Icesave grefur undan áformum Strauss-Kahn

Vonandi er að íslenska sendinefndin í Istanbúl kynni sér áform Strauss-Kahn um framtíð AGS.  Hann vill upphefja stofnunina og gera AGS að eins konar allsherjar tryggingarstofnun og lánveitanda til þrautar fyrir þjóðir heims.  Þjóðir eiga ekki að þurfa að byggja upp óeðlilega háa gjaldeyrisvarasjóði heldur eiga þær að leita til AGS ef í harðbakkann slær.  Eða eins og heimasíða IMF hefur eftir Strauss-Kahn:

The lack of an adequate insurance facility for the global economy has led many emerging markets to self-insure by building excessively large buffers of foreign reserves and created dynamics that “have contributed to ever-widening global imbalances, with damaging consequences for the sustainability of economic growth and the stability of the international monetary system.” The IMF has the potential to serve as an effective and reliable provider of such insurance—the lender of last resort—but its resources are currently limited relative to the precautionary demand for reserves, he said.

Þetta háleita markmið er hins vegar aðeins trúverðugt og raunhæft ef sjóðurinn vinnur sem sjálfstæð og óháð stofnun.  Um leið og stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri leyfa einstökum meðlimsríkjum að nota stofnunina til að þvinga fram hlýðni og aðgerðir í pólitískum málum sem eru alls ótengd sjóðnum eru þessi áform fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka ekkert nema franskir draumórar.

Mikið hefur verið látið af pólitískum hæfileikum Strauss-Kahn og vissulega hefur honum tekist að láta kastljós heimsins lýsa á sig, en þessir hæfileikar geta líka haft sína galla eins og við erum að sjá í þessu Icesave máli.  Það er kannski ekki svo gott að framkvæmdastjóri sjóðsins sé of pólitískur og framagjarn.  Hann stefnir á forsetakjör í Frakklandi 2012 svo þá er nú mikilvægara að hafa Breta og Hollendinga þæga, sína næstu nágranna, en litla eyju norður í Atlantshafi.


mbl.is Steingrímur fundar með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Andri þetta Icesave mál færir samskipti milli viðkomandi þjóða niður á plan lágkúrunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.10.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband