Bretar gáfu viðvörun en hvað gerðu Íslendingar?

Nú er komið í ljós að Bretar gáfu Landsbankanum viðvörun áður en hryðjuverkalögunum var beitt.  Nú er hin mikla spurning hvað gerðu stjórnendur bankans, stjórnvöld hér og Seðlabankinn í kjölfar þessarar viðvörunnar?  Hvaða aðgerða var gripið til á dögunum 3. til 6. október 2008?

Það er nokkuð ljóst að eitthvað skeði á þessum dögum sem varð til þess að Bretar neyddust til að beita neyðarlögum á Landsbankann?  Hvað gerðist? Hvers vegna hafa stjórnendur gamla Landsbankans ekki þurft að gera grein fyrir þessu opinberlega?  Er verið að vernda meðlimi íslenskrar elítu og kasta ryki í augu almennings og kenna Bretum um allt?  Ekki kæmi það á óvart.

Því lengra sem líður frá hruni því meir fjölgar ósvöruðum spurningum. 

 


mbl.is Kyrrsettar fyrir hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar var FME og Jónas þáverandi forstjóri?

siggi (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 09:11

2 identicon

Siggi hann  Jónas(hól) var á Tortola ...

Johannes (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 09:16

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins og þú kannski manst þá sátu ráðherrar á fundum með bankamönnum og forsvarsmönnum lífeyrissjóða þessa helgi í ráðherrabústaðnum.  Þeir voru að reyna að finna lausfé til að mæta kröfu Breta sem fóru fram á að bindiskyldan færi úr 8% í 20% á einni helgi.  Þetta var í beinni á öllum fjölmiðlum á sínum tíma endaði með "Guð blessi Ísland" og hryðjuverkalögum.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2009 kl. 09:22

4 identicon

Það hefur vantað nokkra kubba í púslið til að almenningur geti áttað sig á því hvað gerðist í London og Reykjavík dagana fyrir hryðjuverkalögin. Þetta er svo mikið feimnismál að það hefur ekki mátt upplýsa. Hef sjálfur verið sömu skoðunar og þú að bretar hafi beitt hryðjuverkalögunum í nauðvörn og að hér heima hafi menn klúðrað málum svo rækilega að ekki mátti segja frá því.

HF (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 09:58

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta eitthvað sem skeði var það að gert var áhlaup á icesave reikninga Landsbankans. Var ekki talað um að Landsbankamönnum vantaði 250Gkr, það rímar við hækkun bindiskyldu úr 8 í 20%.

En við fáum aldrei að vita hvort lánið sem þeir voru að falst eftir hefði dugað til að stoppa áhlaupið. En ekki finnst mér það líklegt.

Það sem mér finnst vera fréttnæmast í þessu er að Bretar virðast hafa getað ráðið meiru um rekstur Landsbankans en margur hefur haldið fram. Því samkvæmt þessu ákveða þeir einhliða hækkun bindiskyldu.

Guðmundur Jónsson, 16.12.2009 kl. 10:19

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Bretar hafa áður gefið það út að þegar Lehman Brothers bankinn fór á hausinn þá hafi peningum verið dælt út úr Bretlandi vestur um haf. 

Þegar bera fór á því sama í kringum íslensku bankanna og allt leit út fyrir að þeir færu í þrot ákváðu þeir því að setja hryðjuverkalögin fyrir lekann og læra þannig af þeim mistökum sem þeir gerðu gagnvart Lehmans þar sem þeir voru of seinir og misstu af tækifærinu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.12.2009 kl. 15:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hvað gerði bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson og hans yfirmaður í flokknum? Hvað gerði eðalkratinn Jón Sigurðsson, stjórnarformaður FME og varaformaður bankaráðs Seðlabanka Íslands? Hætti hann að auglýsa fyrir Icesave-starfsemi Landsbankans í Hollandi? Ýttu þeir við Davíð og Geir? Það fara engar sagnir af því.

Jón Valur Jensson, 16.12.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband