Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.12.2009 | 09:56
Gagnrýni Bernanke á einnig við Ísland
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur harðlega gagnrýnt þá ákvörðun Gordon Brown að færa eftirlit með bönkum frá seðlabankanum yfir í nýja stofnun eins og segir á mbl.is:
Bernanke segir þá ákvörðun Browns um að láta Seðlabanka Englands hætta að hafa eftirlit með bönkunum í landinu hafi haft skelfilegar afleiðingar.
Þessi gagnrýni á einnig við hér á landi þar sem þáverandi stjórnvöld gerðu það sama hér og Bretar gerðu nefnilega að flytja bankaeftirlit yfir í sérstaka stofnun sem nefnist FME.
Bernanke gagnrýnir Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2009 | 08:44
Icesave afhjúpar vankunnáttu og getuleysi stjórnvalda
Maður stendur orðlaus yfir þessu nýjasta samkomulagi á afgreiðslu Icesave úr 2. umræðu. Ég þurfti að kíkja á dagatalið til að vera viss um að þetta samkomulag væri frá 2009 en ekki 2008.
Hér á elleftu stundu eftir nær eins árs þras virðast engar grundvallar skýringar og álit liggja fyrir um samninginn sem mark er takandi á:
1. Stenst Icesave stjórnarskrá Íslands?
2. Samningurinn er á ensku og um hann gilda ensk lög en enginn breskur lögfræðingur hefur gefið lögfræðilegt álit á innihaldinu?
3. Hvaða afleiðingar hefur það ef samningnum er hafnað?
4. Hvaða fjárskuldbindingar eru í samninginum?
Maður spyr sig hvað embættismenn ríkisins í þessu máli hafa verið að gera síðastliðið ár? Hvers konar vinnubrögð eru viðhöfð í stjórnkerfinu og á Alþingi?
Greinilegt er að mikil gjá hefur myndast á milli Alþingis og kjósenda. Undirskriftarlisti til Forseta Íslands sem senn nálgast 30,000 ætti að vera mikið áhyggjuefni þingsins. Þar með er almenningur að lýsa sinni vanþóknun yfir vinnubrögðum stjórnvalda og þingsins.
Þessi gjá er miklu alvarlegri en Icesave og erfitt er að sjá hvernig hún verður brúuð. Líklegt er að krafan um beint lýðræði muni aukast og að ný stjórnarskrá muni takmarka völd þingsins í meiriháttar málum.
Icesave hefur skaðað íslenskt þingræði og ólíklegt er að Alþingi muni nokkurn tíma bera þess bætur. Því bera að fagna, enda hafa íslenskir Alþingismenn sannað og sýnt að þeir geta ekki tekið á stórum málum.
Samkomulag um afgreiðslu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.12.2009 | 22:58
Vextir eiga bara eftir að hækka og hækka
Reiðilestur Ögmundar yfir vaxtastefnu Norræna fjárfestingarbankans endurspeglar vel íslensk viðhorf til lána og vaxta, og sýnir vel lítinn skilning á hvernig alþjóðlegir fjármálamarkaðir virka.
Eftirspurn eftir lánsfé á eftir að aukast til muna á næstu árum þegar Bandaríkjamenn, Bretar og Japanir þurfa að endurfjármagna sig. Það þýðir að vextir munu hækka og bilið á milli þeirra sem hafa gott og lélegt lánstraust mun aukast.
Bankar geta þá valið úr hverjum þeir lána. Það verður lítið um ný lán til Íslands - svarið verður, borgið fyrst gömlu lánin annars hafið þið ekkert svigrúm til að borga vexti af nýjum lánum.
Bankar eru ekki góðgerðastofnanir.
Ranglæti gagnvart Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 21:49
B-lið AGS á Íslandi - taka 2
16 apríl skrifaði ég þessa færslu:
-------------------
Hið mikla fall og óstöðuleiki krónunnar samhliða auknum höftum er mikið áfall fyrir stefnu IMF og sýnir að mistök voru gerð við greiningu á efnahagsástandinu hér.
Ástæðan er einföld. Enginn þekkti neitt til Íslands hjá IMF. Ég efast um að starfsmenn þeirra stofnunar viti hvar Ísland er á landakorti. Nei, IMF greip til þeirra tækja sem þeir þekkja og hafa notað í öðrum löndum, eins konar "cut and paste" aðferð sem nú virðist vera að mistakast.
Það sem er enn verra er að ekkert heyrist frá IMF eða stjórnvölum um stefnubreytingu. Haldið er áfram á sömu braut, höftin hert, vextir hafðir háir (en lækkaðir aðeins vegna kosninga), verðbólgan og atvinnuleysi látið aukast.
Efnahagsleg framtíð Íslands mun byggja á 3 undirstöðum:
- Höftum
- Eignatilfærslu frá sparifjáreigendum til skuldara
- Ríkisforsjá í atvinnumálum
Kannast ekki einhverjir við þetta frá fyrri tíð?
Áætlun AGS Excel-æfing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 16:51
ICESAVE UPPGJÖF - ESB SIGUR
Stjórnarandstaðan hefur gefist upp á að finna Icesave lausn og bendir á ESB sem þann aðila sem geti komið þessu í höfn. Með þessu er stjórnarandstaðan óbeint að segja að ESB sé okkar bjargvættur. Hefur Bjarna Ben snúist hugur um ESB aðild?
Íslendingar komast ekki lönd eða strönd með eitt eða neitt. AGS stýrir okkar efnahag og nú biðlar minnihlutinn á Alþingi til ESB um aðstoð í utanríkismálum.
Er ekki ljóst að okkar tilraun til að reka hér sjálfstætt örríki er að renna út í sandinn?
Krefjast þess að Icesave verði vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 15:23
Þjóðaratkvæðisgreiðsla um Icesave er engin lausn á deilunni
Alþjóðleg deilumál verða ekki leyst með einhliða þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þó hægt sé að reikna út skuldir og vexti af Icesave með sæmilegu móti gleymist að taka fórnarkostnaðinn með í reikninginn og sá reikningur er mjög flókinn.
Þjóðaratkvæðisgreiðsla um Icesave mun hafa bein og óbein áhrif á ESB aðildarumsókn okkar, aðgang að fjármagni og vaxtakjör í framtíðinni.
T.d. verður að reikna með að vaxtakostnaður næstu 7 árin verði mun hærri ef Icesave er fellt þar sem lánstraust okkar mun falla ef við stöndum ekki við gefin loforð. Því verður öll uppbygging miklu erfiðari og ef þetta hægir á vexti landsframleiðslu er hreint ómögulegt að segja hver útkoman verði eftir 10-15 ár.
Svo er alveg ljóst að ef við förum með þetta í þjóðaratkvæði nú eftir að hafa gefið alls konar yfirlýsingar til alþjóðasamfélagsins mun allt loga í dómsmálum næstu árin hér.
Nei, Icesave er alls ekki mál til að fara með í þjóðaratkvæði. Það leysir ekki neitt, aðeins gerir málið flóknara og ef til vill dýrara.
Ekkert mál hentar betur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
4.12.2009 | 08:15
240% - 310% - 350% - 400%?
Í hvert skipti sem AGS kemur til landsins hækkar erlend skuldabyrði þjóðarbúsins. Þetta er orðið ansi vandræðalegt fyrir alla aðila sem koma að þessum útreikningi. Hvað ætlar það að taka mörg ár að reikna þetta út? Eða er þetta þrautskipulagður spuni?
Eitt er víst að ef skuldir þjóðarbúsins eru 350% mun það taka yfir 50 ár að ná þeirri skuldabyrgði niður í 60%. Óljóst er hvernig við ráðum við vaxtagreiðslur hvað þá að borga af höfuðstólnum.
Það verður að afskrifa eitthvað af þessu. Hvað hangir hér á spýtunni? Fáum við betri afskriftir innan ESB en utan? Ef svo er, vandast þessi Icesave útreikningur því Icesave er okkar leynilykill að ESB.
Öll umræða um að við missum fullveldi ef við göngum inn í ESB er á villigötum. Skuldug þjóð með haftagjaldmiðil og AGS við stjórn hefur minna fullveldi en núverandi ESB ríki. Innganga inn í ESB mun bæta okkar fullveldi, við fáum alvörugjaldmiðil, aðgang að fjármálamörkuðum og losnum við AGS.
Skuldabyrðin enn meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 13:55
LHS: Hagræðing sem á eftir að kosta mannslíf!
Enn er legurýmum fækkað á Landspítalanum og nú á hjartadeild. Áður hefur rýmum verið fækkað á Landakoti og Grensásdeild. Þetta virðist eina ráðið sem stjórnendur spítalans hafa.
Forgangsröðunin virðist skýr, stjórnendur fyrst, svo starfsfólk og sjúklingar reka lestina.
Var ekki hægt að segja upp stjórnendum og lækka launin? Launakostnaður er langstærsti hluti kostnaðar spítalans svo ef sjúklingar þurfa að bera mestar byrgðar í þessari hagræðingu, má búast við að legurýmum eigi enn eftir að fækka 2010 og 2011.
Það er greinilegt að það eru ekki lengur læknar sem ákveða hvort sjúklingar þurfa að liggja inni á spítala, það eru stjórnendur og stjórnmálamenn. Það er líka ljóst að sá niðurskurður og hagræðing sem hafa átt sér stað á bráðasviði og hjartadeild spítalans eiga eftir að kosta mannslíf. Hver fylgist með gæðum okkar heilbrigðisþjónustu?
Hvers vegna er enginn umboðsmaður sjúklinga á Íslandi?
Hvers vegna á að byggja nýjan spítala þegar við stefnum í að reka megnið af okkar heilbrigðisþjónustu á dagdeildum einum saman?
Legurúmum fækkað á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 12:07
Ísland stjórnlaust
Ákveðin upplausn og uppgjöf er að færast yfir stjórnvöld og Alþingi sem ekki veit á gott. Greinilegt er að okkar stjórnmálamenn, sem ekkert gerðu fyrir hrun nema að horfa á þegar brennuvargar kveiktu í, eru vanmegnugir að eiga við þau risavandamál sem steðja að þjóðinni. Að búa til erlendan óvin þegar vandamálin eru öll heimatilbúin er klassísk aðferð lýðskrumara og fúskara.
Við höfum einfaldlega ekki leiðtoga sem geta leyst vandamálin á faglegan og fumlausan hátt.
Endalausar deilur og ósætti yfir atriðum sem við getum ekki breytt eða ráðið við skyggja á þær nauðsynlegu praktísku lausnir sem okkur standa til boða og þær eru ekki margar.
Meirihluti þjóðarinnar og þar með stjórnmálamennirnir eru í afneitum um ástandið. Það er búinn til einhver gerviveruleiki þar sem allt er mögulegt ef við bara högum okkur eins og við höfum alltaf gert og treystum á það kerfi sem brást í hruninu. Við förum í endalausa hringi og afgreiðum allar viðvaranir sem hræðsluáróður og væl. Við eru í matadorspili þar sem við höfum tapað öllu en heimtum að spila áfram á þeirri forsendu að ef við förum bara nógu oft yfir byrjendareitinn þá muni þetta reddast.
Spilið er búið og tapað. Því fyrr sem við viðurkennum það, því betra. Endalausar ræður á Alþingi breyta hér engu.
Hótanir ekki frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 08:54
Tími ákvarðanna runninn upp - taka 2
Hér er færsla sem ég ritaði 16. júlí. Hún á jafnt við þá og nú!
--------------
Nú verður hinum stóru málum ekki frestað lengur. Alþingi verður að fara að gera upp sinn hug varðandi ESB og Icesave. Einn helsti vandinn við þessi mál er sú mikla upplýsinga ósymmetría sem ríkir og getur skekkt mat manna á stöðunni.
Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað gerist ef við segjum "já" við ESB og Icesave. Það er hins vegar miklu óljósara hvað tekur við ef við segjum "nei". Það er þessi munur sem er svo hættulegur og getur leitt til þess að margir vanmeti hinar neikvæðu hliðar við að hafna tillögunum og ofmeti hinar neikvæðu hliðar á samþykki.
Á svona sund þurfum við öfluga leiðtoga sem geta sett hlutina fram á skýran og skiljanlegan hátt. Því miður er nokkur brotlöm á því.Fundi frestað á sjötta tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |