Gagnrýni Bernanke á einnig við Ísland

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur harðlega gagnrýnt þá ákvörðun Gordon Brown að færa eftirlit með bönkum frá seðlabankanum yfir í nýja stofnun eins og segir á mbl.is:

Bernanke segir þá ákvörðun Browns um að láta Seðlabanka Englands hætta að hafa eftirlit með bönkunum í landinu hafi haft skelfilegar afleiðingar.

Þessi gagnrýni á einnig við hér á landi þar sem þáverandi stjórnvöld gerðu það sama hér og Bretar gerðu nefnilega að flytja bankaeftirlit yfir í sérstaka stofnun sem nefnist FME.


 


mbl.is Bernanke gagnrýnir Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú er hreint ótrúlegur Andri Geir.

BB er að tala um eftirlit með öllum bönkum í UK og þar með talið þeim íslensku.

En þú snýrð þessu strax upp á sjálfan þig játar á þig sökina.

Guðmundur Jónsson, 5.12.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

 Guðmundur,

Ég held að þú hafir misskilið þennan pistil.

Hverju er ég að snúa upp á mig þegar ég bendi á að gagnrýni BB á að láta seðlabanka ekki fara með bankaeftirlit eigi líka við hér?  Þetta snýst um starfsvettvang seðlabanka. 

Ef Seðlabanki Englands og Seðlabanki Íslands hefðu farið með bankaeftirlit hvor í sínu landi er ekki víst að svo illa hefði farið með íslensku bankana.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.12.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband