Jónas og Baldur: Dramb er falli næst

Mál Baldurs Guðlaugssonar er orðið allt hið furðulegasta en veitir almenningi engu að síður góða innsýn inn í hin raunverulegu vinnubrögð embættismanna ríkisins.  Hér eru menn sem telja sig yfir allt og alla hafnir.  Það er líka nokkuð ljóst að stjórnvöld og embættismenn hafa haft upplýsingar um stöðu bankanna löngu áður en þeir féllu þó svo að þeir kunni að þverneita því opinberlega.

Hin hörmungin er hvernig blöðin hér taka á þessu máli.  Fyrirsagnir Morgunblaðsins segja að mál Baldur sér langt komið og að Baldur hafi svarað öllum spurningum satt og rétt.  Þar er gefið í skyn að það sé verið að brjóta á mannréttindum Baldurs með því að draga sannleikann fram í ljósið.

Fréttablaðið tekur allt annan vinkil á þetta mál og bendir á nýja skýrslu og upplýsingar sem Jónas Jónsson virðist hafa vitað um en stungið undir stól í fyrstu rannsókn FME á Baldri.

Skaðinn er skeður.  Almenningur mun í framtíðinni ekki treysta æðstu embættismönnum og  matreiðsla íslensku blaðanna er allt annað en boðleg.

Hér er elíta landsins að hafa landsmenn að fíflum.

 


mbl.is Rannsókn á máli Baldurs langt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hluti af málsvörninni er sú að ekki megi rannsaka mál tvisvar. Fyrri rannsóknin fór ekki langt. Maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvert sé hlutverk réttarkerfis (og lögfræðinga) í réttarfarsríki. Er það leit að sannleikanum og réttlæti? Eiga réttarhöld að leiða fram sannleikann eða eiga þau að snúast um ekki megi leiða hann í ljós? Hvar endum við ef ekki má rannsaka mál þegar nýjar upplýsingar koma fram?

Svartálfur (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 10:47

2 identicon

Það er spurning hvort nýjar upplýsingar hafi komið fram, því samkvæmt yfirlýsingu Jónasar Fr. þá var hann búinn að benda upphaflegum rannsakendum á gögn samráðsnefndarinnar.

Tek hins vegar undir orð bloggara, stjórnsýsla þessa lands hafði alla þræði í hendi sér og gat hagað sér eins og hún vildi. Það er sífellt að verða betur ljóst að menn vissu miklu meira og það löngu fyrir hrun. Ég held bara að menn hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins og því flotið sofandi að feigðarósi og kannski hugsað um það eitt að bjarga eigin skinni, eins og títt nefndur Baldur þessi, sem innleysti hlutabréfaeign sína í landsbanakanum upp á 192 milljónir króna.

Í sambandi við það, hve snemma mál bankanna voru komin inn á borð þeirra, sem áttu að gæta að efnahagsstöðugleika landsins þá má benda á minnisblaðið úr Seðlabankanum frá 12. feb. 2008, sem fjallaði um fund með evrópskum bankamönnum í þeim sama mánuði. Þetta minnisblað er að finna einhvers staðar á netinu.

Uppsalagísli (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 11:06

3 identicon

Takk fyrir góðan pistil. Sem betur fer er sífellt meira að koma í ljós af spillingunni og sóðaskapnum. Hitt er svo verra mál að ekki er að sjá að flokkarnir ætli ajð taka til í sínum ranni. Þar ríkir ennþá mikil afneitun. Til dæmis má ekki tala um hlutina (á Alþingi) eins og þeir voru, þar sem margir hrunverjar sitja sem fastast. Það er athyglisvert að fyrir hrun virðist hlutverk FME hafa breyst í að hjálpa bönkunum og embættismönnum að hylma yfir spillinguna og passa að ekkert fréttist um sóðaskapinn. Stofnun sem áður hjálpaði bönkunum í útrásinni í staðinn fyrir að hafa hemil á þeim.

HF (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maður var að vona fjölmiðlar tækju sig á eftir hrunið, en ekkert breytist. Flokksskýrteinið er og verður leiðarljós Moggans.

Finnur Bárðarson, 18.12.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Með smá sanngirni má etv. segja að ekki er alltaf hægt að segja alltaf allt opið og beint út til pöpulsins.  Stundum geta komið krísur og  ákveðin viðkvæm tímabil.    Ergo. , hefði allt verið sagt strax og bankarnir hrunið, í kjölfar stöðutöku.     Þá væri bankahrunið talið þessum mönnum /konum að kenna.

Alvarlegi hlutinn er sá að þeir sem vissu allan þennan tíma sannleikann um slæma stöðu og hrun framundan gerðu ekki nóg.   Lögðu sig ekki fram og framkvæmdu bæði vitlausar áherslur og alltof seint.

P.Valdimar Guðjónsson, 18.12.2009 kl. 16:32

6 identicon

Mig langar að vita, hvernig gat Baldur keypt bréf fyrir 100 millj.  (kannski voru þau ódýrari þegar hann keypti). 

En fékk hann fyrirgreiðslu í Landsbankanum? 
Nú sat Baldur í einkavæðingarnefndinni sem seldi bankanna, fékk hann brauðmola úr hendi kaupenda bankans (kannski til að liðka fyrir kaupunum)

Það væri gott að fá að vita alla söguna á bak við þessi bréf

EinarE (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:07

7 identicon

Svartálfur. Ég hef aldrei heyrt það áður að ekki megi rannsaka mál tvisvar. Hví ekki? Almenn takmörkun er sú að ekki má ákæra aftur fyrir mál sem dómur hefur fallið í. Þetta kallast á ensku "double jeopardy."

En auðvitað má rannsaka mál eins oft og þurfa þykir, hvort heldur nýjar upplýsingar eða nýr skilningur hefur komið fram.

Svona aukreitis þá er kannski annað og verra mál að á Íslandi er að verkreglur um hvenær saksónari leggur fram kæru oft óljósar og gefa embættismönnum mikið svigrúm til að meta saknæmi, í stað þess að láta dómstóla skera úr um málið.

Að sama skapi virðist ekki nein vinnuhefð fyrir því að veita sakaruppgjöf fyrir minni brot aukaðila, gegn samkomulagi um aðstoð til yfirvalda um að upplýsa stærri brot megin gerenda. Þetta virðist mjög standa í veginum fyrir því að fá upplýsingar sem geta leitt til sakfellingar megin gerenda.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband