Uppgjarfartónn í Steingrími?

Það örlar á uppgjafartóni í Steingrími fyrir þessa ferð til Istanbúl, enda varla furða.  Þetta Icesave mál er að breytast í algjöra martröð fyrir Ísland.

Steingrímur segir að ekki eigi að fara í samningaviðræður við Breta og Hollendinga en mikilvægt sé að ná niðurstöðu sem fyrst.  Hvað þýðir þetta?  Að við verðum að ganga að skilmálum Breta og Hollendinga eftir allt saman?

Hvað hefur gerst í þessu máli síðustu 3 mánuðina?  Við höfum tapað enn meira trausti og trúverðugleika erlendis og hvað hefur unnist?  Viðaukar sem hinn aðilinn gengur ekki að?

Hvernig bökkum við út úr þessari stöðu með hreina samvisku?


mbl.is Steingrímur til Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta innheimtumál á að fara fyrir dómsstóla.  Aðeins þannig fáum við nægilegt vægi gegn ofureflinu.  Þetta er svo einfalt í raun, en er gert svo flókið.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við urðum að ríghalda í dómstólaleiðina. Þetta tafl er tapað því miður.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er vandinn í hnotskurn. Steingrímur getur ekki bakkað út úr þessu hann málaði sig út í horn þegar hann skrifaði undir samniginn á sýnum tíma að því er virðist án þess að hafa skilið hann.

Þessi ágæta ríkistjórn þarf að fara að átta sig á því að vinnuveitandinn hennar er alþingi og almenningur í landinu og hún mun ekki komast upp með að ganga gegn vilja þeirra.

Alþingi setti fyrvaranna með lögum og þeim verður ekki breytt nema með lögum af þinginu.

Guðmundur Jónsson, 2.10.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var búið að semja um málið í aðalatriðum síðasta haust undir forystu sjalla.  Málið í aðalatriðum frágengið.  Aðeins útfærsla á nokkrum atriðum eftir.

Nú, svo gerist það að sjallar, frammarar og svokölluð borgarahreifing ákveða að nýta sér efnið til að þyra upp pólitísku moldviðri.  Taka tvöfaldan lýðskrum á dæmið og fá nokkra einfeldinga í VG með sér í partýið.

Afleiðing:  Íslandi er komið í verri stöðu og kostnaður af fíflagangi sjalla og annara rugludalla mun lenda á innbyggjurum landsins.

Hvað er hægt að læra af umræddu ?  Jú, með því að höfða til þjóðernisrembings, vondir úlendingar vs frábærir íslendingar - þá er hægt að rugla og hræra svoleiðis uppí almenningi að með miklum fádæmum er.  Miklum fádæmum.

Guði sé lof að íslendingar eru aðeins 300.000 hræður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Skemmtileg samantekt á Icesave hjá þér.  Ætli við séum ekki sjálf okkar versti óvinur.  Eitt er víst, sundruð þjóð leysir ekki þetta mál með rifrildi einu saman.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 13:32

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég hnaut um ummæli Steingríms Joð í þessari frétt þar sem hann segir að IceSave upplýsingar hafa komið stjórnarandstöðunni á óvart og a.m.k. "gert þau hugsi"?

Hvers vegna? Ef það var allt uppi á borðinu þá ætti ekkert að hafa komið mönnum svo rosalega á óvart að þá rak í rogastans. Hver er sannleikurinn allur í IceSave? 

Svo er heldur aldrei útskýrt HVAÐA mál það eru sem hanga á lausn IceSave eða hvað er átt við með að það verði "allt í frosti" ef málið er ekki klárað. Fréttamenn standa sig ekki vel í að fá fram þessar upplýsingar.

Haraldur Hansson, 2.10.2009 kl. 13:43

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er enn eina ferðina SJálfstæðisflokkur og allt hans h... sem ber alla ábyrgð á stöðu þessa máls. Bæði tilurð þess og síðan í okt og nóv sl þeim loforðum um samninga sem Hollendingum, Bretum og IMF voru gefin um uppgjör ICESAVE undirrituð af Árna Matt, Geir HH og Davíð Oddssyni, - og svo nú í sumar þegar á borð voru komnir þó miklu betri samningar en Sjálfstæðisflokkur hafði formlega heitið þessum aðilum (15 ár í stað 10 og greiðslulaust í 7 ár) eru það þeir sem stóðu í vegi staðfestingar þess sem alla ábyrgð bera.

- Ég vonaðist eftir því í allt sumar að þetta lið ætti þá aðra raunhæfa lausn en svo er auðvitað alls ekki - hún hefur enn ekki sýnt sig enda markmið þeirra að leysa málið EKKI.

Það vill fara sömu leið og siðlausustu valdamenn annarra landa sem efna til „stríðs“ við nágranna sína með öllum þeim fórnarkostnaði sem það hefur í för með sér - bara til að fela eldri hrikaleg mistök þeirra. Það er það sem Davíð vill, hann vill „stríð“ — „efnahagsstríð“ til að slóð glæpa stjórnmálanna í hans tíð týnist og gleymist og þjóðin eins og aðarar þjóðir í stríði, þjappi sér að baki þeirra sem blésu til orrustunnar í fulkominni og tærri eiginhagsmunagæslu þeirra, — stríðsherrans sem hann nú stefnir að að verða.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2009 kl. 13:47

8 identicon

Þetta endalausa rugl um að almenningur skuldi erlendum aðilum vegna IceSav er veruleikafirring VG og SF. Kannast einhver við að Bandaríkin hafi verið krafin um greiðslur vegna Bernie Madoff þó svo að hann hafi starfað undir eftirlit FME þar í landi áratugum saman og þeir aldrei gert athugasemir....

Nein (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:00

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rangt, rangt, rangt. Geir Haarde var ekki einu sinni byrjaður að semja við Breta. Skrítið hvað fáráðlingarnir hamra á þessari firru þótt annað hafi margsinnis komið fram. Það var undirritað minnisblað um að komast að sáttum um þetta mál. Vinstri stjórnin skipaði síðan gamla Stalínistann Svavar Gestsson til að annast samningana. Hann hafði auðvitað hvorki menntun né hæfni til að semja eitt né neitt enda sló hann bara undan og því fór sem fór. ICESAVE samningurinn er alfarið barn kommanna og þeir sitja uppi með skömmina.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:01

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Baldur lestu fréttasíðu Forsætisráðuneytisins frá þessum tíma.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2009 kl. 14:05

11 identicon

Sammála Helga Jóhanni. Held að hann lýsi málinu í hnotskurn.

Ína (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:07

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi, hvar er hana að finna? Út með sprokið.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:08

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Á fréttavef Forsætisráðuneytis 2008 erum t.d. þessar fréttir:

11.10.2008 : Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Lesa meira

11.10.2008 : Sameiginleg yfirlýsing

Fulltrúar Íslands og Bretlands áttu vinsamlegan fund í Reykjavík til að ræða sameiginleg hagsmunamál í tengslum við yfirstandandi neyðarástand á fjármálamörkuðum, með það að markmiði að ná niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir báða aðila.

Verulegur árangur náðist um meginatriði fyrirkomulags sem miðar að því að flýta fyrir greiðslum til sparifjáreigenda í Icesave. Fulltrúar ríkjanna ákváðu að vinna náið saman að lausn annarra viðfangsefna á næstu dögum.

Reykjavík 11. október 2008 

16.11.2008 : Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Lesa meira
 
 
 

1.12.2008 : Opið bréf frá forsætisráðherra

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur ritað opið bréf til þeirra þjóða sem hafa opinberlega boðist til að leggja fjárhagslega af mörkum til framkvæmdar áætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ráðstafanir í efnahagsmálum. Lesa meira
 

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2009 kl. 14:20

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Helgi, ég skal lesa þetta.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:24

15 identicon

Fara með þetta fyrir dómstóla. Ef við fáum ekki lán erlendis frá, þá verðum við að taka því. Mörg lönd hafa þurft að taka slíkum viðskiptaþvingunum um lengri eða skemmri tíma. Suður Afríka, Mósambikk, Rhodesía, Kúba og fleiri lönd.

Ef við fáum ekki lán frá IMF, og enginn af þeim sem hafa talist til okkar vinaþjóða hingað til vilja lána okkur, nema Færeyingar, þá vitum við úr hverju þessar þjóðir eru gerðar.

Við eigum ýmislegt sem við getum þá væntanlega beitt gegn þeim. Er t.d. ekki stór hluti flugs yfir atlantshafið í lofthelgi okkar?

Við eigum hér herstöð sem er þá hægt að bjóða út. Nú er að opnast siglingaleið yfir norðurskautið.

Það má ekki falla í kör eins og Jóhanna Sigurðardóttir og það lið. Menn verða að kunna að berjast. þeir sem eru ekki tilbúnir í slaginn verða að eftirláta það þeim sem eru tilbúnir.

joi (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:07

16 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sjálfstæðismenn og Framsókn bera alla ábyrgð á þessum töfum.Það er vist.

Árni Björn Guðjónsson, 2.10.2009 kl. 15:12

17 identicon

Nein:

Bernie Madoff, er hann ekki löngu kominn í steininn?
Í hans tilfelli var heldur ekki um að ræða sparifjárreikninga, heldur hlutabréf, sem yfirleitt eru ekki tryggð.

Það eru alls staðar hópar af fólki að kæra fyrirtæki og banka fyrir svik og pretti með verðbréf. Tengdamóðir mín tók fyrir stuttu þátt í hópkæru á hendur amerísku fyrirtæki héðan frá Þýskalandi og fékk þó nokkru ágengt.

Vertu feginn að Bretar og Hollendingar eru búnir að friða sitt fólk með því að borga þeim út þá peninga sem þeir áttu rétt á. Annars væri ólíft fyrir Íslendinga í álfunni.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:15

18 identicon

Jói, "how low can you go"?

Ekki það að ég beri enga virðingu fyrir fólkinu í þeim löndum sem þú nefnir, en stjórnarfarið þar hefur yfirleitt ekki þótt til fyrirmyndar hér í hinni vestrænu lýðræðisveröld.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:17

19 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Helgi Jóhann,

Takk fyrir mjög svo málefnalegar athugasemdir.  Það er lágmarkskrafa að við höldum staðreyndum til haga í þessu máli.  

Það fer brátt að koma að þeim tíma (ef hann er ekki þegar kominn) að fórnarkostnaðurinn við óafgreitt Icesave verður hærri en kostnaðurinn við málið sjálft.  Á þeim tímapunkti er staða Alþingismanna orðin ansi aum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 15:35

20 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég hef lært það á eigin skinni að hversu réttur sem þú telur málsstað þinn vera þá kallar maður ekki eftir að mál fari fyrir dóm ef maður hefur ekki efni á að tapa málinu. Við þær aðstæður gerir maður allt til að semja, hvað þá heldur ef maður hefur heldur ekki efni á að bíða eftir sigri, og svo ef bætist nú við að allir utan stefnanda/þín/okkar virðast skilja forsendur með gangstæðum hætti en við og að mati allra annarra en okkar séu lögin með gagnaðilanum.

Það má ekki gleymast að ýtrasta krafa er tvöfalt hærri en sú sem nú er óskað eftir að við ábyrgjumst, og að við dóm fellur hún þar með í gjalddaga - með dráttarvöxtum og kostnaði en engum samningsvöxtum og engri bið eftir sölu eigna Landsbanka, og til greiðslu í heilu lagi strax við hamarshögg. - Hver væri þá samningsstað okkar?

- Ég hef vonast í allt sumar til að andstæðingar samningsins vísuðu færa leið til lausnar en þeir hafa einfaldlega ekki gert það. - Ég styð hverja þá leið sem mestar líkur eru til að yrði okkur ódýrust og greiðfærust að öllu samanlögðu.

Því miður þá hefur fjöldi efnalítilla íslendinga kynnst því á eigin skinni að sá sem ekki hefur efni á að tapa máli (með öllu sem því fylgir) ætti ekki að vilja að mál færi fyrir dóm.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2009 kl. 15:41

21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Helgi Jóhann og Ómar Bjarki og Andri Geir.

Ráðherrar geta ekki farið gegn lögum í landinu og þeir geta ekki heldur farið gegn vilja alþingis. Ekki fyrir ári síðan og ekki nú heldur.

Það skiptir því í raun litlu máli hverju Geir, Ingibjörg, Jóhanna eða Steingrímur eru að lofa einhverjum útlenskum embættismönnum, alþingi hefur loka orðið. Allar skuldbindingar sem fara gegn landslögum eru að sjálfsögðu ekki tækar nema að alþingi samþykki þær. þetta ættu þið að vita sem og viðsemjendur okkar í útlöndum. Það kann vel að vera að þetta skaði orðspor íslenskra fjármálfyrirtækja í útlöndum og það kann vel að vera að ekki verði hægt fá lán fyrir nýjum virkjunum vegna þess að alþingi íslands heimilar ekki skilyrðislausa ríkisábyrg á einkareiknum bönkum en það verður þá bara að hafa það.

Það má heldur ekki gleyma því að það eru líka kostir við að hafna þessari ríkisábyrgð á icesave eins til dæmis lægri erlendar skuldir ríkisins og fullt frelsi í efnahagstjórn landsins.

Guðmundur Jónsson, 2.10.2009 kl. 15:48

22 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Aðeins skuldlausir og eignasterkir aðilar hafa fullt fjárhagslegt sjálfstæði.  Ef ekki semst um mál þá fara þau fyrir dóm.  Fyrir dómi skiptir máli hverju var lofað af framkvæmdavaldinu og hvað milliríkjasamninga alþingi hefur staðfest.

Það er eins og flestir gefi sér að við munum vinna þetta mál fyrir dómi, en er það rökrétt ályktun. Felst ekki ansi mikil áhætta í henni? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 16:08

23 identicon

Hvernig sem þetta Icesave mál upphófst, hvort sem það var með orðum Geirs Haarde sem Jóhann vísar í hér að framan eða bréfi Björgvins G þann 20 ágúst 2008 og aftur 5. október þar sem ítrekað var að íslensk stjórnvöld myndu standa við skuldbindingar gagnvart þarlendum innstæðueigendum. ( Sjá T.d hér http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/06/30/itrekad_sagt_ad_icesave_yrdi_borgad/)

Þeir hafa nefnilega ekkert vald til að binda íslensku þjóðina eins og bara sést í stjórnarskrá lýðveldisins en þar segir:

40. grein

Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skulbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

Vandinn hófst nefnilega ekki af alvöru fyrr en hin vanhæfa samninganefnd fékk samningsumboð frá Alþingi og skrifaði undir "saminginn" ömurlega. En auðvitað var sú undirritun háð samþykki Alþingis og þess vegna hefur Alþingi allt snúist um það að reyna að keyra það í gegn um þingið.

Það var nefnilega engin ríkisábyrgð á þessum reikningum. Annars hefðum við ekkert þurft að eyða sumrinu í Icesave.

EInhverjir benda á að Geir og Björgvin hafi lofað þessu og við verðum að standa við það. En verðum við ekki að skoða aðstæður sem voru uppi þegar þessi orð voru sögð? Hér var enginn með fast land undir fótum og allt á hverfanda hveli. Verðum við ekki að hafa í huga að þessir embættismenn unnu sín verk með hníf Breta og Hollendinga á barkanum? 

Úrvinnslan á þessu máli öllu er það sem skiptir öllu. Pukrið, leyndin, lygin, samningurinn ..... við erum öll sammála um að vinnubrögð ríkisstjórnar eru langt frá því að vera til fyrirmyndar. Hvað þá "gegnsæ" og "uppi á borðum"!

Þegar rykið hefur sest sjáum við að við höfum verið beitt nauðung af Bretum og Hollendingum sem njóta fulltingis AGS og það er ekkert sanngjarnt við þessa málsmeðferð.

Að auki hefur Samfylking (réttilega) tengt lausn þessarar deilu inngöngu Íslands í ESB og ekki hefur það auðveldað okkur lífið. Því miður.

Vil benda ykkur á stórgóða grein Ólafs Arnarsonar á Pressunni í dag. Held að þar hitti hann naglann á höfuðið þegar hann segir að þessar hótanir Breta og Hollending eru alvöru hótanir í augum sumra. Hann segir m.a.

Vandi okkar er að þeir sem fara með stjórn á Íslandi virðast ekki skilgreina sig fyrst sem Íslendinga. Jóhanna Sigurðardóttir er formaður Íslandsdeildar alþjóðasamtaka jafnaðarmanna. Hollusta hennar og hennar helstu samstarfsmanna innan Samfylkingarinnar virðist liggja fyrst og fremst hjá hinum alþjóðlegu samtökum. Jafnaðarmannaklúbburinn er það sem máli skiptir.

Jóhanna og Samfylkingin eru beitt miklum þrýstingi innan alþjóðlega jafnaðarmannaklúbbsins um að ganga frá Icesave. Systurflokkur Samfylkingarinnar í Bretlandi, Verkamannaflokkur Gordons Brown og Alistair Darlings, er öflugur innan alþjóðaklúbbsins.

Það skiptir forystumenn Samfylkingarinnar og VG meira máli að geta horft framan í alþjóðleg flokkssystkin sín og fengið að vera með í klúbbnum en að standa vörð um hagsmuni Íslands og íslensku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg staðreynd. Ekki er að efa að forystupaurar íslensku ríkisstjórnarinnar telja sjálfum sér trú um að með eftirgjöf í Icesave og fleiri málum séu þeir að verja hagsmuni Íslands. Hótanirnar frá flokksfélögunum í nágrannalöndunum eru raunverulegar.

 Það er nefnilega það. Held að þurfi að hugsa þetta upp á nýtt og fá fleiri flokka til að koma að lausn þessarar deilu.

En lesið endilega grein Ólafs:

http://pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/gungur-og-utlendingasleikjur

Kjellingin (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:15

24 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Guðmundur, þetta er ekki eins einfalt og þú lætur, það eru ekki skýrar línur í „þingræði“ (sem merkir að ríkisstjórnir starfa aðeins í umboði þingsins), nema alþingi hafi beinlínis lýsi vantrausti á ráðherrann og vikið honum frá án tafar þegar því er kunnugt um gerð hans - sem í þessu tilviki var kynnt á fréttavef forsætisráðuneytisins strax í okt og nóv 2008, og svo allt aftur til 2006 þegar Icesave var stofnað.

Með þingræðisfyrirkomulaginu eru þessar línur miklu loðnari en við „forsetaræði“ eins og er í USA (merkir að þjóðkjörinn forseti skipar ríkisstjórn og ber á henni ábyrgð).

Það er ástæða þess t.d. að í USA má aldrei fara eitt sent útfyrir fjárlagaheimildir þingsins, en hér undir þingræðinu er það í raun mjög teygjanlegt svo lengi sem þingið bregst ekki beint við því þegar því er það kunnugt. 

Undir „Þingræði“ hefur alþingi sjálft falið ráðherrum umboð sitt til að fara með framkvæmdavaldið. „Þingræði“

Þá segir í stjórnaskrá að ekki má  skuldsetja ríkissjóð nema með samþykki alþingis - en þá er einfaldlega til þess að vísa að ICESAVE sé ekki ný skuldbinding heldur varð til árin 2006-2008 án þess að Alþingi brygðist við því þegar því var það kunnugt.  Seinni loforð bæði fyrri og þessarar ríkistjórnar séu því til að gera létta skyldbindingar þjóðarinnar gera þær þjóðinni léttbærara með samningum um greiðslufyrirkomulag eldri skuldbindinga sem alþingi lét undir höfuð leggjast að andmæla, en ekki til skuldbinda nýjar byrðar á hana.

- Það er þannig að mati allra annarra en okkar að við skuldum þetta nú þegar og alþingi lét það gott heita þó því væri kunnugt um rekstur ICESAVE-reikninganna í a.m.k. tvö ár. Hvað svo sem absalút er rétt gerir þetta allt málið miklu óskýrar en sumir halda fram.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2009 kl. 16:19

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Best væri, að Icesave málið félli á tímafresti. Þá hafa Hollendingar og Bretar val um að gjaldfella lánið á Tryggingasjóð Innisæðueigenda. Í framhaldi af því þarf á TR að lísa sig gjaldþrota, þá geta Hollendingar og Bretar farið með málið frammi fyrir Ísl. dómstólum.

-----------------------

Að sjálfsögðu er ekkert víst, með útkomu dómsmáls. Það hafa nokkrir aðilar, bent á þann fræðilega möguleika, að á okkur væri dæmt að greiða meira en lágmarksgreiðslur.

Þ.b. að hafa í huga, að reglur ESB um Innistæðutrygginasjóði, kveða einungis á um skildu sjóðsins til að greiða lágmarkstryggingu, innan 9 mánaða. Þannig, að sú krafa getur ekki byggst á reglum ESB um innistæðutryggingar.

Varðandi jafnræðisreglu, þá er það mál á mjög gráu svæði, lagalega séð, þ.s. löndin er kusu að greiða meira en þeim bara, lagalega séð, voru þá að ganga lengra en lögin kváðu á um. Þ.e. því ekki augljóst, að réttarkrafa myndist í þessu samhengi, varðandi greiðslur umfram þ.s. reglur kveða á um, þó svo e-h ríki hafi kosið að greiða umfram en önnur ekki.

En, til vara, ef niðurstaða væri að sú krafa stæðist, þá er það ekki endilega augljósasta útkoman, að dæma þessar svokölluðu fullu greiðslur. Það væri einnig hægt að krefjast þess, að Ísland afnæmi misréttið með öðrum hætti, t.d. með því að nema úr gildi þann verknað, er niðurstaða væri um að hefði framkallað þann misrétt.

Ég held, að þessi ábending, sé dálítið notuð í pólit. tilgangi.

-------------------------

Mín skoðun, er að helsta von okkar, til að endurreisa hagkerfið, sé minnkun skulda. Við verðum einfaldlega að sleppa eins billega frá Icesave málinu, og nokkur kostur er, til að Ísland geti forðast ríkisgjaldþrot.

Síðan, gleima menn oft réttlætiskröfu næstu kynslóða ísl. um mannsæmandi líf, þ.e. að núverandi kynslóð, sökkvi þjóðinni ekki í svo djúpt fen, að ekki verði komist úr því um langan aldur. Það felst engin aukning réttlætis í því, að við sökkvum okkur, það djúpt.

Einnig, þarf að endurskoða þá grunnhugmynd, að rétt sé að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð með lánsfé. Mér, finnst það rökfræðilega ekki ganga upp.

---------------------

VIð erum enn, í alvarlegri hættu á að ríkið fari í greiðsluþrot.

Þ.e. ekki endir alls, en þ.e. þversögn að halda því fram, að aukning skulda minnki hættuna á þeirri útkomu, eins og Samfó liðar halda fram. Þvert á móti, þá snýst útreikningur á greiðslugetu, um útreikninga á vaxtagjöldum vs. tekjustofn, bæði til nútíðar og framtíðar, þannig að aukning skulda og þ.m. vaxtagjalda, augljóslega skaðar stöðu ríkissjóðs, og þannig einnig getu hans til að standa undir öðrum skuldum.

---------------------

Hagfræðilega séð, er það slæmt að útlit er nú fyrir, að ekki verði af álversframkvæmdum á næsta ári. Skv. fjármálaráðuneyti, eykur það eitt efnahagssamdrátt í 4,7% á næsta ári. En, þá er væntanlega eftir að reikna með, samdráttaráhrifum þeirra efnahagsaðgerða er eru boðaðar af ríkisstjórninni, í fjárlagafrumvarpinu.

Þá má bæta nokkur við þessa 4,7% tölu um samdrátt. Hugsanlega, verður næsta ár, eins slæmt samdráttarár, og þetta ár.

---------------------------

Það bendir allt í sömu átt. Við verðum að minnka skuldir. Við stöndum ekki undir því að bæta Icesave ofan á allt hitt, sem fyrir er.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2009 kl. 17:24

26 identicon

Einar Björn, auðvitað á að reyna að ganga eins langt og hægt er með Icesave. Mér sýnist það mál nú þegar vera komið á ystu nöf.

Þetta er ekki spurning um það hvort íslenska ríkið eigi að borga þetta, heldur hvenær, hvað lengi og hvað mikinn hluta.

Að segjast ekki ætla eða geta borgað þessa skuld jafngildir gjaldþrotayfirlýsingu.

Það geta sennilega allir ímyndað sér hvað gengi á ef skilanefndir Hollendinga og Breta kæmu og tækju sér það sem þeir vildu upp í skuldina.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:16

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nafni - þeir hafa einungis aðgang að því fjármagni, sem til er staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda - svo fremi, sem ábyrgð Alþingis hefur ekki tekið gildi.

En, ef það ástand skapast, að þeir gjaldfella lánið á TR, þá þarf hann að lýsa yfir gjaldþroti. Þá geta aðilar, farið fram með mál fyrir ísl. dómstólum.

Ekkert meira, við þetta að bæta - nema ef til vill eitt, að verið getur að Bretar og Hollendingar, hindri ESB aðild Ísl. á meðan deilur standa.

--------------------------

Reyndar fyndist mér heppilegast, að frá málinu væri gengið, eftir að eignir Landsbankans hafa verið seldar, og það verðmæti notað til að mæta þeirra kröfum. Eftir að því ferli væri lokið, þá væri óvissan um, akkúrat hvað fæst fyrir þær eignir úr sögunni og þá einnig hvað eftir er um að semja.

Hentugast að setja málið í frysti í svona cirka 2 - 4 ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2009 kl. 18:26

28 identicon

Ja, nafni. Það væri frábært ef þetta væri svona einfalt.

Þá hefði bara átt að vera búið að þessu fyrir ári...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 20:22

29 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Einar Björn, allir sem að þessum málum koma í Evrópu hafa lýst greiðsluskyldu okkar ótvíræða. Þar á meðal sá gerðardómur sem Árni Matt krafðist og ESB samþykkti, en Árni sagði sig frá á síðustu stundu þegar ljóst var hvert stefndi.

- Hvað sem okkur kann að finnast og hvar svo sem við viljum troða kommum í orðalag tilskipunarinnar til að fá okkar skilning þá er þetta raun-veruleikinn sem blasir við.

Það skilja engir aðrir skuldbindingar okkar með þeim hætti sem við viljum gera það. Það er enginn fyrirsjáanlegur ávinningur af því að knýja málið fyrir dóm. – Jafnvel sigur að lokum yrði okkur dýrkeyptur vegna tímans sem liði þar til mál yrði til lykta leitt á efsta dómsstigi (ef dómstóll finnst), - og ósigur væri okkur óbærilegur. - Fyrir utan að ef við sigruðum fyrir íslenskum dómstólum á sama tíma og allir aðrir skilja skuldbindingar okkar með öndverðum hætti væri það í augum Evrópu sönnun um hreina spillingu og að við værum ekki í húsum hafandi.

- Ef engin viðurkenning fæst efnislega á málsstað okkar hjá neinum öðrum Evrópuþjóðum eða fyrir alþjóðlegum stofnunum og erlendu úrskurðar- og dómsvaldi bættist við aðra skömm okkar að Ísland yrði skólabókardæmi um ómarktækt og spillt dómsvald - og við yrðum handrukkuð eftir sem áður.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2009 kl. 21:12

30 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Helgi,

Þakka aftur góðar ábendingar.  Það er umhugsunarvert þegar meirihluti íslensku þjóðarinnar virðist kominn í andstöðu við alþjóðasamfélagið.  Hvað segir það okkur?  Erum við eins upplýst og rökföst eins og við viljum láta eða er þjóðernisrembingur og blind túlkun á regluverki komin með okkur út í öfgar?

Það er orðið nauðsynlegt að fá þriðja aðila fyrir utan EB til að útskýra og túlka stöðu okkar fyrir okkur sjálfum.   Við erum komin með þetta í óleysanlegan hnút.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 21:50

31 Smámynd: Þyrnir

Helgi Jóhann, hvaða tal er þetta með skuldbindingar okkar. Við höfum engar skuldbindingar umfram þær sem dæmt væri um fyrir dómstólum.

"Það skilja engir aðrir skuldbindingar okkar með þeim hætti sem við viljum gera það"

= bretar og hollendigar, kemur ekki á óvart!

Hvernig væri að íslenskir pólitíkusar og bloggarar reyndu að hafa smá kjark og ekki láta evrópupólitíkusa sem ganga erinda sinna banka og annarra kröfuhafa valta yfir sig. Víst kostar það að reka sín mál en það er mun dýrara að láta kúga sig til langtíma skuldasöfununar bara til að fullnægja draumum tækifærissinna sem sjá fyrir sér kommisarastöður innan ESB.

Þyrnir, 2.10.2009 kl. 22:17

32 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þyrnir,

Hvernig væri að fá óháða lögfræðinga frá þriðja aðila (utan EB landa) til að fara yfir málið og gefa okkur ráð um hverjir eru möguleikar okkar og áhættur við að fara dómsleiðina?  Þetta var hægt að gera fyrir ári síðan.  Hvers vegna var þetta ekki gert?

Er þetta ekki skynsamlegt áður en allri vinnu okkar á heilu ári er kastað fyrir róða?

Ég er alveg hættur að treysta Bretum, Hollendingu og Íslendingum í þessu máli.

Er ekki umhugsunarvert að Norðmenn vildu ekki vera milligöngumenn í þessari deilu en gera það í deilum Ísraela í mið-austurlöndum!.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.10.2009 kl. 22:27

33 identicon

Þrymir, bara til þess að koma einu á hreint: þó Íslendingar mundu strax draga ESB umsókn til baka, Icesave vandamálið mundi ekki hverfa af yfirborði jarðar. Gleymdu þessu.

Fyrst að þessir guttar í stjórnarandstöðunni eru svona gífurlega færir diplómatar og samningamenn, af hverju eru þeir ekki löngu búnir að nota sín sambönd og koma þessu á hreint? Eða er bera þeir ekki hag Íslands fyrir brjósti?

Eitt er víst að ef þessu máli verður klúðrað vegna einhvers blinds þjóðernisrembings, þá er ég ekki Íslendingur lengur. Mun ekki vilja láta þekkja mig hérna á meginlandinu sem Íslending. Svo alvarlega er litið á þetta mál hér á meginlandinu.
Þá mundi ég frekar vilja vera af fátækri og stoltri þjóð en ræningja og ribbaldaþjóð.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:45

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Af því minnst er á Gerðadóminn síðasta haust (sem Ísland sagði sig svo frá) þá var hann skipaður mönnum frá ESB, EFTA og EES, að ég held.

Ma. var Per Andreas Bjørgan sem er einhver sjéffi hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)

Ég held að Ísland hafi átt að tilnefna mann frá EES (fullyrði það ekki)  en allaveg tók sá ekki þátt í áliti lögfræðingahópsins sem kom saman og niðurstaðan afdráttarlaus sem kunnugt er.

Nú var Árni Matt í viðtali hjá Tryggva þór og talaði þar um að EB hefði "eyðilagt" gerðadóminn eða eitthvað svoleiðis.

Spurningin er, skilur einhver útsýringu Árna á því hvernig ESB fór að því að "eyðileggja" umræddan gerðadóm ?

Eg geri það ekki.  Eða öllu heldur, ég sé og heyri engar skýringar hjá Árna í hverju meint skemmdarverk var fólgið.  Jú, kannski einna helst svo að skilja að dómurinn hafi átt að fjalla um efni máls og það hafi alveg eyðilagt allt saman að mati Árna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2009 kl. 23:41

35 Smámynd: Þyrnir

Andri,

Ef það er hægt að finna hlutlausa aðila sem gata dæmt í þessu væri það gott mál. Ég tel að við verðum að hætta þessum undirlægjuhætti og fara dómstólaleiðina. Stjórnin lætur sem öll mál séu í einhverjum farvegi sem hangi á ICESAVE. Það er komin tími til að leggja önnur plön með þeim tölum sem við teljum að þurfi að borga út frá okkar túlkun á ábyrgð íslenska ríkisins.. Það er kanski erfitt meðan samfylkingin fer með utanríkismál og hefur aðeins eitt plan þ.e. EB aðild, aðrar leiðir eru ekki reyndar t.d. lánaöflun án AGS. VG verða að átta sig á þessu og fella stjórnina, fyrr gerist ekkert.

Mig grunar að skandinavíupólitíkusar sjái meiri persónulegan hag (bónus) af því að miðla málum í (high profile) deilum Ísraela í mið-austurlöndum.

Einar,

ICESAVE hefur ekkert með EB aðild að gera þó svo að samfylkingin vilji það. Umsókn um EB aðild breytir því þar engu um, alveg rétt hjá þér. Einungis dómstólar eða klók diplómatía geta breytt þessu máli og það gerist ekki meðan fulltrúar íslands hafa ekkert bein í nefinu og eru hræddir við að vera með þjóðernisrembing þegar þeir tala við stóru strákana í Lundúnum.

Þyrnir, 2.10.2009 kl. 23:47

36 Smámynd: Þyrnir

Ómar Bjarki,

Hér getur þú lesið um gerðardóminn fræga undir lið 6. http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Þyrnir, 2.10.2009 kl. 23:55

37 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það var búið að semja um málið í aðalatriðum síðasta haust undir forystu sjalla.  Málið í aðalatriðum frágengið.  Aðeins útfærsla á nokkrum atriðum eftir.

Hvað var þá Svavar og Co að semja um þarna erlendis ef búið var að semja um málið?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.10.2009 kl. 00:07

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já Hr. Líndal telur þetta vera ástæðna: "sögðu íslenzk stjórnvöld sig frá gerðardóminum og voru tilgreindar ástæður þær, að umboð dómsins væri of víðtækt, dóminum væri gefinn of skammur tími, að niðurstaðan væri bindandi og málsmeðferðarreglur ófullnægjandi."

Þetta er bara svo veikt að það er merkingarlaust í rauninni. Hvað nákvæmlega var vandamálið ?  Var það ekki einfaldlega það að augljóst var að heimatilbúnu lögskýringar íslendinga - með eða án kommu - augljóslega héldu engu vatni þegar komið var út fyrir heimatúnið ?  Aðvitað er það ástæðan.

  Reyndar segir Árni núna að ESB hafi ekki viljað hafa dóminn bindandi "Þegar það hafi loks tekist hafi svörin verið þau að gerðadómurinn gæti ekki verið bindandi, ekki mætti skuldbinda ríkin með þessum hætti." http://pressan.is/Frettir/Lesafrett/arni-mathiesen-vid-vorum-sviknir-um-gerdadom-i-icesave-malinu

Staðreyndin er að heimatilbúnu lögskýringar og orðhengils háttur 2-3 lögspekinga á íslandi eru broslegar og gagnast bara hérna uppá skerinu til heimabrúks en ónothæfar utan þess.

Og allt þetta tal um einhverja dómsstólaleið er bara loft.  En fyrst menn tala um dómsstóla þá náttúrulega benti Kristinn H á stóra punktinn sem eins og flestum ef ekki öllum yfirsést.  Mér finnst sennilegt að eftirfarandi sé rétt hjá honum:

"Óhugsandier að sömu lög séu framkvæmd á einn veg á Íslandi og á annan veg til dæmis í Noregi. Sitji Íslendingar við sinn keip mun Eftirlitsstofnun EFTA taka málið fyrir og kveða upp úrskurð til þess að tryggja samræmda túlkun og framkvæmd innistæðutrygginga. Þaðan fer svo málið farið fyrir EFTA dómstólinn, ef þurfa þykir.

Víst er að unnt að er fá úr ágreiningnum skorið fyrir viðeigandi dómstóli, sem íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt, en það má heita vonlítið að þau nái nokkrum árangri með sjónarmið sitt. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg . Vilji íslendingar ekki hlíta reglum EES svæðisins verður allur EES samningurinn í uppnámi vegna þess að ekki verður unað við mismunandi framkvæmd þessara mikilvægu laga."
http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1308

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2009 kl. 00:25

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Hvað var þá Svavar og Co að semja um þarna erlendis ef búið var að semja um málið?"

Nú, endanlega útfærslu auðvitað.  Það var búið að semja um rammann og aðallínur.    Þar að auki voru, held ég,  sama fólk í samninganefndinni og áður fyrir utan Svavar og Indriða. Og má segja að þeim Svavari hafi tekist vel upp miðað við aðstæður.

Enda sérðu að Hollendingar td. litu svo á að þeir hefðu bókstaflega saming í höndunum:

"Þegar viðræður hófust að nýju undir forystu nýrrar samninganefndar héldu Hollendingar því fram að þeir hefðu í raun í höndum samning um 6,7 % vexti, 10 ára lánstíma og að allt félli á ríkissjóð og gáfu það ekki frá sér fram á síðasta dag að það væri sú viðmiðun, sem vinna ætti út frá"

http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/icesave-samningurinn/greinargerd-med-frumvarpi/#

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2009 kl. 00:35

40 Smámynd: Þyrnir

Ómar Bjarki skrifar

"Staðreyndin er að heimatilbúnu lögskýringar og orðhengils háttur 2-3 lögspekinga á íslandi eru broslegar og gagnast bara hérna uppá skerinu til heimabrúks en ónothæfar utan þess"

Þetta er bara eitthvað sem þér finnst og er ekki rökstutt á neinn hátt. Dæmir sig sjálft.

Kristinn hefur nokkuð til síns máls varðandi lágmarks trygginguna en engin getur fullyrt að íslenska ríkið geti ekki tryggt sína borgara umfram lágmarkstryggingu tryggingarsjóðsins sem hefur ekkert með ríkið að gera.

Og talandi um loft. Kristinn fellur í sömu gryfju og samfylkingin að trúa frekar spekúlasjónum andstæðinga okkar (sem lýst hafa okkur sem terroristum!) og krefjast þess að við hlítum þeim frekar en að fá raunverulega skorið úr málinu fyrir dómstólum.

að lokum góð færsla að austan http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/956149/

Þyrnir, 3.10.2009 kl. 02:37

41 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

*"Einar Björn, allir sem að þessum málum koma í Evrópu hafa lýst greiðsluskyldu okkar ótvíræða. Þar á meðal sá gerðardómur sem Árni Matt krafðist og ESB samþykkti, en Árni sagði sig frá á síðustu stundu þegar ljóst var hvert stefndi."*

---------------------

So? Þ.e. alls ekki neinn endanlegur dómur, að einstakir starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar tjái sig. Vandinn við gerðardóma, er að þeir þurfa að vera óvilhallir, til að þeir virki. Það ætti að segja þér eitthvað, að samsetning hans var ekki með þeim hætti, sem Ísl. yfirvöld höfðu sæst á um í samkomulagi við Ráðherraráðið, heldur varð hann gerður óvilhallur af Framkvæmdastjórninni, sem skipaði fulltrúa í gerð með þeim hætti, að hennar fulltrúi hefði síðasta orðið. Þannig séð, var hann ekkert annað, en tjáning á afstöðu Framkvæmdastjórnarinnar um málið, sem þá var þegar kunn, og hefur ekkert breyst.

*- Hvað sem okkur kann að finnast og hvar svo sem við viljum troða kommum í orðalag tilskipunarinnar til að fá okkar skilning þá er þetta raun-veruleikinn sem blasir við.*

---------------

Helgi, meira að segja Framkvæmdastjórnin er bundin af tilskipuninni.

Túlkun Framkvæmdastjórnarinnar, er sú að ríki séu skuldbundin. Þó stendur það hvergi í þeirri tilskipun er vísað er til. Skv. orðalagi eins framkvæmdastjóra er tjáði sig um málið, þá þíðir það, að ekki sé tekið fram, að ríki séu ekki skuldbundin, að þau séu það.

En, það brítur á bug við allar hefðbundnar réttarreglur, því þá þyrfti að semja lög með ótal undantekninga-ákvæðum, til að undanskilja það sem þau ná ekki yfir.

En, venjan er það þveröfuga, þ.e. að skilgreina hvað tiltekin lög ná yfir, ekki hvað þau ná ekki yfir. Því hin lagalega venja, er við styðjums við, gerir ráð fyrir að þ.s. ekki sé bannað sé leyft, þ.e. ekki, að hvað sé leyfilegt þurfi að taka fram, sem undantekningu frá einhverju general banni.

Svo, að rök þessa sjálfsagt annars ágæta Framkvæmdastjóra, standast ekki.

*Það skilja engir aðrir skuldbindingar okkar með þeim hætti sem við viljum gera það. Það er enginn fyrirsjáanlegur ávinningur af því að knýja málið fyrir dóm. – Jafnvel sigur að lokum yrði okkur dýrkeyptur vegna tímans sem liði þar til mál yrði til lykta leitt á efsta dómsstigi (ef dómstóll finnst), - og ósigur væri okkur óbærilegur. - Fyrir utan að ef við sigruðum fyrir íslenskum dómstólum á sama tíma og allir aðrir skilja skuldbindingar okkar með öndverðum hætti væri það í augum Evrópu sönnun um hreina spillingu og að við værum ekki í húsum hafandi.*

--------------------------

Helgi, nú stígur þú út fyrir sanngjarna röksemdafærslu.

Ef ísl. dómstólar dæma skv. þeim reglum sem gilda, þá er það ekki dæmi um spillingu.

------

Best að þú hafir samt í huga, Helgi, að þ.e. valkostur fyrir okkur alveg algerlega, að lýsa okkur gjaldþrota þ.e. "default" og hætta öllum greiðslum af erlendum lánum. Síðan um 1970 hafa e-h milli 20-30 ríki, gengið í kringum slíkt ferli.

Þ.s. þarf að fara fram, er svolítill "brinkmanship" af okkar stjórnvöldum, þ.s. krystalklárt er, að við getum ekki borgað Icesave upp í topp + aðrar skuldir.

Gjaldþrot er miklu meira en 50% líklegt, ef við finnum ekki leiðir til að minnka skuldir. Icesave, er mikilvægur hluti þess.

*- Ef engin viðurkenning fæst efnislega á málsstað okkar hjá neinum öðrum Evrópuþjóðum eða fyrir alþjóðlegum stofnunum og erlendu úrskurðar- og dómsvaldi bættist við aðra skömm okkar að Ísland yrði skólabókardæmi um ómarktækt og spillt dómsvald - og við yrðum handrukkuð eftir sem áður.*

-------------------------------

Hvaða erlendu stofnanir, ertu að tala um?

Afstaða Framkvæmdastjórnarinnar er ljós, og hefur verið svo frá upphafi.

AGS, stjórnast af eigendum sínum, en Bretar og Hollendingar, eiga milli 5-6% í sjóðnum, samanlagt.

Fram að þessu, hefur SÞ ekkert haft með málið að segja, né Alþjóðlega Viðskiptastofnunin.

Þ.e. ekki alveg eins, og allur heimurinn sé á móti okkur, þó að við eigum í deilum við, nánar tiltekið; framkvæmdastjórnina og Hollendinga og Breta.

Hvað restina af heiminum varðar, þá er málið einfaldlega of smátt, til að þau hafi áhuga á því. Deila, sem kemur þeim ekki við.

Ef allt fer á allra versta veg, lýsum við okkur gjaldþrota, og í ljósi þess sem er undangengið, þá er það skárri niðurstaða en að undirgangast fullar greiðslur fyrir Icesave. Þó svo EES færi til fjandans, þá væri það samt skárra en að greiða Icesave upp í topp, þ.s. ekki er nokkur leið að við hröpum lengra niður en niður á grunn "WTO".

Með öðrum orðum, jafnvel í því samhengi, værum við ekki að tala um, einhvers kona Kúpu norðursins, þ.s. við værum samt í því samhengi, ágætlega tengd við alþjóðlegt viðskiptaumhverfi.

Evrópa, er einfaldlega ekki svo áhrifamikil í heiminum í dag, að deilur við Evrópu, leiði til einhvers endanlegrar útskúfunar á heimsvísu, eða einhverrar langvarandi fátæktar.

Þvert á móti, reikna ég fastlega með, að nær engar hindranir myndu vera á okkar útflutningi, þ.s. Evrópu vantar fisk, er ekki rökrétt að hinda innflutning, né ættu álverin að lenda í vanda, en eftir allt saman þykir eigendum þeirra borga sig að flytja hingað súrál alla leið frá Ástralíu.

Svo, þó Evrópa fari í fílu, og við ættum ekki möguleika á aðild næstu áratugina, þá værum við samt sem áður, vel tengd inn í heimshagkerfið, og með ágæta möguleika til að dafna.

Mér blöskrar þessi, uppgjafar hugsun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2009 kl. 18:44

42 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ja, nafni. Það væri frábært ef þetta væri svona einfalt.

Þá hefði bara átt að vera búið að þessu fyrir ári...

Einar Hansson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 20:22"

--------------------------

Mistök ríkisstjórnarinnar, er að hafa talið það þvílíkt lýkilatriði að ganga frá þessum samningum.

Þeir eru það ekki, og þ.e. algerlega kostur, að semja ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2009 kl. 18:51

43 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Eitt er víst að ef þessu máli verður klúðrað vegna einhvers blinds þjóðernisrembings, þá er ég ekki Íslendingur lengur. Mun ekki vilja láta þekkja mig hérna á meginlandinu sem Íslending. Svo alvarlega er litið á þetta mál hér á meginlandinu.

Þá mundi ég frekar vilja vera af fátækri og stoltri þjóð en ræningja og ribbaldaþjóð..

Einar Hansson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:45"

------------------

Farðu bara. - "Be-gone"

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2009 kl. 18:54

44 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Óhugsandier að sömu lög séu framkvæmd á einn veg á Íslandi og á annan veg til dæmis í Noregi. Sitji Íslendingar við sinn keip mun Eftirlitsstofnun EFTA taka málið fyrir og kveða upp úrskurð til þess að tryggja samræmda túlkun og framkvæmd innistæðutrygginga. Þaðan fer svo málið farið fyrir EFTA dómstólinn, ef þurfa þykir.

Víst er að unnt að er fá úr ágreiningnum skorið fyrir viðeigandi dómstóli, sem íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt, en það má heita vonlítið að þau nái nokkrum árangri með sjónarmið sitt. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg . Vilji íslendingar ekki hlíta reglum EES svæðisins verður allur EES samningurinn í uppnámi vegna þess að ekki verður unað við mismunandi framkvæmd þessara mikilvægu laga."

http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1308

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2009 kl. 00:25

-----------------------------------

Þetta er ástæða þess, að Efta dómstóllinn er hefur lögsögu um EES svæðið, ber saman bækur sínar reglulega við Evrópudómstólinn - þ.s. ekki er talið heppilegt að dómaframkvæmd sé mismunandi.

Á hinn bóginn, hefur Doktor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, staðfest að Evrópudómstóllinn hafi aldrei dæmt í máli er fjalli um okkar tiltekna vandamál, hvað gerist ef heilt bankakerfi fer á hausinn, enda er augljóst að tilskipunin um Innistæðutryggingasjóði, einungis kveður á um stofnun slíkra sjóða og skilgreinir tiltekni rekstrarleg atriði. Sem dæmi um hvað ekki er skilgreint, er að t.d. vantar skilgreiningu á hvernig þeir séu fjármagnaðir. En, skv. okkar eigin lögum, er TR fjármagnaður, með 3% framlagi allra innlendra bankastofnana.

Það að Evrópudómstóllinn hafi aldrei dæmt í svipuðu máli, þíðir að ekki sé til staðar dómaframkvæmd til hliðsjónar, þannig að tal þitt um "conflicht" kemur ekki til, fyrr en sjálfur Evrópudómstóllinn hefur dæmt um sambærilegt mál og komist að annarri niðurstöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2009 kl. 19:06

45 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar Björn,

Þú segir að betra sé að lýsa yfir þjóðargjaldþroti en að gangast að Icesave.  Það er rétt að margar þjóðir hafa gert þetta þó engin sem er meðlimur í OECD.  Þær þjóðir sem hafa gert þetta hafa ekki haft eins þróað og opið hagkerfi og við eða verið með eins skuldsettan einkageira. Flest eru þetta ríki í S. Ameríku og Afríku.  Ef við lýsum yfir gjaldþroti verða öll erlend lán gjaldfelld bæði hjá ríki og fyrirtækjum.  Hvað gerum við við Landsvirkjun t.d.?  Tökum við hana eignarnámi eins og Venesúela gerið við olíuvinnsluna hjá sér?  Löndin í kringum okkur munu kaupa fiskinn af okkur enda er það ódýrara en að halda okkur upp á neyðarhjálp!  Verra er með áliðnaðinn, útlendingar fara varla að fjárfesta hér á meðan við eru í gjaldþrotaferli.  Þetta þýðir að verksmiðjurnar hér verða keyrðar niður og síðan afskrifaðar.  Ný álver verða ekki byggð í bráð.  Gjaldeyri fáum við með fisksölu og ferðamönnum en hann verður skammtaður því lyf, matur og aðföng ganga fyrir.  Það verður að staðgreiða allt í útlöndum, bíla, báta, vinnuvélar osfrv.  Ef við ætlum að kaupa nýjan togara verðum við að spara gjaldeyrir fyrir honum.  Auðvita er þetta hægt en þessu fylgir mikið atvinnuleysi, landflótti og fall í lífskjörum.  Krónan verður eins konar matador peningur með ekkert lánstraust. Þeir sem vilja byggja upp raunverulegan sparnað til elliáranna verða að flytja úr landi og fá sér vinnu þar sem þeim er borgað í alvöru gjaldmiðli enda verður eftirspurn eftir gjaldeyri endalaus hér.

Nei ef EB kemur ekki hingað flytur stór hluti næstu kynslóða til EB. Landið verður veiði og ferðamannastöð. Svo einfalt er það. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.10.2009 kl. 22:34

46 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Verra er með áliðnaðinn, útlendingar fara varla að fjárfesta hér á meðan við eru í gjaldþrotaferli."

-------------

Þetta er algerlega órökrétt, enda kemur rekstur þeirra hérlendis, þessu að engu leiti við.

Þ.s. gerist með gjaldþrota ferli, er sannarlega eins og þú bendir á, að við missum allt kredit. Á hinn bóginn, er það ekki vandamál fyrir útflutningsfyrirtæki, þ.s. þau geta haft gjaldeyrisreikninga í viðurkenndum erlendum bönkum, og þannig haft kredit.

Þetta er miklu síður vandamál, fyrir þau állver sem eru starfandi. En, athugasemd varðandi þau, er algerlega út í hött, en málið er að þ.s. þau eru í eigu alþjóðlegra auðhringja, og þ.s. þau hafa tekjur í erlendum gjaldeyri; þá hafa þau kredit, sama hvað gerist með ísl. ríkið.

Ég fullyrði því, að gjaldþrot ísl. ríkisins, valdi þeim alls engum vandræðum.

---------------------

Þ.s. við eigum að gera, er að strax hleypa krónunni á flot. Hún mun þá einfaldlega falla, t.d um önnur 50% gagnvart EVRU. En, þ.e. kjaftæði hjá þér, og stenst alls enga hagfræðilega skoðun, að þannig verði hún að MATADOR peningum, þ.s. að ísl. hagkerfið mun áfram skila útflutningsverðmætum, eftir allt saman. Það þýðir, að áfram eru umsvif. Það þýðir, að krónan mun ná verðmætabotni, sem þýðir að hún verður þ.s. kallað er "traidable" eða með öðrum orðum, hún mun fá viðurkennt markaðsverðmæti.

Útkoman er sú, að markaðir munu fara að versla með krónur á ný. Þ.e. nefnilega alger misskilningur, að núverandi stefna sé að styrkja krónuna til langframa. Þvert á móti, tryggir sú stefna að halda uppi gervi gengi sem enginn markaður viðurkennir, að enginn markaður vill versla með ísl. gjaldmiðil.

Þ.e. alls ekki flóknara en það, að ef við viljum að þessi verslun eigi sér stað á ný, þá þarf ekki annað en að afnema, strax á morgun, öll höft á verslun með hana. Markaðurinn, mun leiðrétta verðmæti, þ.e. fella gengið hennar, þar til að gengi hennar rímar við þá tiltrú þ.e. verðmætasköpun, sem raunverulega á sér stað.

Eins og ég sagði, að þ.s. að útflutningur, þ.e. bæði fiskur og ál mun ætíð eiga sér stað, hvernig sem öllu veltur, þá verðu þetta verðmæti alltaf miklu hærra en "0" - svo, tal þitt um MATADOR peninga, er tóm tjara.

-----------------------------

Einnig um dómsdagsspá þína, um massívan útflutning fólks. Þ.e. nákvæmlega þ.s. núverandi stefna, mun óhjákvæmilega leiða til, þ.s. hún stefnir að langvarandi stöðnun, með gengi haldið uppi í hæðum sem enginn markaður viðurkennir. Þetta höfum við reyndar reynt áður, þ.e. milli 1949 og 1959, svokallað haftatímabil, sbr. "þjóð í hafti." En, það skiptir engu máli, þó gengið sé hrunið, miðað við fyrra bólugengi. Þ.s. skiptir máli, er að gengið hefur ekki hrunið eins lang, og raunveruleg verðmætasköpun núverandi stöðu hagkerfisins getur staðið undir, en eftir allt saman féll verðbréfamarkaður hérlendis um nær 90%, og ég segi, að gengið þarf að falla um svipað hlutfall.

Það þýðir, gott og vel, að flest fyrirtæki og einnig einstaklingar, er tóku erlend lán eru gjaldþrota; en gjaldþrot þeirra, er einfaldlega nauðsynleg hreinsun. Eftir það, og afskriftir skulda þeirra, þá getur allt byrjað á ný. "Creative destruction" var þetta t.d. kallað af Schumpeter.

Núverandi stefna, getur ekki annað en strandað. Bankarnir stefna í gjaldþrot, snemma á næsta ári. Fall bankanna, verður ekki tekið til baka. Það verður að láta þessa gjalþrotahrinu, ganga sinn garð.

Hvað svo, þvert á þ.s. þú segir, er það ekki einhver fátæktargarður til langframa. Málið er, að atvinnutækin eru enn til staðar. Húsin eru það einnig. Að auki er mennunt fólksins það einnig. Eftir þetta hrun, tekur við hröð uppbygging.

-----------------------

Aftur á móti, leiði hin stefnan - sem ég verð að kalla helstefnu - ekkert til annars, en langvarandi stöðnunar, þ.e. ef ég hef rangt fyrir mér, með gjaldþrot bankanna á næsta ári. En, ég á ekki von á því.

Hrun stefnu Samfó, er því óumflýjanleg.

-----------------------

"Nei ef EB kemur ekki hingað flytur stór hluti næstu kynslóða til EB. Landið verður veiði og ferðamannastöð. Svo einfalt er það. ".

LOL.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.10.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband