Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er Verne Holding þvottastöð fyrir gamla Icesave peninga?

Það má aldrei gleymast að Björgólfur yngir var í þeirri stöðu sem líklega ber mesta ábyrgð á Icesave og þeim hörmungum sem það hefur og mun leiða fyrir þessa þjóð.

Það er því með ólíkindum að ráðherra í núverandi ríkisstjórn skuli vera að taka upp hanskann fyrir þessum manni og hans fjármagni.  Getur sami ráðherra upplýst þjóðina og sannað að hér sé ekki verið að fjárfesta gamla Icesave peninga? 

Á meðan rannsókn á hruninu stendur eiga gamlir útrásarvíkingar alls ekki að koma að endurreisnarstarfi hér.  Svo einfalt er það.

Svo er auðvita spurningin: hvers vegna notar Björgólfur ekki peninga sem hann virðist eiga afgangs til að borga upp skuldir sem hann og faðir hans hafa skilið eftir sig?  Hvernig ætli standi á því að Björgólfur eldri er gjaldþrota en ekki sonur hans?

 

 


Íslensk siðbót

Íslenskt efnahagslíf verður ekki endurreist með lánum einum saman.  Heilbrigt bankakerfi er einn undirstöðustólpi hagkerfisins en er nóg að endurfjármagna bankana?

Hvað með þau gildi og viðskiptaviðhorf sem þar ríkja og fyrri eigendur innleiddu?  Er ekki nauðsynlegt að bjóða starfsmönnum bankanna upp á endurþjálfun og endurmenntun og kynna nýja og betri viðskiptahætti fyrir viðskiptamönnum?  Er nóg einfaldlega að birta nýjar reglur á vefsíðum bankanna,  skipta um nafn og auka yfirdráttinn?

Er ekki nauðsynlegt að rífa upp illgresið og plægja akurinn áður en sáð er?  

Margt bendir til að mikil vinna sé fyrir stafni og að mörgu að huga í okkar mikla endurreisnarstarfi. Þar trónir efst krafan um viðskiptalega siðbót á öllum sviðum okkar atvinnulífs.  Án hennar kemst íslenskt atvinnulíf aldrei á heilbrigðan viðskiptalegan grunn.

 


Jónas og Baldur: Dramb er falli næst

Mál Baldurs Guðlaugssonar er orðið allt hið furðulegasta en veitir almenningi engu að síður góða innsýn inn í hin raunverulegu vinnubrögð embættismanna ríkisins.  Hér eru menn sem telja sig yfir allt og alla hafnir.  Það er líka nokkuð ljóst að stjórnvöld og embættismenn hafa haft upplýsingar um stöðu bankanna löngu áður en þeir féllu þó svo að þeir kunni að þverneita því opinberlega.

Hin hörmungin er hvernig blöðin hér taka á þessu máli.  Fyrirsagnir Morgunblaðsins segja að mál Baldur sér langt komið og að Baldur hafi svarað öllum spurningum satt og rétt.  Þar er gefið í skyn að það sé verið að brjóta á mannréttindum Baldurs með því að draga sannleikann fram í ljósið.

Fréttablaðið tekur allt annan vinkil á þetta mál og bendir á nýja skýrslu og upplýsingar sem Jónas Jónsson virðist hafa vitað um en stungið undir stól í fyrstu rannsókn FME á Baldri.

Skaðinn er skeður.  Almenningur mun í framtíðinni ekki treysta æðstu embættismönnum og  matreiðsla íslensku blaðanna er allt annað en boðleg.

Hér er elíta landsins að hafa landsmenn að fíflum.

 


mbl.is Rannsókn á máli Baldurs langt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan um bankann sem gleymdist - hvernig Svíar stórgræddu á Íslendingum fyrir og eftir hrun!

Sænskir fjárfestar græddu mikið á Íslendingum bæði í útrásinni og svo eftir hrunið þegar tengdir sænskir aðilar keyptu sömu eignir á hálfvirði sem höfðu verði seldar íslenskum aðilum á 5 földu yfirverði.

Sagan um Banque Invik er ótrúleg og að mestu óþekkt hér á landi. Hún endurspeglar þau hörmulegu fjárfestingarmistök sem voru gerð fyrir hrun og ekki síður þau mistök að setja óreynda íslenska “sérfræðinga” í skilanefndir bankanna. Sjaldan hafa klókir sænskir fjárfestar komist í eins feitt og rakað inn peningum í eigin vasa.
 
Sagan byrjar þegar Milestone fyrirtæki Wernersbræðra kaupir Invik AB af Kinnevik AB, fjárfestingararmi Stenbeck fjölskyldunnar í Svíþjóð.
 
Í apríl 2007 kaupir Milestone, Invik fyrir 7,400 m SEK. Invik var fjármálafyrirtæki með starfsemi í bankarekstri, tryggingarekstri og eignastýringu. Verðmætasti hluti samsteypunnar var Banque Invik. Fyrri eigendur vildu gjarnan losna við tryggingarhlutann og eignastýringuna en ekki bankann. Hins vegar var tilboð Milestones svo gott, eins og síðar á eftir að koma í ljós, að eigendur gengust að tilboðinu og seldu. Eigið fé Invik samkvæmt ársreikningum 2006 var um 1,600 m SEK og eigið fé Bank Invik var um 400 m SEK eða 25% af heildinni . Hins vegar voru margir sem töldu að Banque Invik væri helmingur að verðgildi Invik, þannig að það má áætla að kaupverð bankans hafi legið á bilinu 1,850 - 3,700 m SEK (25%-50% af heildar kaupverði Invik).
 
Eftir kaupin er Invik endurskipulagt og fær nýtt nafn, Moderna Finance AB. Þar fara Sjóvá og önnur íslensk fyrirtæki inn. Forstjóri fyrirtækisins er Anders Fallman fyrrum forstjóri Invik og lögmaður Stenbeck fjölskyldunnar.
 
Eftir hrunið reyndu eigendur að endurskipulegga reksturinn en sænska fjármálaeftirlitið gekkst ekki að þeirra tillögum og skilanefnd Glitnis tók yfir reksturinn 17. mars 2009 og gaf þá út eftirfarandi yfirlýsingu:
 
"Áfram er unnið að endurskipulagningu félaganna og er samningurinn við skilanefndina liður í að tryggja rekstur þeirra til frambúðar.
 
Samningurinn mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur íslensku félaganna.
 
Samningurinn hefur ekki áhrif á söluferlið sem var hafið á erlendum eignum Moderna Finance AB.
 
Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir að yfirtaka á hlutafé Moderna Finance AB sé eðlilegt framhald á vinnu skilanefndarinnar, eftir að áætlanir um fjárhagslega endurskipulagningu Moderna Finance samstæðunnar náðu ekki fram að ganga."
 
Hinn 23. mars eða 6 dögum eftir að skilanefnd Glitnis tekur yfir Moderna Finance er Banque Invik seldur til lítið þekkts tölvufyrirtækis sem kallast Scribona AB fyrir 229 m SEK en eigið fé bankans er þá 387 m SEK.
 
Banki sem er keyptur á 690% af bókfærðu eigið fé er seldur á 60%. Ekki er hægt að sjá að salan á bankanum hafi farið í opið söluferli þar sem óháður þriðji aðili sá um söluna eins og t.d. Nordea eða Svenska Handlesbanken. En hver keypti bankann og hver er þessi Scribona?
 
Scribona AB er tölvufyrirtæki sem breytti sér í fjármálafyrirtæki eftir kaupin á Banque Invik. Scribona hafði verið rekið af David Marcus sem var stjórnarformaður fram undir seinni hluta 2008 en þá selur hann hluta af fyrirtækinu og hinn umdeildi fjárfestir Peter Gyllenhammar kemur inn og sest í stjórnina en David fer úr henni en heldur eftir 21.4% af hlutafé í gegnum fjárfestingarfélagið Marcap sem hann rekur í New Jersey.
 
Peter Gyllenhammar er þekktur fyrir að kaupa eignir á undirverði og endurreisa illa rekin fyrirtæki.
 
David Marcus er þekktari í Svíþjóð sem fjárfestingarráðgjafi Stenbeck fjölskyldunnar og hefur rekið marga fjárfestingasjóði sem tengjast fjölskyldunni. David Marcus og Anders Fallman unnu mjög náið með Jan Stenbeck á sama tíma og eru því ekki “ótengdir” aðilar. Þetta kemur vel fram í grein sem birtist í Dagens Nyheter 2004 um Stenbeck fjölskylduna:
 
"Därutanför David Marcus och andra mer personliga vänner. Och därpå Invikchefen Anders Fällman och Kinneviks vd Vigo Carlund." dn.se 17-04-04
 
Engin tengsl eru að finna á milli kaupanda og seljanda nema tengslin á milli David og Anders. Scribona var lítið sænskt tölvufyrirtæki og hafði aldrei komið að fjármálastarfsemi áður. Hins vegar rekur Banqu Invik mikla starfsemi í Lúxemborg og því hefði maður ætlað að norrænir bankar hefðu verið eðlilegri kaupendur.
 
Um leið og það kvisast út að Scribona sé að búin að festa sér kaupin á Banque Invik rjúka hlutabréfin upp. Á nokkrum vikum fara þau úr 4.75 SEK í 8.25 SEK. Þetta er hækkun upp á 3.5 SEK per hlut sem verður vart skýrð á annan hátt en bein afleiðing af Invik kaupunum. Þessi hækkun þýðir að verðgildi Scribona hækkaði sem nemur 285 m SEK við kaupin. Það er því alveg ljóst að sænski markaðurinn hefur talið að hér hafi verið um reyfarakaup að ræða og líklega hefur skilanefnd Glitnis selt Banque Invik á um hálfvirði á versta tíma.
 
Til staðfestingar á þessu þarf ekki annað en að líta á milliuppgjör fyrir 3. ársfjórðung 2009 en þar upplýsir Scribona að "negative goodwill” sé 383 m SEK eða 4.69 SEK per hlut:
 
"Negativ goodwill för förvärven av Banque Invik och EETI uppgick vid rapportperiodens slut till 383 Mkr motsvarande 4,69 kr per aktie." Dagens Industri 20-11-09
 
"Negative goodwill” verður til þegar fyrirtæki kaupa eignir undir markaðsvirði. Scribona segir að þetta “negative goodwill” hafi myndast við kaup á Banque Invik og EEIT sem er lítið fjármálafyrirtæki sem Scribona keypti í London í júlí 2009 fyrir 118 m SEK með eigið fé upp á 55 m SEK. Það er því varlega áætlað að þessi “goodwill hagnaður” upp á 4.69 SEK per hlut geti skipts á eftirfarandi hátt: 3.5 SEK á Banque Invik og 1.19 SEK á EEIT. Þar sem EEIT var skráð í AIM kauphöllinni í London eru mun minni líkur á að um mikið “negative goodwill” hafi verið að ræða þar og því getur mest af þessum hagnaði Scribona legið í Invik kaupunum.
 
Enda hafa aðrir erlendir fjárfestar talað um undarlega sölu á Banque Invik sem ekkert var auglýst. Sumir hafa sagt að rétt verð á bankanum hafi verið a.m.k. 100% bókfært eigið fé en aðrir benda á að bankar af þessari stærðargráðu seljist á stuðlinum 130-190% .
 
Þessi saga vekur upp margar spurningar:
 
  • Hvers vegna var Banque Invik ekki settur í opið söluferli?
  • Þekkti skilanefnd til persónulegra tengsla Anders Fallman og David Marcus?
  • Hvers vegna samþykkti skilanefnd Glitnis söluferli fyrri eigenda og tímasetningu?
  • Hverra hagsmuna var skilanefnd að gæta hér?
  • Er kröfuhöfum Glitnis ljós að skilanefnd Glitnis hefur líklega tapað um 4-6 ma ISK á þessari sölu?
  • Voru aðrar eignir Moderna Finance seldar á þennan hátt?
  • Hver hefur eftirlit með störfum skilanefnda?
 
Heimildir: Dagens Industri, Reuters, JP Morgan, Invik AB, Kinnevik AB, Scribona AB, Moderna Finance, eyjan.is, Google, dn.se

mbl.is Vill rannsókn á starfsemi Singer & Friedlander
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5.5% Icesave vextir eru orðnir "kostakjör"

Við megum þakka fyrir að Landsbankinn fór ekki með Icesave til Grikklands.  Ekki gætu Grikkir boðið okkur 5.5% vexti því ávöxtunarkrafan á 10 ára grísk ríkisskuldabréf er nú um 5.7% og hefur hækkað um 120 punkta síðan í júní.  Grikkir hafa aðeins betra lánstraust en við en útlitið er ekki gott fyrir 2010 hvað varðar fjármögnun skuldsettra ríkja.

Hvað sem segja má um Svavars samninginn hefur hann óaðfinnanlega tímasetningu hvað varðar vaxtakjör á alþjóðlegum mörkuðum.  Á hálfu ári hafa vextir hækkað og lánstraust Íslands fallið.  

Ef taka á samninginn upp 2010 má búast við að Bretar og Hollendingar fari fram á hærri vexti, líklega um 6.5% eða jafnvel hærri. 

Fólk verður að gera sér grein fyrir að Bretar og Hollendingar geta ekki boðið okkur lán nema á alþjóðlegum kjörum samkvæmt okkar lánstrausti annars væru þeir ekki að gæta hagsmuna sinna skattgreiðenda og kjósenda.

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir starfa algjörlega óháð íslensku pólitísku landslagi.


Bretar gáfu viðvörun en hvað gerðu Íslendingar?

Nú er komið í ljós að Bretar gáfu Landsbankanum viðvörun áður en hryðjuverkalögunum var beitt.  Nú er hin mikla spurning hvað gerðu stjórnendur bankans, stjórnvöld hér og Seðlabankinn í kjölfar þessarar viðvörunnar?  Hvaða aðgerða var gripið til á dögunum 3. til 6. október 2008?

Það er nokkuð ljóst að eitthvað skeði á þessum dögum sem varð til þess að Bretar neyddust til að beita neyðarlögum á Landsbankann?  Hvað gerðist? Hvers vegna hafa stjórnendur gamla Landsbankans ekki þurft að gera grein fyrir þessu opinberlega?  Er verið að vernda meðlimi íslenskrar elítu og kasta ryki í augu almennings og kenna Bretum um allt?  Ekki kæmi það á óvart.

Því lengra sem líður frá hruni því meir fjölgar ósvöruðum spurningum. 

 


mbl.is Kyrrsettar fyrir hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landspítali: 580 ársverk í hættu

Talað er um að Landspítalinn þurfi að fara í 6 ma kr. aðhaldsaðgerðir 2010.  Þetta verður ekki gert nema með stórkostlegri skerðingu á þjónustu við sjúklinga.  Á síðasta ári kostaði 40 ma kr. að reka Landspítalann og ársverkin voru 3872 samkvæmt ársreikningi.

Þetta eru aðhaldsaðgerðir upp á 15% sem þýðir að 580 stöðugildi eru í hættu.  Er það raunverulegt að ætlast til að Landspítalinn nái fram þessu markmiði?  Er ekki hægt að ná þessu inn annars staðar?

Heilbrigðisráðherra þarf að útskýra hvað stjórnvöld ætla sér með Landspítalann á næsta ári.  Ekki er hægt að biðja sjúklinga um að bíða - eða hvað?


mbl.is Hagræðing gengur hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrir ráðgjafar hjá skilanefndum í London

The Times í London birti nýlega grein um dýra taxta hjá endurskoðunarfyrirtækum í London.  Taxtar hafa rokið upp enda mikið um gjaldþrot og mikið að gera.

Nefndi blaðið að útseldur tími hjá topp endurskoðanda geti farið upp í 960 pund á tímann eða 190,000 kr.  Útseldur tími fyrir ljósritun er 120 pund á tímann eða um 24,000 kr.

Hvers vegna að starfa sem endurskoðandi eða lögmaður á Íslandi þegar maður fær hærra kaup við að ljósrita í London?

Hvað ætli íslensku skilanefndirnar borgi fyrir þessa þjónustu í London?


...svo framalega sem Icesave er frágengið

Mark Flanagan talaði um Icesave undir rós og sagði að allt væri á áætlun svo framalega sem fjármögnunin væri tryggð.  Þetta þýðir að annað hvort verðum við að ganga frá Icesave í einum grænum hvelli eða fá Pólverja og hin Norðurlöndin til að veita okkur lán án tengingu við Icesave.

 


mbl.is AGS: „Erum á áætlun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing AGS skolast til hjá mbl.is?

Eitthvað virðist frétt mbl.is um yfirlýsingu AGS hafa skolast til.

Á mbl.is segir: 

Það sé hins vegar mikilvægt að menn stígi varlega til jarðar og komið verði í veg fyrir að bankarnir taki á sig allt tap einkafyrirtækja. Þá sé mikilvægt að komið sé fram við lánþega með sanngjörnum hætti.

Yfirlýsing AGS segir:

“The recapitalization of the banking system should soon be complete. Care must be taken, as it comes to a conclusion, to avoid absorbing private sector losses, and to treat creditors fairly, in line with applicable law. Further operational restructuring and implementation of the voluntary framework for private sector debt restructuring lie ahead. These actions will ultimately allow for a revival of credit, which will support Iceland’s recovery."

Ef fréttin er byggð á þessari yfirlýsingu þá er hér um ónákvæma þýðingu að ræða.  AGS er ekki að tala um að komið verði fram við lánþega með sanngjörnum hætti heldur kröfuhafa.   Þá varar AGS við að bankarnir taki á sig tap einkaaðila.  Hér á AGS við bæði einkafyrirtæki og einstaklinga.

Svo er rúsínan í pylsuendanum sakleysislega falin í eftirfarandi setningu sem ekki er minnst á í þessari frétt:

"Provided financing assurances can be secured, this would allow the review to be brought forward for consideration by the IMF Executive Board."

Hér er AGS að segja að stjórn AGS muni fjalla um aðra endurskoðun svo framalega sem fjármögnun áætlunarinnar sé í höfn, m.ö.o að lán hinna Norðurlandanna sé í höfn sem þýðir að Icesave sé frágengið!  


mbl.is Samkomulag um aðra endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband