20.10.2009 | 16:41
Landsvirkjun teflir á tæpasta vað með fjármögnun
Í miðum maí á þessu ári skrifaði ég blogg um fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og bar hana saman við sænska raforkufyrirtækið Vattenfall og komst að eftirfarandi niðurstöðu:
----
Margt hefur verið skrifað um Landsvirkjun og framtíð þess fyrirtækis og sýnist sitt hverjum. Því miður virðast margir ekki sjá skóginn fyrir trjánum og enda of í flóknum útreikningum sem missa marks. Hins vegar er staðan alvarleg og gott er að setja hana í erlent samhengi.
Það sem útlendingar hafa áhyggjur af er lausafjárstaða Landsvirkjunar og skuldastaða íslenska ríkisins. Getur Landsvirkjun staðið undir vaxtakostnaði, endurfjármagnað sig og sett fram meiri tryggingar ef þess er óskað? Þetta er það sem erlendir greiningaraðilar spyrja sig?
Til að gefa lesendum örlitla innsýn í vandann er gott að hafa viðmiðun. Notum Vattenfall, einn stærsta raforkuframleiðanda á Norðurlöndunum, sem rekur margar virkjanir í Svíþjóð og víðar.
Lítum á hugtak sem er kallað "interest coverage = EBITADA/interest expense" og er hlutfall á milli rekstrartekna án fyrninga og vaxtakostnaðar. Því hærri sem þessi tala er því öruggari geta fjárfestar verið að þeir fái borgað af lánum sínum. Þegar þessi tala nálgast 1 fara þessar rekstrartekjur allar í vexti. Lánastofnanir vilja að þessi tala sé há og oft er sett í lánasamninga að ef þetta hlutfall fellur niður fyrir umsamda viðmiðun þurfi lántakandi að setja fram meiri tryggingar.
Það þykir gott ef þessi tala er stærri en 3.5 og er það lágmarksviðmiðun t.d. hjá Vattenfall. Ef við kíkjum á nýjustu árskýrslur (2008) hjá Landsvirkjun og Vattenfall kemur í ljós að þetta hlutfall er:
- Landsvirkjun 1.4
- Vattenfall 4.7
Þessar tölur segja mikið um getu Landsvirkjunar til að standa undir lánagreiðslum, samanborið við sambærileg fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum. Það má ekki mikið fara úrskeiðis hjá Landsvirkjun bæði hvað varðar tekjur eða vaxtakjör til að illa fari.
![]() |
Tekist á um Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009 | 18:47
... en hvað með ársreikninga Haga?
Hvernig geta bankar gengið frá endurfjármögnun Haga án þess að ársreikningar séu lagðir fram? Hver fjármagnaði þessa greiðslu á skuldabréfaflokki Haga?
Halda menn að það sé einhver tilviljun að Exista og Hagar birti uppgjör og fjármálafréttir á sama degi og skrifað er undir Icesave?
Allt er þetta útspekúlerað og lyktar illa.
![]() |
Endurfjármögnun Haga lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009 | 11:54
Exista: ríki í ríkinu
Afkoma Exista er hreint ótrúleg þegar maður fer að rýna í uppgjörið í ensku útgáfunni sem er upp á 45 blaðsíður en íslenska útgáfan er 7 blaðsíður.
Tap félagsins er 1,618 ma evrur eða 206 ma kr (gengi 127 kr. evran) eða álíka og halli ríkisins á sama tíma! Það eru ekki mörg einkafyrirtæki sem slá ríkið út í halla eins og Exista.
Skuldir er 2,100 m evra en eigið fé er 200 ma evra.
Útlán Exista sem eru á eindaga nema 836 m evra. Hver skuldar þetta?
Hagnaður borgaður til Exista af dótturfélögum: 180 m evra eða 33 ma kr á gengi dagsins í dag sem viðskiptavinir dótturfélaga Exista (Síminn, VÍS, Lýsing, Bakkavör t.d.) borga sem "hagnað" þó ég geti ekki séð að þau skili neinum hagnaði?
Launakostnaður Exista er 25 m evra 2008 á móti 29 m evra 2007. Miðaða við meðalgengi á evrunni 127 kr. 2008 og 88 kr. 2007, kemur ansi athyglisverður hlutur í ljós:
Launakostnaður mældur í kr. hækkaði frá 2,552 m kr. fyrir 2007 upp í 3,175 m kr fyrir árið 2008 eða um 623 m kr. sem gera 24%. (á sama tíma fækkaði starfsmönnum úr 433 í 420 eða um 3% þ.e. meðalmánaðarlaun hækkuðu á milli 2007 og 2008 frá 490,000 kr í 630,000 kr). Sem sagt, allt bendir til að æðstu stjórnendur innan Exista hafi verið ríkulega verðlaunaðir fyrir þetta tap. Klassískt, ekki satt.
Maður er farinn að skilja hvers vegna þetta fólk rígheldur í sínar stöður. Hvað eru margir starfsmenn innan Exista sem eru með sinn launasamning í evrum?
![]() |
Exista tapaði 206 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.10.2009 | 09:39
Hálfnað verk þá hafið er!
Er Bjarni Ben kominn með annan fótinn í Framsókn eða er hann búinn að gleyma að Árni Matt var fjármálaráðherra Sjálfstæðismanna í síðustu ríkisstjórn?
Vissulega hefur margt farið úrskeiðis í þessari Icesave hreingerningu og hún kostað mikið, en hvort kom fyrst hreingerningin eða skíturinn?
Eini flokkurinn sem virkilega gat farið með þetta Icesavemál fyrir dóm voru Sjálfstæðismenn fyrir um ári síðan. En það gerðu þeir ekki, heldur lögðu grunninn fyrir samningagerð og römmuðu okkur inn í þá mynd sem við nú stöndum frammi fyrir.
Það er ekki bæði hægt að semja og fara í mál á sama tíma. Því miður hefur Bjarni fallið í þá freistingu að láta draga sig og flokkinn yfir á framsóknarskútuna þar sem seglum er hagað eftir vindi og atkvæðaveiðar eru settar ofar stefnu.
![]() |
Niðurstaðan fullkomin uppgjöf og niðurlæging |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 21:24
"Much Ado About Nothing"
Bresk og hollensk stjórnvöld geta sagt við sína skattgreiðendur:
Íslendingar munu borga alla upphæðina með vöxtum.
Tíminn skiptir minna máli enda snýst þetta ekki um upphæðir hjá þeim heldur prinsipp og pólitík.
Íslendingar geta sagt við alþjóðasamfélagið:
Við stöndum við okkar orð og borgum.
Og vonandi geta íslensk stjórnvöld sagt við skattgreiðendur:
Nú kemur alþjóðasamfélagið okkur til hjálpar, AGS mun fara í sína endurskoðun og EB mun að öllum líkindum standa undir mestu af Icesave þegar allt kemur til alls, enda munum við fá alls konar styrki bakdyramegin á móti okkar greiðslum.
Áður en við förum að borga og þegar við erum komin inn í EB mun nefnd líklega skila áliti þar sem mun koma fram að gölluð EB reglugerð hafi átt þátt í Icesave klúðrinu og þar með verður þessi sjoppureikningur borgaður af EB.
Við getum því ýtt þessu Icesave til hliðar og hætt að fara af taugum út af þessu.
Allt bendir til að við munum aldrei borga neitt af þessu.
![]() |
Lengra varð ekki komist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 18:33
Allt gert til að bjarga Baldri
Mál Baldurs er mjög einfalt en á sama tíma mjög vandræðalegt fyrir íslenska stjórnsýslu og stjórnmálamenn.
Hér eru nokkrar spurningar sem verður að svara:
- Er eðlilegt að ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sé að sýsla með hlutafé í bönkum?
- Gerði hann ráðherra grein fyrir hlutafjárstöðu sinni og fékk hann leyfi ráðherra til að selja?
- Hvað liðu margir daga frá fundi til sölu?
- Telur Baldur það fullkomlega eðlilegt að hann selji sín hlutabréf í Landsbankanum eftir að hafa setið fund um bankana í London og að hvítþvottur FME gefi honum hreint vottorð?
- Hvaða reglur gilda innan stjórnarráðsins um sýsl með verðbréf?
- Eru þessar reglur hliðstæðar því sem best gerist á hinum Norðurlöndunum?
- Hvernig hefði verið tekið á þessu máli í Noregi eða Danmörku?
Það verður gaman fylgjast með röksemdafærslu saksóknara á þessu máli. Hvernig komst fjármálaeftirlitið að sinni niðurstöðu? Eftir hvaða reglum var farið? Og hvers vegna endaði þetta hjá saksóknara ef FME gaf grænt ljós á þennan gjörning? Þetta stemmir einfaldlega ekki.
Þetta mál verður ekki svo auðveldlega þaggað niður. Eins og sagt er í Bretlandi "this story has legs" og þögn Morgunblaðsins hefur gert vonda stöðu verri og vakið upp grunsemdir. Nei, Davíð hefur gert Baldri hér mikinn bjarnargreiða sem báðir muni sjá eftir. Þeirra tími er vonandi liðinn.
![]() |
Fjármálaeftirlitið taldi skýringar fullnægjandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 14:04
Icesave fyrir krakka
Ætli krakkar séu ekki orðnir leiðir á þessu endalausa þrasi fullorðinna um eitthvað Icesave?
Í Bandaríkjunum er þrýstihópur sem berst gegn skuldsetningu bandaríska ríkisins ekki ólíkt og margir hér berjast gegn Icesave. Þessi hópur sem kallar sig DefeatTheDebt.com hefur gert sér grein fyrir að næsta kynslóð mun ekki sleppa við þessar skuldir og því tekið krakka í sína þjónustu eins og þetta myndband sínir.
![]() |
Lagalegir fyrirvarar halda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 08:40
Stjórnmálamenn bregðast
Við eru að komast í heilan hring í þessu Icesave máli. Stjórnmálamennirnir okkar hafa misskilið stöðu okkar dæmt hana á rögum forsendum og ekki haft kunnáttu eða þekkingu til að skilja okkar andstæðinga.
Svona er ekki hægt að stjórna landinu. Hér verða að vera breytingar á. Það verður að senda alþingismenn í skóla til að læra mismuninn á hagsmunum þjóðarinnar, flokksins og þeirra prófkjörshópa. Alþingismenn verða að læra að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma en ekki öfugt.
Þetta leysir þó ekki kjósendur frá ábyrgð. Á meðan kjósendur aðhyllast og láta glepjast af lýðskrums kosningum sem kallast prófkjör og eru ekkert nema "idol" vinsældarkosning, geta þeir ekki gert miklar kröfur til Alþingis og möguleikar til umbóta verða litlir.
Allt ber þetta að sama brunni. Ekkert mun breytast þar til við fáum stjórnlagaþing, sem er skipað óháðum og sjálfstæðum borgurum sem setja landinu nýja stjórnarskrá. Því miður eru litlar líku á að núverandi valdaklíka muni samþykkja sína eigin aftöku.
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2009 | 20:11
Konur sem ekki keyra
Ekki veit ég hvort það erum enn margar konur sem alltaf láta eiginmanninn keyra. Ég vona að þetta myndband sé ekki ástæðan! (síðast í röðinni af Harry Enfield - ég lofa!)
17.10.2009 | 15:39
Amen...
Þeir sem eru orðnir þreyttir á íslenskum prestum og þeirra hjali geta yljað sér á eftirfarandi boðskap sem er á aðeins léttari nótum.
![]() |
Ákvörðun biskups gildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |