Talað undir rós: Skattahækkanir og niðurskurður á leiðinni?

Árið 2011 er búist við viðsnúningi í hagvexti og 2013 á ríkissjóður að skila afgangi!  Hvernig á þetta að gerast?  Ríkissjóður skilar ekki hagnaði nema tekjur stór aukist eða útgjöld snarminnki.  Stjórn VG og S munu reyna að halda niðurskurði í lágmarki svo gríðarlegar skattahækkanir eru eina leiðin.  Af hverju má ekki tala um skatta, niðurskurð eða EB?  Ekkert af þessu er að finna á þessum nýja glansvef ríkisstjórnarinnar www.island.is.  Hvernig getur fjármálaráðherra komist upp með að segja að það verði afgangur á ríkissjóði án þess að minnast á tekju- eða útgjaldhlið ríkisreikningsins og útskýra hvernig þessi afgangur muni myndast?  

 

NB. Þetta þýðir bara eitt:  Niðurskurður og skattahækkanir sem kynntar verða eftir kosningar eru af þeirri stærðargráðu að enginn þorir að tala um þetta fyrir kosningar.

 
mbl.is Þjóðarbúið mun ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fær Sjóvá á silfurfati?

Nú verður athyglisvert að fylgjast með hvaða gæðingar fá Sjóvá afhent á brunaútsöluverði. Þar munu líklega ekki allir sitja við sama borð, alla vega ekki almennur skattgreiðandi. Af hverju eru þessi fyrirtæki sem ríkið tekur yfir í skjóli skilanefnda ekki afhent skattgreiðendum í almennu hlutafjárútboði. Af hverju mega íslenskir skattgreiðendur ekki taka þátt í brunaútsölu aldarinnar ef þeir vilja. Af hverju er það aðeins útvaldir lögfræðingar og flokksgæðingar sem fá að sitja að þessum kjötkötlum, nú sem fyrr. Eru þetta ekki þessi "nýfrjálshyggju" vinnubrögð sem VG og S eru svo á móti í orði?
mbl.is Yfirtekur hlutafé Moderna Finance
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að reka þessa nýju banka?

Hvar á að finna reynda og hæfa Íslendinga til að reka þessa nýju banka? Ef erlendir aðilar eiga að koma að þessu og leggja tíma, fjármagn og fyrirhöfn í þetta dæmi þá munu þeir ekki taka íslensk flokksskírteini sem fullgildingu fyrir viðunandi starfsreynslu í að reka banka á sómasamlegan hátt (sjá pólitíska skipun í bankaráð Seðlabankans sem nýjasta dæmið) . Íslensk fjármálareynsla og þekking er gjörsamlega gjaldfallin hjá erlendum aðilum og hvers vegna ættu erlendri aðilar að eyða sínum dýrmæta tíma í að endurreisa banka úr óskiljanlegum íslenskum brunarústum?  Ætli það séu ekki meir spennandi og arðbærari tækifæri út um allan heim fyrir þessa aðila en hjá 300,000 manna þrasgjarni þjóð með óvirkan gjaldmiðil og óraunhæfa framtíðarsýn?  Það er ekki tilviljun að lán frá AGS hafi verið kyrrsett og segir í raun allt sem segja þarf um traust og trúverðugleika íslenskra fjármálastofnanna.  Ríkisstjórnin er að reyna að fegra þetta eftir bestu getu fyrir kosningar en staðan er vægast sagt vandræðaleg og ótraustvekjandi.


mbl.is Eignir gömlu bankanna rýrna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa skal það sem sannara reynist!

Staðreyndirnar upp á borð!  Er kannski ætlast til of mikils af íslenskum lögfræðingum?  Ég hefði til dæmis gaman að vita hvaða reynslu og þekkingu Logos hefur í alþjóðlegu gjaldþrotaskiptum? Svo væri æskilegt að upp á borð kæmu hugsanleg persónuleg sambönd einstakra lögfræðinga innan Logos við stjórnendur innan Baugs?  Þetta er bara enn annað dæmið um "job for the boys".  Ég er hræddur um að nú komist Ítalía ekki með tærnar þar sem Ísland er með hælana hvað varðar sambönd lögfræðinga og stjórnvalda. 
mbl.is Logos vann fyrir Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7,000 kr. á mann, er það of dýrt?

Hvað er of dýrt fyrir nýtt stjórnlagaþing?  Ætli núverandi valdastétt sem hefur hlotið prófkjör telji þetta ekki algjöran óþarfa.  Nú munu allir stjórnmálaflokkar á Alþingi grafa undan þessu stjórnlagaþingi og telja það of dýrt og óþarft enda mun það setja núverandi valdastrúktúr á annan endann og þar með eru þingsæti og ráðherrastólar fyrir þessa elítu í hættu. Sú staðreynd að íslenska lýðveldið hefur aldrei haft manndóm eða getur til að semja eigin stjórnarskrá segir allt sem segja þarf um "Lýðveldið"  Ísland.  Við erum með konungsstjórnarskrá frá 19. öld sem var samin fyrir konungsdæmið Ísland og Danmörk.  
mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur fiskur leitar í breskt frelsi!

Íslensk gjaldeyrishöft skapa störf í Grimsby. Íslenskir stjórnmálamenn virðast vanmegnuðu að snúa þessu við jafnvel mánuði fyrir kosningar. Hér er sami rass undir öllum flokkum. Enginn munur á VG og Sjálfstæðismönnum. Algjör þögn ríkir um þetta mál hjá öllum flokkum. Athyglisvert.  Ætli einhver sem nú hefur hlotið "frábæra" kosningu sem "sterkur" og "öflugur" leiðtogi í nýlegu prófkjöri hafi skoðun á þessu máli. Bretar hafa ekki aðeins náð í Icesave peningana heldur eru þeir að leggja íslenska fiskinn undir sig.
mbl.is Íslenskum skipum fagnað í Grimsby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt en siðlaust!

Hvað er hægt að segja annað.  Sem Reykvíkingur er ég orðlaus yfir þessari niðurstöðu í fyrsta sæti.  Nú reynir á lýðræðið og að almennir kjósendur segi sína meiningu og vonandi verða það fleiri en 4232 sem segja eins og ég, hingað og ekki lengra.  Illugi, mitt svar færðu í kjörklefanum í apríl.
mbl.is Illugi sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru þessir auðugu innistæðueigendur sem VG verndar?

Það væri gaman að vita hverjir væru þessir innistæðueigendur því Straumur var fjárfestingarbanki en ekki viðskiptabanki svo ekki er verið að bjarga íslenskum almenningi.  Það var athyglisvert að lesa að þessi aðgerð er tekin til þess að forðast uppnám hjá innlendum innistæðueigendum.  Erlendir aðilar hafa margir hverjir ekki haft aðgang að sínum innistæðum í gömlu viðskiptabönkunum í hálft ár en Gylfa er nok sama um þá.  Útlendingar mega eiga það sem úti frýs en nokkrir útvaldir innlendir aðilar sem eiga líklega dágóða innistæðu hjá Straum verða, sama hvað tautar, að hafa aðgang að sínum peningum og það núna rétt fyrir kosningar!!

 

Hver er munur á þessum aðgerðum Gylfa og Geirs og Co. á síðasta ári.  Hver er raunverulegur munur á Sjálfstæðismönnum og VG þegar á hólminn er komið og barnalegu orðagjálfri líkur?  Hvernig væri að íslenskir kjósendur færu að krefjast þess að fá staðreyndir á borðið.  Af hverju er ekki þjarmað að Gylfa af blaðamönnum og spurt hverjir séu þessir auðmenn sem eiga þessar innistæður og VG og S þurfa að vernda?  Spyr sá sem ekki veit?


mbl.is Tóku Straum yfir til að forðast uppnám hjá eigendum innistæðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur: Vælukjói

Er ekki kominn tími að breyta nafninu á Baugi og Group í Vælukjóa og vandamenn?
mbl.is Íslandsbanki svarar Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona virka gjaldeyrishöftin!

Með því að landa erlendis fá menn greitt í íslenskum krónubréfum á genginu 180-200kr/evra eða um 30% hærra verð í kr. en á Íslandi.  Sem sagt gjaldeyrishöftin auka atvinnuleysið! 

 

Enn eitt dæmi um íslenskt klúður og kunnáttuskort.

 

Mun þetta breytast?  Varla.  Það eru ekki margir með viðskipta- og hagfræðiþekkingu og reynslu sem eru nú í prófkjörum.  Þaðan af síður virðist þetta fólk hafa erlenda reynslu og sambönd. Talað er um að fara í aðildarviðræður við EB.  Hver á að standa fyrir þessum viðræðum?  Hvaða reynslu hefur þetta fólk í erlendri samningagerð?  Talar þetta fólk fullkomna viðskipta ensku svo ekki verði pínlegur misskilningur á 5. mín fresti?

 

Nei, íslenska aðferðin um að "blindur leiði blindan" mun halda áfram eftir kosningar.


mbl.is Fleiri togarar landa í Grimsby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband