn hér.

 

 

 


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave apinn á herðum íslenskra stjórnvalda!

Í engilsaxnesku máli er stundum talað um "monkey on your back" þegar aðilar lenda í erfiðum samningagerðum eða verkefnum.  Ein strategían er að koma apanum strax af sér og yfir á herðar andstæðingsins svo öll spjót standi á honum.

Icesave deilan er gott dæmi um ójafnan apaleik.  Bretar og Hollendingar geta haft sinn apa inn í lokuðum fundarherbergum en á Íslandi leikur apinn lausum hala og stekkur á milli herða íslenskra ráðherra öllum til mikillar hrellingar.

Nú bíða allir spenntir yfir hvernig Íslendingar koma apanum aftur yfir á herðar Breta og Hollendinga.

mccain-monkey-on-his-back_911609.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræði Dominique Strauss-Kahns og stjórnar IMF

Töf á afgreiðslu lána til Íslands frá AGS er orðin hin vandræðislegasta fyrir AGS og stjórn hennar.  Það er greinilegt að búið er að draga AGS inn í hápólitíska deilu sem stofnunni veit hvorki hvernig á að taka á eða útskýra. 

Þessi staða stefnir sjálfstæði stofnunnar í hættu og er dregur úr trúverðugleika hennar.  Það er ótækt að einstaka ríki (Bretar og Hollendingar) misnoti AGS til að þrýsta á um aðgerðir í málum sem koma stofnuninni ekki beint við.  Þessu verður að mótmæla kröftuglega.

Íslensk stjórnvöld eiga að taka þetta upp við Japani og Bandaríkjamenn, þær þjóðir sem eru okkur vinveittar og hafa völd í stjórn sjóðsins.


mbl.is Farið verði fram á skýringar AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt apartheid

Þjóðin er á fleygiferð inn í heimatilbúið "apartheid" þar sem tveir hópar byggja landið sem fá mismunandi fyrirgreiðslu.

Fyrstur er forréttindahópurinn sem fékk lán, oft án veða, í gegnum eignarhaldsfélög.  Þessi hópur ber enga persónulega ábyrgð á sínum lánum og er með allt sitt á hreinu.  Bankar og pólitískar skilanefndir setja þennan hóp í forgang enda er pólitísk og lagalega staða þessa hóps gulltryggð.  "100% löglegt en 100% siðlaust" er mottó þessa hóps sem hneykslast og hótar lögsóknum ef hinn hópurinn svo mikið sem andar á þessa elítu.

Undirmálshópurinn í íslensku samfélagi er síðan sá hópur sem neyddist til að taka lán út á persónulegar ábyrgðir og þurfa að borga sínar skuldir.  Þessi hópur hefur ekki sömu lagalegu eða pólitísku stöðu og hinn hópurinn. 

Að fá að taka lán í gegnum eignarhaldsfélög án veða eru forréttindi og gríðarlega verðmæt skattfrjáls hlunnindi.  Staðið verður vörð um þessi hlunnindi sem ekki verða skattlögð, heldur verður skattur hækkaður á allan almenning til að vernda elítuna.

Er von að útlendingar og erlendar stofnanir hristi hausinn og haldi sér frá Íslandi!

 


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfni eða huggulegheit í Seðlabankanum?

Þegar staða aðalhagfræðings Seðlabankans var auglýst skrifaði ég:

Nú þegar staða aðalhagfræðings Seðlabankans er auglýst er mikilvægt að í hana veljist einstaklingur sem hefur óháða og sjálfstæða hugsun og er ekki úr vina-, flokks- og/eða kunningjahópi nýs Seðlabankastjóra eða bankaráðs. 

Æskilegt er að þessi einstaklingur hafi ekki starfað í Seðlabankanum áður.  Hér þarf einstakling sem getur komið inn með nýjar hugmyndir, ferska hugsun og aðra innsýn á hlutina en "gamla gengið"

Hvað hagfræðihugmyndir og kenningar varðar er einnig æskilegt að nýr hagfræðingur sé ekki á sömu bylgjulengd og nýr Seðlabankastjóri.  Mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem gagnrýnin umræða er leyfð og studd af æðstu stjórn bankans.  Þetta gerir auðvita meiri kröfur til stjórnunarhæfileika Seðlabankastjóra en þannig á það að vera.

Að hæfnisráð skuli hafa verið einróma í sínu álit á umsækjendum er áhyggjuefni og bendir til að heilbrigð gagnrýnin hugsun eigi ekki upp á pallborðið í Seðlabankanum nú frekar en fyrr. Hins vegar má búast við að andrúmsloftið á kaffistofu Seðlabankans verði þægilegt og huggulegt!


mbl.is Þórarinn ráðinn aðalhagfræðingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lekaviðgerðir Seðlabankastjóra - en hvar lekur?

Hinn nýi Seðlabankastjóri er farinn í stríð, hann segir: "Það er því hættuspil að brjóta reglurnar.“

Hvað á Seðlabankastjóri við hér? Hver er að brjóta reglurnar? Eru það stærstu fyrirtæki landsins? Eða er þetta dulbúin pilla á eigið bankaráð, sem virðist ekki alveg vera á sömu blaðsíðu og Seðlabankastjóri. Og hvaða hættuspil er hann að tala um hér?

Eitt má ekki gleymast og það er að fyrirtæki sem starfa mest í útflutningi á þjónustu hafa mörg hvert val.  Þau geta oft á einfaldan hátt flutt sig úr landi þar sem þeim er tekið með opnum örmum en ekki hótunum.

Þegar sett er fyrir einn leka byrjar yfirleitt að leka annars staðar - gjaldeyrisleki getur breyst í fyrirtækjaleka úr landi.

 


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfar skilanefndir kynda undir skattahækkunum og niðurskurði.

Það er æ betur að koma i ljós hversu misráðið það var að skipa innlenda pólitíska aðila í skilanefndir bankanna en ekki erlenda fagaðila.  Það er enn óskiljanlegra hvers vegna ný ríkisstjórn VG og S hefur ekki haft getu eða þor til að tilnefna nýa og óháða menn í stað þeirra sem ríkisstjórn Geirs Haarde skipaði.

Þessi mistök við gjaldþrot Landsbankans í Lúxemborg eiga eftir að kosta skattgreiðendur mikið og geta gert útslagið um hvort eignir Landsbankans dugi upp í Icesave.  700 m evrur er enginn smápeningur og í raun miklu mikilvægari en þeir viðaukar sem Alþingi afgreiddi nýlega. 

Nei, íslenska flokksskírteinið er enginn trygging fyrir gæðum eða þekkingu.  Hvað er þjóðin tilbúin að borga mikla skatta og þola mikinn niðurskurð til að halda pólitískri elítu í störfum sem hún veldur ekki?


mbl.is Vill fund um Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband