Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.12.2009 | 08:14
Er Verne Holding þvottastöð fyrir gamla Icesave peninga?
Það má aldrei gleymast að Björgólfur yngir var í þeirri stöðu sem líklega ber mesta ábyrgð á Icesave og þeim hörmungum sem það hefur og mun leiða fyrir þessa þjóð.
Það er því með ólíkindum að ráðherra í núverandi ríkisstjórn skuli vera að taka upp hanskann fyrir þessum manni og hans fjármagni. Getur sami ráðherra upplýst þjóðina og sannað að hér sé ekki verið að fjárfesta gamla Icesave peninga?
Á meðan rannsókn á hruninu stendur eiga gamlir útrásarvíkingar alls ekki að koma að endurreisnarstarfi hér. Svo einfalt er það.
Svo er auðvita spurningin: hvers vegna notar Björgólfur ekki peninga sem hann virðist eiga afgangs til að borga upp skuldir sem hann og faðir hans hafa skilið eftir sig? Hvernig ætli standi á því að Björgólfur eldri er gjaldþrota en ekki sonur hans?
20.12.2009 | 07:41
Íslensk siðbót
Íslenskt efnahagslíf verður ekki endurreist með lánum einum saman. Heilbrigt bankakerfi er einn undirstöðustólpi hagkerfisins en er nóg að endurfjármagna bankana?
Hvað með þau gildi og viðskiptaviðhorf sem þar ríkja og fyrri eigendur innleiddu? Er ekki nauðsynlegt að bjóða starfsmönnum bankanna upp á endurþjálfun og endurmenntun og kynna nýja og betri viðskiptahætti fyrir viðskiptamönnum? Er nóg einfaldlega að birta nýjar reglur á vefsíðum bankanna, skipta um nafn og auka yfirdráttinn?
Er ekki nauðsynlegt að rífa upp illgresið og plægja akurinn áður en sáð er?
Margt bendir til að mikil vinna sé fyrir stafni og að mörgu að huga í okkar mikla endurreisnarstarfi. Þar trónir efst krafan um viðskiptalega siðbót á öllum sviðum okkar atvinnulífs. Án hennar kemst íslenskt atvinnulíf aldrei á heilbrigðan viðskiptalegan grunn.
18.12.2009 | 09:06
Jónas og Baldur: Dramb er falli næst
Mál Baldurs Guðlaugssonar er orðið allt hið furðulegasta en veitir almenningi engu að síður góða innsýn inn í hin raunverulegu vinnubrögð embættismanna ríkisins. Hér eru menn sem telja sig yfir allt og alla hafnir. Það er líka nokkuð ljóst að stjórnvöld og embættismenn hafa haft upplýsingar um stöðu bankanna löngu áður en þeir féllu þó svo að þeir kunni að þverneita því opinberlega.
Hin hörmungin er hvernig blöðin hér taka á þessu máli. Fyrirsagnir Morgunblaðsins segja að mál Baldur sér langt komið og að Baldur hafi svarað öllum spurningum satt og rétt. Þar er gefið í skyn að það sé verið að brjóta á mannréttindum Baldurs með því að draga sannleikann fram í ljósið.
Fréttablaðið tekur allt annan vinkil á þetta mál og bendir á nýja skýrslu og upplýsingar sem Jónas Jónsson virðist hafa vitað um en stungið undir stól í fyrstu rannsókn FME á Baldri.
Skaðinn er skeður. Almenningur mun í framtíðinni ekki treysta æðstu embættismönnum og matreiðsla íslensku blaðanna er allt annað en boðleg.
Hér er elíta landsins að hafa landsmenn að fíflum.
Rannsókn á máli Baldurs langt komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2009 | 09:37
Sagan um bankann sem gleymdist - hvernig Svíar stórgræddu á Íslendingum fyrir og eftir hrun!
Sænskir fjárfestar græddu mikið á Íslendingum bæði í útrásinni og svo eftir hrunið þegar tengdir sænskir aðilar keyptu sömu eignir á hálfvirði sem höfðu verði seldar íslenskum aðilum á 5 földu yfirverði.
- Hvers vegna var Banque Invik ekki settur í opið söluferli?
- Þekkti skilanefnd til persónulegra tengsla Anders Fallman og David Marcus?
- Hvers vegna samþykkti skilanefnd Glitnis söluferli fyrri eigenda og tímasetningu?
- Hverra hagsmuna var skilanefnd að gæta hér?
- Er kröfuhöfum Glitnis ljós að skilanefnd Glitnis hefur líklega tapað um 4-6 ma ISK á þessari sölu?
- Voru aðrar eignir Moderna Finance seldar á þennan hátt?
- Hver hefur eftirlit með störfum skilanefnda?
Vill rannsókn á starfsemi Singer & Friedlander | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009 | 22:48
5.5% Icesave vextir eru orðnir "kostakjör"
Við megum þakka fyrir að Landsbankinn fór ekki með Icesave til Grikklands. Ekki gætu Grikkir boðið okkur 5.5% vexti því ávöxtunarkrafan á 10 ára grísk ríkisskuldabréf er nú um 5.7% og hefur hækkað um 120 punkta síðan í júní. Grikkir hafa aðeins betra lánstraust en við en útlitið er ekki gott fyrir 2010 hvað varðar fjármögnun skuldsettra ríkja.
Hvað sem segja má um Svavars samninginn hefur hann óaðfinnanlega tímasetningu hvað varðar vaxtakjör á alþjóðlegum mörkuðum. Á hálfu ári hafa vextir hækkað og lánstraust Íslands fallið.
Ef taka á samninginn upp 2010 má búast við að Bretar og Hollendingar fari fram á hærri vexti, líklega um 6.5% eða jafnvel hærri.
Fólk verður að gera sér grein fyrir að Bretar og Hollendingar geta ekki boðið okkur lán nema á alþjóðlegum kjörum samkvæmt okkar lánstrausti annars væru þeir ekki að gæta hagsmuna sinna skattgreiðenda og kjósenda.
Alþjóðlegir fjármálamarkaðir starfa algjörlega óháð íslensku pólitísku landslagi.
16.12.2009 | 09:07
Bretar gáfu viðvörun en hvað gerðu Íslendingar?
Nú er komið í ljós að Bretar gáfu Landsbankanum viðvörun áður en hryðjuverkalögunum var beitt. Nú er hin mikla spurning hvað gerðu stjórnendur bankans, stjórnvöld hér og Seðlabankinn í kjölfar þessarar viðvörunnar? Hvaða aðgerða var gripið til á dögunum 3. til 6. október 2008?
Það er nokkuð ljóst að eitthvað skeði á þessum dögum sem varð til þess að Bretar neyddust til að beita neyðarlögum á Landsbankann? Hvað gerðist? Hvers vegna hafa stjórnendur gamla Landsbankans ekki þurft að gera grein fyrir þessu opinberlega? Er verið að vernda meðlimi íslenskrar elítu og kasta ryki í augu almennings og kenna Bretum um allt? Ekki kæmi það á óvart.
Því lengra sem líður frá hruni því meir fjölgar ósvöruðum spurningum.
Kyrrsettar fyrir hryðjuverkalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2009 | 15:54
Landspítali: 580 ársverk í hættu
Talað er um að Landspítalinn þurfi að fara í 6 ma kr. aðhaldsaðgerðir 2010. Þetta verður ekki gert nema með stórkostlegri skerðingu á þjónustu við sjúklinga. Á síðasta ári kostaði 40 ma kr. að reka Landspítalann og ársverkin voru 3872 samkvæmt ársreikningi.
Þetta eru aðhaldsaðgerðir upp á 15% sem þýðir að 580 stöðugildi eru í hættu. Er það raunverulegt að ætlast til að Landspítalinn nái fram þessu markmiði? Er ekki hægt að ná þessu inn annars staðar?
Heilbrigðisráðherra þarf að útskýra hvað stjórnvöld ætla sér með Landspítalann á næsta ári. Ekki er hægt að biðja sjúklinga um að bíða - eða hvað?
Hagræðing gengur hægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2009 | 10:28
Dýrir ráðgjafar hjá skilanefndum í London
The Times í London birti nýlega grein um dýra taxta hjá endurskoðunarfyrirtækum í London. Taxtar hafa rokið upp enda mikið um gjaldþrot og mikið að gera.
Nefndi blaðið að útseldur tími hjá topp endurskoðanda geti farið upp í 960 pund á tímann eða 190,000 kr. Útseldur tími fyrir ljósritun er 120 pund á tímann eða um 24,000 kr.
Hvers vegna að starfa sem endurskoðandi eða lögmaður á Íslandi þegar maður fær hærra kaup við að ljósrita í London?
Hvað ætli íslensku skilanefndirnar borgi fyrir þessa þjónustu í London?
14.12.2009 | 16:39
...svo framalega sem Icesave er frágengið
Mark Flanagan talaði um Icesave undir rós og sagði að allt væri á áætlun svo framalega sem fjármögnunin væri tryggð. Þetta þýðir að annað hvort verðum við að ganga frá Icesave í einum grænum hvelli eða fá Pólverja og hin Norðurlöndin til að veita okkur lán án tengingu við Icesave.
AGS: Erum á áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 16:27
Yfirlýsing AGS skolast til hjá mbl.is?
Eitthvað virðist frétt mbl.is um yfirlýsingu AGS hafa skolast til.
Á mbl.is segir:
Það sé hins vegar mikilvægt að menn stígi varlega til jarðar og komið verði í veg fyrir að bankarnir taki á sig allt tap einkafyrirtækja. Þá sé mikilvægt að komið sé fram við lánþega með sanngjörnum hætti.
Yfirlýsing AGS segir:
The recapitalization of the banking system should soon be complete. Care must be taken, as it comes to a conclusion, to avoid absorbing private sector losses, and to treat creditors fairly, in line with applicable law. Further operational restructuring and implementation of the voluntary framework for private sector debt restructuring lie ahead. These actions will ultimately allow for a revival of credit, which will support Icelands recovery."
Ef fréttin er byggð á þessari yfirlýsingu þá er hér um ónákvæma þýðingu að ræða. AGS er ekki að tala um að komið verði fram við lánþega með sanngjörnum hætti heldur kröfuhafa. Þá varar AGS við að bankarnir taki á sig tap einkaaðila. Hér á AGS við bæði einkafyrirtæki og einstaklinga.
Svo er rúsínan í pylsuendanum sakleysislega falin í eftirfarandi setningu sem ekki er minnst á í þessari frétt:
"Provided financing assurances can be secured, this would allow the review to be brought forward for consideration by the IMF Executive Board."
Hér er AGS að segja að stjórn AGS muni fjalla um aðra endurskoðun svo framalega sem fjármögnun áætlunarinnar sé í höfn, m.ö.o að lán hinna Norðurlandanna sé í höfn sem þýðir að Icesave sé frágengið!
Samkomulag um aðra endurskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |