Að greiða niður skuldir alltaf besta og öruggasta fjárfestingin

Fjármálalæsi og stærðfræði hafa aldrei verið hátt skrifuð á Íslandi og það kemur mörgum núna í koll.

Hér eru þrjár einfaldar reglur sem eru byggðar á reynslu frá kreppunni 1929 sem enn eru í fullu gildi en þykja ansi gamaldags:

1. Að greiða niður skuldir er alltaf besta og öruggasta fjárfestingin

2. Aðeins skuldlausir einstaklingar eiga að fjárfesta í hlutabréfum og aðeins ef þeir gera sér grein fyrir að hlutabréf geta tapast.

3. Skuldir mega aldrei fara yfir 2.5x brúttó heimilistekjur.


mbl.is Samfélag óvilhallt skuldurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hvað er nákvæmlega átt við með þriðja liðnum?  Áttu kannski við afborgun af skuldum?  Má fjsk. skv. þessu með 6 miljón króna árstekur ekki skulda nema 15 miljónir í húsnæðislán? Nánar takk. BKv. baldur

Baldur Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Mama G

Var einmitt að spá í það sama.

Mama G, 21.10.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Rétt hjá þér Baldur, þetta er það sem hann á við.

Þessum reglum til viðbótar þá myndi ég vilja bæta þeirri fjórðu við sem er að fyrirvinnurnar í fjölskyldunni eiga að líftryggja sig fyrir andvirði þeirra skulda sem hvíla á fasteigninni sem þær búa í.

Falli annar hvor aðilinn frá þá getur fjölskyldan samt búið áfram á sama stað, börn verið áfram í sama skóla o.s.frv.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.10.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem ég á við er að höfuðstólinn fari ekki yfir 2.5x brúttó árstekjur.  Þetta er mjög konservatíft en þegar hlutfallið er komið upp í 5 er flestir í mjög erfiðum málum og geta ekki tekið neitt áfall á sig.   Flestir bankar erlendis fara ekki yfir 3x árstekjur.

Líftrygging er nauðsynlegt skilyrði fyrir láni erlendis bæði fyrir bankann og fjölskylduna.

Svona reglur sýna vel hversu illa flestir ráða við húsnæðislán á Íslandi.  Þetta er samblanda af lágum launum, háu verði og okurvöxtum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.10.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Einar Steinsson

Svo má líka bæta við að það er skynsamlegt að taka lánin í þeim gjaldmiðli sem maður fær launin sín greidd í eins og margir hafa orðið varir við síðasta árið...

Einar Steinsson, 21.10.2009 kl. 16:54

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt og við þurfum að taka upp nýjan hugunarhátt, þarf varla að nefna það.

Arinbjörn Kúld, 21.10.2009 kl. 17:51

7 Smámynd: Birgirsm

Einn af örfáum mönnum sem tönglast hefur á þessu, ár eftir ár, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, er Pétur Blöndal. 

Ég tek hatt minn ofan fyrir honum og þeim fáu mönnum sem vinna í því að koma þessum einföldu skilaboðum inn í hausinn á fólki, og þakka ég mínum sæla fyrir það að hafa hlustað og tekið mark á þessari speki.

Birgirsm, 21.10.2009 kl. 18:47

8 identicon

Ætla að bæta hér örlitlu við. Er sammála þér Andri varðandi skuldsetninguna til að tryggja nægjanlegt fjármagn til reglubundinnar framfærslu. Hins vegar var vandinn sá (og verður mögulega) að til staðar var eignarskattur á húsnæði. Þess vegna borgaði sig að finna út hagkvæmustu skuldsetninguna á þeim tíma.

Vandinn á Íslandi er að það er of oft verið að breyta leikreglum í stað þess að hið opinbera veiti sjálfu sér aðhald sem og vexti atvinnulífsins.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband