Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.10.2009 | 19:59
"Icesave samningur sanngjarn"
Samkvæmt fréttum RÚV segir Sheetal K. Chand, doktor í hagfræði við Háskólann í Osló: "að lánaskilmálar Breta og Hollendinga gætu ekki verið sanngjarnari miðað við núverandi aðstæður."
Ætli Sheetal þurfi ekki lögreglufylgd út á Leifsstöð til að komast klakklaust úr landi. Þetta er nokkuð sem líklega flestir Íslendingar vilja ekki heyra enda eru margir staðfastir í þeirri trú að Bretar og Hollendingar séu að kúga okkur en ekki gæta eðlilegra hagsmuna sinna skattgreiðenda.
Það er mjög nauðsynlegt að fá svona álit í umræðuna frá óháðum erlendum þriðja aðila fyrir utan EB.
Það er æ betur að koma í ljós hversu einangruð við erum og hversu illa við höfum haldið á spilum í þessu Icesave máli.
Við erum í algjöru öngstræti með þetta mál og því miður virðast prófkjör ekki hafa skilað inn á Alþingi öðrum en rifrildisseggjum og smákóngum sem hugsa um sig og sína en ekki heildina. Við höfum verið hér áður og sú tíð var kölluð Sturlungaöld. Hvað ætli sagan muni kalli þessa örlagatíma sem við nú lifum?
![]() |
Stefnuræða flutt í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 15:27
Pólska lánið: Rangfærslur í Morgunblaðinu í dag
Á blaðsíður 2 í Morgunblaðinu í dag segir:
LÁN Pólverja hljóðar upp á 630 milljónir pólskra slota, sem á núverandi gengi eru um 25 milljarðar íslenskra króna. Lánið er til 12 ára og ber 2% vexti út árið 2015, en 1,3% eftir það.
Þetta er ekki rétt, lánið ber ekki 2% og 1.3% vexti heldur er þetta vaxtaálagið sem bætist við vexti á pólsku ríkisskuldabréfunum sem við vorum látin kaupa fyrir þetta lán! Enda segir á vef fjármálaráðuneytisins:
Greiðsluferlarnir samkvæmt lánssamningnum munu samsvara vaxtagreiðslu- og endurgreiðsluferlum hinna tilgreindu pólsku ríkiskuldabréfa. Hreinn kostnaður lántakanda mun þar af leiðandi eingöngu verða vaxtaálag sem greiða skal samtímis vaxtagreiðslum af pólsku ríkisskuldabréfunum. Vaxtaálagið verður 2% á ári fram til 31. desember 2015 en 1.3% á ári þar eftir.
Vextir og vaxtaálag er ekki það sama.
Ef pólsku ríkisskuldabréfin bera 5% vextir eru við að borga 7% og 6.3% vexti af þessu láni.
Hvers vegna erum við að taka þetta lán? Þetta lán kemur aldrei til Íslands. Við eigum að nafni til þessi pólsku ríkisskuldabréf en þau eru veðsett og líklega geymd í Varsjá og við borgum 500,000,000 kr. á ári fyrir geymsluna? Þetta er svolítið eins og gömlu bankarnir voru að gera, lána fyrir hlutabréfum með veði í bréfunum sjálfum!
Nú þegar fyrrum Seðlabankastjóri er sestur í ritstjórnarstól ættu að vera hæg heimatökin hjá Morgunblaðinu að útskýra fyrir lesendum hvernig þessi gjörningur mun styðja við krónuna og hvort þessi geymslukostnaður í Varsjá sé eðlilegur og góð fjárfesting fyrir skattgreiðendur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.10.2009 | 14:17
Ísland 2010
AGS hefur þegar viðurkennt að eftir 10 mánaða AGS gæslu hafa horfur á Íslandi snarversnað og nú er spáð 2% samdrætti í þjóðartekjum á næsta ári.
Ég er ansi hræddur um að þessi 2% sé bjartsýnisspá. Skuldabyrðin er að sliga hagherfið sem hefur leitt til stöðnunar og gríðarlegrar verðbólgu þar sem eignarlausir stjórnendur reyna á miskunnarlausan hátt að velta vaxtakostnaði sínum yfir á neytendur. Á sama tíma lækka laun og nú eiga snarhækkaðir skattar að koma ofan á allt saman.
Ef skuldir, skattar og verðbólga ná ekki að kæfa efnahagslífið hér 2010 þá munu misvitrir stjórnmálamenn með AGS í eftirdragi sjá um það.
2010 verður örlagaár fyrir Ísland. Þá fyrst förum við að finna fyrir afleiðingum hrunsins. Þetta er bara rétt að byrja, því miður.
![]() |
Kröfur AGS auka kreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 13:01
Lærum af reynslu Breta
Bretar fóru í flatan niðurskurð upp úr 1990 með skelfilegu afleiðingum fyrir heilbrigðisþjónustuna hjá sér. Biðlistar lengdust, óþrifnaður og ringulreið jókst þar sem það eru takmörk fyrir hvað er hægt að leggja á færri og færri hendur. Á ákveðnum tímapunkti hrynur kerfið eins og við þekkjum það.
Það tók Breta 10 ár að vinna kerfið aftur upp með miklum kostnaði. Þetta er ein ástæða þess að allt annað verður skorið niður hjá þeim áður en til heilbrigðisþjónustu kemur.
Flatur niðurskurður er hættulegur, dæmin sanna það. Með því að fara hægar í niðurskurðinn og dreifa honum yfir 4-5 ár má standa vörð um heilbrigðiskerfið án þess að það leiði til samsvarandi skattahækkana.
Því miður hefur Icesave sett allt okkar samband við AGS á ís og því má segja að Icesave sé Þrándur í götu hér. Án Icesave hefðum við líklega geta endursamið við AGS og fengið lengri tíma í aðhaldsaðgerðir að fyrirmynd Íra og EB. Hinn óbeini kostnaður af Icesave verður hár.
![]() |
Flatur niðurskurður hættulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2009 | 21:35
FT: AGS gagnrýndur fyrir að vera of pólitískur og undir hæl EB!
Það eru fleiri en Íslendingar sem halda því fram að AGS sé of pólitískur og undir hæl EB. Nýleg grein um þetta á vefsíður Financial Times ræðir stöðu AGS við ýmsa fjármálasérfræðinga, þar á meðal David Lubin sérfræðing hjá Citigroup í London, sem segir eftirfarandi um AGS og Lettland:
By allowing a European country leeway, he said, the impression given was "not of an International Monetary Fund but a Euro-Atlantic Monetary Fund". Mr Lubin said the IMF appeared influenced by the EU, which provided 42 per cent of the total package lent to Latvia and wanted to avoid a devaluation.
Stauss-Kahn þarf að halda betur á spilum en hann ætlar að koma áætlun sinn í framkvæmd um að breyta og upphefja sjóðinn í eins konar súper seðlabanka fyrir þjóðir heims. Fyrst þarf hann að sanna að sjóðurinn vinni eftir sjálfstæðum og óháðum vinnubrögðum.
4.10.2009 | 20:05
Úlfur, úlfur eina ferðin enn
Jæja, þá er komið að Steingrími að leika þennan Rússaleik með lánsloforðin sem koma og fara, þótt þetta sé ekki eins dramatískt og hjá Davíð í minnisverðu viðtali við Bloomberg sjónvarpsstöðina fyrir um ári síðan.
Eru ekki búnar að vera linnulausar samningaviðræður við Rússa um þetta lán í heilt ár? Er þetta að verða eins og Icesave klúðrið eða eru Rússar að spila með Íslendinga?
Eigum við reyndan og hæfan mannskap í allar þessar viðræður út um allt og sem engan enda virðast taka?
Ég get ekki séð að það verði hægt að spara mikið í fjármálaráðuneytinu eða utanríkisráðuneytinu á næsta ári.
![]() |
Ekkert samkomulag um Rússalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2009 | 14:53
Dýr tryggingarvíxill - hver er að gera hverjum greiða?
Þetta svokallaða "lán" frá Pólverjum er ekkert nema dýr tryggingarvíxill sem mun kosta okkur 500 m á ári í vaxtaálag. Fréttamenn setja þetta vaxtaálag upp eins og þetta séu þeir vextir sem við borum af láninu en því fer fjarri. Það er mjög ámælisvert hvernig íslensk stjórnvöld stilla þessu fram og gefa landsmönnum ekki fulla sýn á þetta lán.
Við erum látin nota þetta lán til að kaupa pólsk ríkisskuldabréf í zloty, sem gefa okkur líklega 5% vexti. Við þurfum að borga 2% álag ofan á þetta fyrir það eitt að halda þessum bréfum eða um 7%. Það eru ekki margir fjárfestar sem mundu taka þátt í svona dæmi og í raun sýnir þetta hversu hræðileg fjárhagsleg staða og lánstraust landsins er um þessar mundir.
Auðvita eru Pólverjar að gera okkur greiða hér en við endurgjöldum líka þann greiða með því að kaupa pólsk ríkisskuldabréf sem ekki eru mjög vinsæl um þessar mundir eins og þessi nýlega frétt frá Bloomberg ber með sér:
Sept. 10 (Bloomberg) -- Investors should sell Polish government bonds because of a very dangerous fiscal outlook for the country, BNP Paribas SA said.
Hver eru vaxtakjörin á þessum pólsku ríkisskuldabréfum? Höfum við leyfi til að selja þessi bréf ef við þurfum gjaldeyri til að kaupa lyf og aðföng? Hvað gerist ef annað hvort Ísland eða Pólland lendir í greiðsluerfiðleikum? Hver eru afföll af samsvarandi bréfum á opnum markaði?
Þessi tryggingarvíxill á að gera okkur auðveldara að nálgast raunveruleg lán á alþjóðalánamörkuðum til að endurfjármagna lán og fá ný lán til uppbyggingar. T.d. mun þetta auðvelda Landsvirkjun að endurfjármagna sín lán. Þá er rétt að líta á vaxtakjör hjá Landsvirkjum sem X+2% +Y% þar sem X eru vaxtakjör í endurfjármögnuninni og 2% eru vextirnir á tryggingarvíxlinum og Y% er affallsstuðull þar sem pólsku ríkisskuldabréfin seljast með miklum afföllum og eru því ekki af sömu gæðum og t.d. norsk ríkisskuldabréf.
Það er alveg ljóst að þjóðarbúið verður sligaða af vaxtakostnaði næstu 20 árin.
Framtíðin eru skattar og vaxtagjöld!
![]() |
Búið að staðfesta pólska lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2009 | 19:59
Icesave grefur undan áformum Strauss-Kahn
Vonandi er að íslenska sendinefndin í Istanbúl kynni sér áform Strauss-Kahn um framtíð AGS. Hann vill upphefja stofnunina og gera AGS að eins konar allsherjar tryggingarstofnun og lánveitanda til þrautar fyrir þjóðir heims. Þjóðir eiga ekki að þurfa að byggja upp óeðlilega háa gjaldeyrisvarasjóði heldur eiga þær að leita til AGS ef í harðbakkann slær. Eða eins og heimasíða IMF hefur eftir Strauss-Kahn:
The lack of an adequate insurance facility for the global economy has led many emerging markets to self-insure by building excessively large buffers of foreign reserves and created dynamics that have contributed to ever-widening global imbalances, with damaging consequences for the sustainability of economic growth and the stability of the international monetary system. The IMF has the potential to serve as an effective and reliable provider of such insurancethe lender of last resortbut its resources are currently limited relative to the precautionary demand for reserves, he said.
Þetta háleita markmið er hins vegar aðeins trúverðugt og raunhæft ef sjóðurinn vinnur sem sjálfstæð og óháð stofnun. Um leið og stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri leyfa einstökum meðlimsríkjum að nota stofnunina til að þvinga fram hlýðni og aðgerðir í pólitískum málum sem eru alls ótengd sjóðnum eru þessi áform fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka ekkert nema franskir draumórar.
Mikið hefur verið látið af pólitískum hæfileikum Strauss-Kahn og vissulega hefur honum tekist að láta kastljós heimsins lýsa á sig, en þessir hæfileikar geta líka haft sína galla eins og við erum að sjá í þessu Icesave máli. Það er kannski ekki svo gott að framkvæmdastjóri sjóðsins sé of pólitískur og framagjarn. Hann stefnir á forsetakjör í Frakklandi 2012 svo þá er nú mikilvægara að hafa Breta og Hollendinga þæga, sína næstu nágranna, en litla eyju norður í Atlantshafi.
![]() |
Steingrímur fundar með Strauss-Kahn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2009 | 13:10
Klassískt íslenskt fúsk
Þessi frétt um að iðnaðarráðherra hafi ekki heyrt af 16 ma umhverfisskatti sýnir að sömu fúsk vinnubrögðin eru við líði í stjórnsýslu landsins nú og fyrir ári síðan.
Mikið var hneykslast yfir samskiptaleysi í stjórn Geirs Haarde og öllu fögru lofað af nýrri ríkisstjórn. En hefur eitthvað breyst?
Fúsk, fljótfærni og seinagangur hafa alltaf verið vandamál á Íslandi og áttu mikinn þátt í hrunin og nú lengir og dýpkar þessi ósómi kreppuna.
Ps. Hver er höfundur að þessum nýja skatti? Var þetta kynnt AGS á undan ráðherra?
![]() |
Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2009 | 12:49
Sjálfstæði og fagmennska KPMG og PWC undir smásjá
Fréttir um lögreglurannsókn á skrifstofum KPMG og PWC er ekki það sem fólk býst við hjá vönduðum endurskoðendafyrirtækjum.
Svona fréttir eru mjög sjaldgæfar og því er mjög athyglisvert að tvö stærstu endurskoðendafyrirtæki landsins fái heimsókn frá saksóknara sama daginn. Líkur á þessu eru eins og eldingu slái niður tvisvar á sama stað.
KPMG og PWC eiga að starfa algjörlega óháð hvort öðru og ekkert samband á að vera á milli starfsmann þeirra eða vinnuaðferða. En er það svo á Íslandi? Margt bendir til að óeðlilegt samband hafi verið á milli þessara fyrirtækja? Hittust starfsmenn og komu sér saman um aðferðir og túlkun á stöðu bankanna?
Hér eru margar spurningar sem þarf að svara.
Framtíð endurskoðendafyrirtækja með erlenda tengingu virðist lokið hér á landi í bili. Tenging við Ísland og íslenska viðskiptahætti hefur í för með sér miklu meiri hættur en hagnað fyrir erlenda endurskoðendur.
![]() |
Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |