Var íslenska kauphöllin sjónhverfing?

Það líður varla sú vika að ekki fréttist af enn einu "gjaldþrotamáli" eignarhaldsfélags sem hafði þann eins starfsvetfang að kaupa hlutabréf með lánum sem "tekin" voru með veði í bréfunum.

Nýjast dæmið er: 

Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu, að því er Vísir greinir frá.

En hvað liggur hér að baki?  Var það eðlileg kauphallarstarfsemi að stór hluti veltu var fjármagnaður með lánum frá þremur bönkum sem allir höfðu síðan tengsl við nær öll félögin í kauphöllinni?

Öll umræðan er um hina svo kölluðu fjárfesta sem keyptu bréfin og töpuðu öllu. En er það svo?

Hver seldi þeim bréfin, hver sat hinum megin við borðið?  Hvaða tengsl höfðu seljendur við kaupendur og lánveitenda?  Voru þetta sömu einstaklingar sem gátu falið sig á bak við eignarhaldsfélög öll með mismunandi kennitölur? Hvaða þóknun var greidd við kaup og sölu og hvert rann hún?

Það er æ betur að koma í ljós að eina aðferðin til að losa stórar hlutabréfastöður var að selja skuldabréf og lána til leppa sem síðan keyptu bréfin.  Þetta var ekkert annað en sjónhverfing þar sem verðlitlum hlutabréfum var breytt í skuldabréf til að losa fé og halda upp sýndarverði á kauphallarvísitölunni. 

Það sem umheimurinn mun vilja vita er hvort þetta var "löglegt" samkvæmd íslenskum lögum?  Ári eftir hrun hefur ekki ein einasta kæra verið birt, það segir meira en margt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm, eintómar barbabrellur en þetta er allt í rannsókn er það ekki? Það sem maður skilur hins vegar ekki er hve langan tíma þetta tekur og það bendir til alls þess sem þú ert að tala um er það ekki?

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.10.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband