4.10.2009 | 21:35
FT: AGS gagnrýndur fyrir að vera of pólitískur og undir hæl EB!
Það eru fleiri en Íslendingar sem halda því fram að AGS sé of pólitískur og undir hæl EB. Nýleg grein um þetta á vefsíður Financial Times ræðir stöðu AGS við ýmsa fjármálasérfræðinga, þar á meðal David Lubin sérfræðing hjá Citigroup í London, sem segir eftirfarandi um AGS og Lettland:
By allowing a European country leeway, he said, the impression given was "not of an International Monetary Fund but a Euro-Atlantic Monetary Fund". Mr Lubin said the IMF appeared influenced by the EU, which provided 42 per cent of the total package lent to Latvia and wanted to avoid a devaluation.
Stauss-Kahn þarf að halda betur á spilum en hann ætlar að koma áætlun sinn í framkvæmd um að breyta og upphefja sjóðinn í eins konar súper seðlabanka fyrir þjóðir heims. Fyrst þarf hann að sanna að sjóðurinn vinni eftir sjálfstæðum og óháðum vinnubrögðum.
4.10.2009 | 20:05
Úlfur, úlfur eina ferðin enn
Jæja, þá er komið að Steingrími að leika þennan Rússaleik með lánsloforðin sem koma og fara, þótt þetta sé ekki eins dramatískt og hjá Davíð í minnisverðu viðtali við Bloomberg sjónvarpsstöðina fyrir um ári síðan.
Eru ekki búnar að vera linnulausar samningaviðræður við Rússa um þetta lán í heilt ár? Er þetta að verða eins og Icesave klúðrið eða eru Rússar að spila með Íslendinga?
Eigum við reyndan og hæfan mannskap í allar þessar viðræður út um allt og sem engan enda virðast taka?
Ég get ekki séð að það verði hægt að spara mikið í fjármálaráðuneytinu eða utanríkisráðuneytinu á næsta ári.
![]() |
Ekkert samkomulag um Rússalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2009 | 14:53
Dýr tryggingarvíxill - hver er að gera hverjum greiða?
Þetta svokallaða "lán" frá Pólverjum er ekkert nema dýr tryggingarvíxill sem mun kosta okkur 500 m á ári í vaxtaálag. Fréttamenn setja þetta vaxtaálag upp eins og þetta séu þeir vextir sem við borum af láninu en því fer fjarri. Það er mjög ámælisvert hvernig íslensk stjórnvöld stilla þessu fram og gefa landsmönnum ekki fulla sýn á þetta lán.
Við erum látin nota þetta lán til að kaupa pólsk ríkisskuldabréf í zloty, sem gefa okkur líklega 5% vexti. Við þurfum að borga 2% álag ofan á þetta fyrir það eitt að halda þessum bréfum eða um 7%. Það eru ekki margir fjárfestar sem mundu taka þátt í svona dæmi og í raun sýnir þetta hversu hræðileg fjárhagsleg staða og lánstraust landsins er um þessar mundir.
Auðvita eru Pólverjar að gera okkur greiða hér en við endurgjöldum líka þann greiða með því að kaupa pólsk ríkisskuldabréf sem ekki eru mjög vinsæl um þessar mundir eins og þessi nýlega frétt frá Bloomberg ber með sér:
Sept. 10 (Bloomberg) -- Investors should sell Polish government bonds because of a very dangerous fiscal outlook for the country, BNP Paribas SA said.
Hver eru vaxtakjörin á þessum pólsku ríkisskuldabréfum? Höfum við leyfi til að selja þessi bréf ef við þurfum gjaldeyri til að kaupa lyf og aðföng? Hvað gerist ef annað hvort Ísland eða Pólland lendir í greiðsluerfiðleikum? Hver eru afföll af samsvarandi bréfum á opnum markaði?
Þessi tryggingarvíxill á að gera okkur auðveldara að nálgast raunveruleg lán á alþjóðalánamörkuðum til að endurfjármagna lán og fá ný lán til uppbyggingar. T.d. mun þetta auðvelda Landsvirkjun að endurfjármagna sín lán. Þá er rétt að líta á vaxtakjör hjá Landsvirkjum sem X+2% +Y% þar sem X eru vaxtakjör í endurfjármögnuninni og 2% eru vextirnir á tryggingarvíxlinum og Y% er affallsstuðull þar sem pólsku ríkisskuldabréfin seljast með miklum afföllum og eru því ekki af sömu gæðum og t.d. norsk ríkisskuldabréf.
Það er alveg ljóst að þjóðarbúið verður sligaða af vaxtakostnaði næstu 20 árin.
Framtíðin eru skattar og vaxtagjöld!
![]() |
Búið að staðfesta pólska lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2009 | 19:59
Icesave grefur undan áformum Strauss-Kahn
Vonandi er að íslenska sendinefndin í Istanbúl kynni sér áform Strauss-Kahn um framtíð AGS. Hann vill upphefja stofnunina og gera AGS að eins konar allsherjar tryggingarstofnun og lánveitanda til þrautar fyrir þjóðir heims. Þjóðir eiga ekki að þurfa að byggja upp óeðlilega háa gjaldeyrisvarasjóði heldur eiga þær að leita til AGS ef í harðbakkann slær. Eða eins og heimasíða IMF hefur eftir Strauss-Kahn:
The lack of an adequate insurance facility for the global economy has led many emerging markets to self-insure by building excessively large buffers of foreign reserves and created dynamics that have contributed to ever-widening global imbalances, with damaging consequences for the sustainability of economic growth and the stability of the international monetary system. The IMF has the potential to serve as an effective and reliable provider of such insurancethe lender of last resortbut its resources are currently limited relative to the precautionary demand for reserves, he said.
Þetta háleita markmið er hins vegar aðeins trúverðugt og raunhæft ef sjóðurinn vinnur sem sjálfstæð og óháð stofnun. Um leið og stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri leyfa einstökum meðlimsríkjum að nota stofnunina til að þvinga fram hlýðni og aðgerðir í pólitískum málum sem eru alls ótengd sjóðnum eru þessi áform fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka ekkert nema franskir draumórar.
Mikið hefur verið látið af pólitískum hæfileikum Strauss-Kahn og vissulega hefur honum tekist að láta kastljós heimsins lýsa á sig, en þessir hæfileikar geta líka haft sína galla eins og við erum að sjá í þessu Icesave máli. Það er kannski ekki svo gott að framkvæmdastjóri sjóðsins sé of pólitískur og framagjarn. Hann stefnir á forsetakjör í Frakklandi 2012 svo þá er nú mikilvægara að hafa Breta og Hollendinga þæga, sína næstu nágranna, en litla eyju norður í Atlantshafi.
![]() |
Steingrímur fundar með Strauss-Kahn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2009 | 13:10
Klassískt íslenskt fúsk
Þessi frétt um að iðnaðarráðherra hafi ekki heyrt af 16 ma umhverfisskatti sýnir að sömu fúsk vinnubrögðin eru við líði í stjórnsýslu landsins nú og fyrir ári síðan.
Mikið var hneykslast yfir samskiptaleysi í stjórn Geirs Haarde og öllu fögru lofað af nýrri ríkisstjórn. En hefur eitthvað breyst?
Fúsk, fljótfærni og seinagangur hafa alltaf verið vandamál á Íslandi og áttu mikinn þátt í hrunin og nú lengir og dýpkar þessi ósómi kreppuna.
Ps. Hver er höfundur að þessum nýja skatti? Var þetta kynnt AGS á undan ráðherra?
![]() |
Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2009 | 12:49
Sjálfstæði og fagmennska KPMG og PWC undir smásjá
Fréttir um lögreglurannsókn á skrifstofum KPMG og PWC er ekki það sem fólk býst við hjá vönduðum endurskoðendafyrirtækjum.
Svona fréttir eru mjög sjaldgæfar og því er mjög athyglisvert að tvö stærstu endurskoðendafyrirtæki landsins fái heimsókn frá saksóknara sama daginn. Líkur á þessu eru eins og eldingu slái niður tvisvar á sama stað.
KPMG og PWC eiga að starfa algjörlega óháð hvort öðru og ekkert samband á að vera á milli starfsmann þeirra eða vinnuaðferða. En er það svo á Íslandi? Margt bendir til að óeðlilegt samband hafi verið á milli þessara fyrirtækja? Hittust starfsmenn og komu sér saman um aðferðir og túlkun á stöðu bankanna?
Hér eru margar spurningar sem þarf að svara.
Framtíð endurskoðendafyrirtækja með erlenda tengingu virðist lokið hér á landi í bili. Tenging við Ísland og íslenska viðskiptahætti hefur í för með sér miklu meiri hættur en hagnað fyrir erlenda endurskoðendur.
![]() |
Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 16:20
Handrukkarastatus AGS loks að renna upp fyrir fólki
Hér er bloggfærsla mín frá 8. maí 2009 um handrukkarastatus AGS:
Ég hef lengi haldið því fram á þessu bloggi að IMF væri skipaður handrukkari hér á landi af erlendum stjórnvöldum. Nú virðist vera komin staðfesting á þessari tilgátu.
Það er athyglisvert að öll starfsemi IMF hér á landi virðist mest öll fara fram á bak við tjöldin ólíkt því sem gerist í Lettlandi, Ungverjalandi og Úkraínu, Hvers vegna? Ætli að sé ekki vegna viðkvæmra mála eins og Icesave.
Opinberlega er IMF auðvita ekki að skipta sér að tvíhliða milliríkjadeilu en ætli IMF sé ekki milligöngumaður að reyna að miðla málum. IMF hefur jú ansi sterk tromp á sinni hendi ekki síst það að í augnablikinu er velferðakerfið hér á landi fjármagnað að miklu leyti af IMF.
![]() |
Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 13:15
Samkeppni um heilbrigðisstarfsfólk
Fá einkasjúkrahús á vesturlöndum munu hafa aðgang að jafn vel menntuðum og ódýrum starfskrafti og hér á landi. Það munu geta valið úr besta fólkinu og það verður ómögulegt fyrir ríkið að keppa um kaup og kjör við erlenda aðila.
Hverjir eiga að framkvæma liðskiptaaðgerðir á Landspítalanum þegar þessi stofnun hefur ryksugað allt besta fólkið burt? Nýútskrifaðir læknastúdentar?
Nei, Landspítalinn verður þjálfunarskóli fyrir þennan nýja spítala. Nýir skurðlæknar spreyta sig á Íslendingum áður en þeim er hleypt í að skera útlendinga. Ef þetta verður ekki mismunun þá veit ég ekki hvað.
Þessi framþróun verður ekki stoppuð og það er vita gagnlaust að halda að ríkið geti bannað Íslendingum að fara á einkaspítala í eigin landi. Það verður að aðskilja tryggingarþáttinn frá spítalarekstri. Ef fólk vill fara á einkaspítala getur það borgað mismuninn úr eigin vasa eða með prívatsjúkratryggingu. Þar með flytjum við okkur úr okkar breskættaða heilbrigðiskerfi yfir í franskt kerfi.
![]() |
Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
2.10.2009 | 12:01
Uppgjarfartónn í Steingrími?
Það örlar á uppgjafartóni í Steingrími fyrir þessa ferð til Istanbúl, enda varla furða. Þetta Icesave mál er að breytast í algjöra martröð fyrir Ísland.
Steingrímur segir að ekki eigi að fara í samningaviðræður við Breta og Hollendinga en mikilvægt sé að ná niðurstöðu sem fyrst. Hvað þýðir þetta? Að við verðum að ganga að skilmálum Breta og Hollendinga eftir allt saman?
Hvað hefur gerst í þessu máli síðustu 3 mánuðina? Við höfum tapað enn meira trausti og trúverðugleika erlendis og hvað hefur unnist? Viðaukar sem hinn aðilinn gengur ekki að?
Hvernig bökkum við út úr þessari stöðu með hreina samvisku?
![]() |
Steingrímur til Tyrklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 11:12
Jón Ásgeir í fýlu
Það er athyglisvert viðtal við Jón Ásgeir í Morgunblaðinu í dag. Þar fer Jón Ásgeir hamförum fyrir samstarfi sínu við Helga Felixson kvikmyndagerðarmann og kallar hann öllum illum nöfnum og hótar að tala aldrei aftur við hann. "Oh dear...."
Og hvers vegna er Jón Ásgeir í fýlu? Jú hann gerði sér ekki grein fyrir að kvikmyndagerðarmaður hefði kvikmyndavél með sér og að hún yrði notuð.
Þetta gefur okkur áhugavert sjónarhorn inn í hugsunarhátt og viðhorf Jóns Ásgeirs.
Eftir að hafa lesið þetta viðtal koma orð upp í huga manns eins og "barnalegur" og "einfaldur"?
Svo er alveg óskiljanlegt hvers vegna Jón Ásgeir er að væla og kvarta í samkeppnisfjölmiðli?
Maður skilur nú miklu betur hvers vegna Baugur féll eins og spilaborg!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)