"Icesave samningur sanngjarn"

Samkvæmt fréttum RÚV segir Sheetal K. Chand, doktor í hagfræði við Háskólann í Osló: "að lánaskilmálar Breta og Hollendinga gætu ekki verið sanngjarnari miðað við núverandi aðstæður."

Ætli Sheetal þurfi ekki lögreglufylgd út á Leifsstöð til að komast klakklaust úr landi.  Þetta er nokkuð sem líklega flestir Íslendingar vilja ekki heyra enda eru margir staðfastir í þeirri trú að Bretar og Hollendingar séu að kúga okkur en ekki gæta eðlilegra hagsmuna sinna skattgreiðenda.

Það er mjög nauðsynlegt að fá svona álit í umræðuna frá óháðum erlendum þriðja aðila fyrir utan EB.  

Það er æ betur að koma í ljós hversu einangruð við erum og hversu illa við höfum haldið á spilum í þessu Icesave máli.  

Við erum í algjöru öngstræti með þetta mál og því miður virðast prófkjör ekki hafa skilað inn á Alþingi öðrum en rifrildisseggjum og smákóngum sem hugsa um sig og sína en ekki heildina.  Við höfum verið hér áður og sú tíð var kölluð Sturlungaöld.  Hvað ætli sagan muni kalli þessa örlagatíma sem við nú lifum?


mbl.is Stefnuræða flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Googlaði þennann Chand fýr. Sem fyrrum starfsmaður IMF er hann lítt marktækur. Það er ekki hægt að trúa öllu sem þessir útlendingar segja frekar en því jukki sem er matreitt í okkur hérna heima.

kallpungur, 5.10.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góð athugasemd.  Það er erfitt að finna algjörlega óháða aðila ef allir fyrrverandi starfsmenn IMF eru t.d. ekki marktækir.  Á þennan mælikvarða eru auðvita allir Íslendingar, Bretar og Hollendingar ómarktækir, ekki satt?  

Hverjum treystir maður nú?

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.10.2009 kl. 21:38

3 identicon

Hvað meinti hann með að þetta væri góður samningur? Útfrá hverju gekk hann? Lögfræðilegu hliðinni, siðfræðilegu hliðinni, pólitísku hliðinni, þeirri commercial? Vantaði kjöt á beinin. Virkaði einsog hann væri ekki mjög á dýptina, í þessu máli.

Doddi D (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: kallpungur

Það er nú þetta með þessa óháðu. Það er enginn óháður. Það litast allir af skoðunum sínum og hagsmunum. Spurningin er sú hvað er best fyrir land og þjóð en ekki hvað er best fyrir pólitíkusana. Ef núverandi ríkisstjórn er ekki að valda verkefninu þá er henni fyrir bestu að hætta að rembast.

kallpungur, 6.10.2009 kl. 03:23

5 identicon

Íslendingum virðist því miður ekki gefið að sjá báðar hliðar málsins.  Íslenskur banki fór rænandi og ruplandi um Evrópu og gaf út að allar innistæður væri með ríkisábyrgð frá Íslenska ríkinu. Íslenska ríkið þrætti aldrei fyrir það enda brást eftirlitskerfið skelfilega. 

Hvernig hefðu Íslendingar brugðist við ef Breskur banki hefði hagað sér svona hér, rænt landsmenn , stolið hreinlega innistæðunum og flutt þær úr landi rétt áður en hann færi á hausinn?  Ég er ansi hræddur um að hér hefði allt orðið vitlaust!

Óskar (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 12:39

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Það má vel vera að það sé rétt að lánaskilmálarnir séu mjög góðir miðað við núverandi aðstæður. Andstaðan við IceSave snýst ekki um það heldur um hina meintu skuld og óréttmæti hennar. Í því liggur kúgunin, ekki lánaskilmálum.

Ég tek undir að við höfum haldið illa á spilunum og erum komin í öngstræti. En það á ekki að leiða til þess að við þurfum að þola órétt. Þegar meira að segja Jóhanna talar um órétt í stefnuræðu, þá er eitthvað bogið við samninginn.

Haraldur Hansson, 7.10.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband