17.3.2009 | 14:50
Talað undir rós: Skattahækkanir og niðurskurður á leiðinni?
Árið 2011 er búist við viðsnúningi í hagvexti og 2013 á ríkissjóður að skila afgangi! Hvernig á þetta að gerast? Ríkissjóður skilar ekki hagnaði nema tekjur stór aukist eða útgjöld snarminnki. Stjórn VG og S munu reyna að halda niðurskurði í lágmarki svo gríðarlegar skattahækkanir eru eina leiðin. Af hverju má ekki tala um skatta, niðurskurð eða EB? Ekkert af þessu er að finna á þessum nýja glansvef ríkisstjórnarinnar www.island.is. Hvernig getur fjármálaráðherra komist upp með að segja að það verði afgangur á ríkissjóði án þess að minnast á tekju- eða útgjaldhlið ríkisreikningsins og útskýra hvernig þessi afgangur muni myndast?
NB. Þetta þýðir bara eitt: Niðurskurður og skattahækkanir sem kynntar verða eftir kosningar eru af þeirri stærðargráðu að enginn þorir að tala um þetta fyrir kosningar.
![]() |
Þjóðarbúið mun ná sér á strik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 06:09
Hver fær Sjóvá á silfurfati?
![]() |
Yfirtekur hlutafé Moderna Finance |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 19:57
Hver á að reka þessa nýju banka?
Hvar á að finna reynda og hæfa Íslendinga til að reka þessa nýju banka? Ef erlendir aðilar eiga að koma að þessu og leggja tíma, fjármagn og fyrirhöfn í þetta dæmi þá munu þeir ekki taka íslensk flokksskírteini sem fullgildingu fyrir viðunandi starfsreynslu í að reka banka á sómasamlegan hátt (sjá pólitíska skipun í bankaráð Seðlabankans sem nýjasta dæmið) . Íslensk fjármálareynsla og þekking er gjörsamlega gjaldfallin hjá erlendum aðilum og hvers vegna ættu erlendri aðilar að eyða sínum dýrmæta tíma í að endurreisa banka úr óskiljanlegum íslenskum brunarústum? Ætli það séu ekki meir spennandi og arðbærari tækifæri út um allan heim fyrir þessa aðila en hjá 300,000 manna þrasgjarni þjóð með óvirkan gjaldmiðil og óraunhæfa framtíðarsýn? Það er ekki tilviljun að lán frá AGS hafi verið kyrrsett og segir í raun allt sem segja þarf um traust og trúverðugleika íslenskra fjármálastofnanna. Ríkisstjórnin er að reyna að fegra þetta eftir bestu getu fyrir kosningar en staðan er vægast sagt vandræðaleg og ótraustvekjandi.
![]() |
Eignir gömlu bankanna rýrna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 14:01
Hafa skal það sem sannara reynist!
![]() |
Logos vann fyrir Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 13:47
7,000 kr. á mann, er það of dýrt?
![]() |
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 13:27
Íslenskur fiskur leitar í breskt frelsi!
![]() |
Íslenskum skipum fagnað í Grimsby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 18:45
Löglegt en siðlaust!
![]() |
Illugi sigraði í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 14:28
Hverjir eru þessir auðugu innistæðueigendur sem VG verndar?
Það væri gaman að vita hverjir væru þessir innistæðueigendur því Straumur var fjárfestingarbanki en ekki viðskiptabanki svo ekki er verið að bjarga íslenskum almenningi. Það var athyglisvert að lesa að þessi aðgerð er tekin til þess að forðast uppnám hjá innlendum innistæðueigendum. Erlendir aðilar hafa margir hverjir ekki haft aðgang að sínum innistæðum í gömlu viðskiptabönkunum í hálft ár en Gylfa er nok sama um þá. Útlendingar mega eiga það sem úti frýs en nokkrir útvaldir innlendir aðilar sem eiga líklega dágóða innistæðu hjá Straum verða, sama hvað tautar, að hafa aðgang að sínum peningum og það núna rétt fyrir kosningar!!
Hver er munur á þessum aðgerðum Gylfa og Geirs og Co. á síðasta ári. Hver er raunverulegur munur á Sjálfstæðismönnum og VG þegar á hólminn er komið og barnalegu orðagjálfri líkur? Hvernig væri að íslenskir kjósendur færu að krefjast þess að fá staðreyndir á borðið. Af hverju er ekki þjarmað að Gylfa af blaðamönnum og spurt hverjir séu þessir auðmenn sem eiga þessar innistæður og VG og S þurfa að vernda? Spyr sá sem ekki veit?
![]() |
Tóku Straum yfir til að forðast uppnám hjá eigendum innistæðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 17:54
Baugur: Vælukjói
![]() |
Íslandsbanki svarar Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 10:12
Svona virka gjaldeyrishöftin!
Með því að landa erlendis fá menn greitt í íslenskum krónubréfum á genginu 180-200kr/evra eða um 30% hærra verð í kr. en á Íslandi. Sem sagt gjaldeyrishöftin auka atvinnuleysið!
Enn eitt dæmi um íslenskt klúður og kunnáttuskort.
Mun þetta breytast? Varla. Það eru ekki margir með viðskipta- og hagfræðiþekkingu og reynslu sem eru nú í prófkjörum. Þaðan af síður virðist þetta fólk hafa erlenda reynslu og sambönd. Talað er um að fara í aðildarviðræður við EB. Hver á að standa fyrir þessum viðræðum? Hvaða reynslu hefur þetta fólk í erlendri samningagerð? Talar þetta fólk fullkomna viðskipta ensku svo ekki verði pínlegur misskilningur á 5. mín fresti?
Nei, íslenska aðferðin um að "blindur leiði blindan" mun halda áfram eftir kosningar.
![]() |
Fleiri togarar landa í Grimsby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |