LHS: Hagræðing sem á eftir að kosta mannslíf!

Enn er legurýmum fækkað á Landspítalanum og nú á hjartadeild.  Áður hefur rýmum verið fækkað á Landakoti og Grensásdeild.  Þetta virðist eina ráðið sem stjórnendur spítalans hafa. 

Forgangsröðunin virðist skýr, stjórnendur fyrst, svo starfsfólk og sjúklingar reka lestina.

Var ekki hægt að segja upp stjórnendum og lækka launin?  Launakostnaður er langstærsti hluti kostnaðar spítalans svo ef sjúklingar þurfa að bera mestar byrgðar í þessari hagræðingu, má búast við að legurýmum eigi enn eftir að fækka 2010 og 2011. 

Það er greinilegt að það eru ekki lengur læknar sem ákveða hvort sjúklingar þurfa að liggja inni á spítala, það eru stjórnendur og stjórnmálamenn.  Það er líka ljóst að sá niðurskurður og hagræðing sem hafa átt sér stað á bráðasviði og hjartadeild spítalans eiga eftir að kosta mannslíf.  Hver fylgist með gæðum okkar heilbrigðisþjónustu? 

Hvers vegna er enginn umboðsmaður sjúklinga á Íslandi?

Hvers vegna á að byggja nýjan spítala þegar við stefnum í að reka megnið af okkar heilbrigðisþjónustu á dagdeildum einum saman?

 


mbl.is Legurúmum fækkað á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eina bjargráð ríkisstjórnarnefnunnar fyrir byggingariðnaðinn í landinu, er að hefja byggingu nýs sjúkrahúss, sem á þó ekki að komast í gang fyrr en eftir tvö ár og þá verður byggingariðnaðurinn annað hvort búinn að koma sér í gang sjálfur, eða hann verður steindauður.

Hver er tilgangurinn með að byggja nýtt og stærra sjúkrahús, þegar ekki eru til peningar til þess að reka kerfið, eins og það er núna?

Axel Jóhann Axelsson, 3.12.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Mér hefur lengi fundist að þegar kemur að öldruðum og langveikum þá sé í lagi að skera niður þjónustuna. Þess vegna hef ég velt því fyrir mér hvort að það sé til að flýta fyrir dauða þessa fólks. Því að þá eru þessir einstaklingar ekki lengur baggi á þjóðfélaginu. Og ég ætla stjórnendum heilbrigðismála að hugsa þannig. Ég veit að margir hugsa á sama veg og ég geri.

En ef þetta er svona er illa komið fyrir okkur, að geta ekki séð um þá sem eru búnir að greiða skatta alla sína æfi og eiga því rétt á að fá alla þá bestu  þjónustu sem hægt er að veita því. Og það á ekki að stela af styrkjum og lífeyri sem þetta fólk fær.

Það er jú þetta fólk sem kom okkur hinum til manns. En stjórnendur heilbrigðismála virðast hafa gleymt því.

Og svo ætti að skera niður í utanríkisþjónustunni um 90%. Það mundi spara verulegar upphæðir.

Marinó Óskar Gíslason, 3.12.2009 kl. 14:48

3 identicon

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig það gengur upp að setja milljarða í byggingastarfsemi utan um óstarfhæfan uppistandandi spítala? 

Þau eru mörg þjóðþrifamálin sem eru þess virði að berjast fyrir eða á móti með kjafti og klóm en spítalamálið, og þar með talin hin lítt skynsamlega staðsetning hans, er eitt það þarfasta; þess virði að hengja sig utan í vinnuvélar út af.. en þá er það líklega of seint.

Oddný H. (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 14:49

4 identicon

Landspítalinn hefur ekki haft orð á sér fyrir að hafa verið rekinn af skynsemi. Á sínum tíma þegar þrír spítalar voru í Reykjavík, Borgarspítalinn, Landakot og Landspítalinn, var það almannarómur að Landspítalinn væri verst rekinn af þeim þremur. Mjög skipulega var staðið að málum á Borgarspítalanum, á sínum tíma. Til dæmis um það er Slysadeildin sem hefur þjónað landinu öllu í marga áratugi við góðan orðstír. Pólitískt pot hefur alltaf einkennt starfsemi Landspítalans sem endaði því miður með því að hinir tveir spítalarni voru innlimaðir í hann og potið heldur áfram. Nú er búið að ákveða að byggja nýjan spítalan, á lóð gamla Landspítalans. Þetta er ákvörðun sem var tekin einhvern tíma á síðustu öld. Þegar Reykjavík náði ekki nema inn að Elliðaám. Allir skipulagssérfræðingar sem hafa komið að málum Landspítalans á síðustu tveimur áratugum leggja til að þessu sé breytt og nýr spítali byggður þar sem stórar samgönguæðar skerast. En það er sama hvað tautar og raula nýr spítali skal byggður á lóð gamla Landspítalans hvað sem það kostar. Og það á eftir að kosta mikið. Samkvæmt nýjustu áætlunum á nýbyggingin að kosta um fjörutíu-þúsund-milljónir (40.000.000.000) króna. Sé miðað við reynslu af áætluðum byggingarkostnaði og raunkostnaði hér á landi má búast við að sú upphæð tvöfaldist áður en upp er staðið. Nýr spítali gæti þá kostað  áttatíu-þúsund-milljónir (80.000.000.000) króna. Vegna legu pítalans við Hringbraut, þar sem er stanslaust umferðaröngþveiti að minnsta kosti tvisvar á dag, verður að byggja nýjar, og mjög dýrar, umferðaræðar til spítalans. Ég hef ekki séð tölur yfir kostnað við þær en er viss um að þær muni kosta tugi þúsunda milljóna króna. Segjum fimmtíu-þúsund-milljónir (50.000.000.000) króna. Þarna erum við að tala um vel á annað hundrað þúsund milljónir króna. Segjum eitthundrað og tuttugu-þúsund-milljónir (120.000.000.000) króna. Vextir af þessari upphæð gætu hæglega verið tíu prósent (10%) á ári eða tólfþúsund-milljónir (12.000.000.000) króna. Hvað sparast? Það mun vera lítið. Setjum þetta nú í samband við það sem núna er verið að reyna að spara á Landspítalanum. Það eru fáeinir milljarðar (2-3 þúsund milljónir) með miklum harmkvælum. Er einhver vitglóra í þessu öllu?

HF (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 14:52

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svona fer þegar flötum niðurskurði er beytt. Enginn nenir leggja í þá vinnu sem forgangsröðun í stjórnsýslunni. Kokteil sendiráð eru meitin til jafns við spítala. Andri það er þegar búið að skerða laun starfsfólks á LSH um 7-10 %. Starfsmennirnir hafa bara ekki tíma til að væla í fjölmiðlum.

Finnur Bárðarson, 3.12.2009 kl. 15:00

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það þarf að skoða heilbrigðiskerfið alveg frá grunni. Endurskipuleggja verkferla og skaða hvar mest fjölgun hefur orðið og af hverju. Hver hefur vöxtur stjórnunarhlutans verið vs starfsmanna á gólfi? Ráðgefendur hafa yfirleitt alltaf komið frá Landspítala og jafnvel ekki frá þeim stéttum sem verið er að ákveða skipulag á. Það er líka pólitík í heilbrigðiskerfinu og þar er mikil þörf á að taka til stjórnskipunarlega séð.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.12.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband