Átti FME ekki frekar að afla og miðla svona upplýsingum?

Skoða verður þetta mál út frá víðari sjóndeildarhring.  FME og bankamálaráðherra voru þeir aðilar sem samkvæmt lögum áttu að hafa eftirlit með störfum og athöfnum bankanna.  Aðalmarkmið Seðlabankans er peningamálastjórn landsins.

FME bar skylda til að vita meira um stöðu bankanna en aðrir aðilar á landinu.  Hvers vegna aflaði og miðlað FME ekki upplýsingum af þessu tagi?  Afskiptaleysi er engin afsökun. 

Auðvita gerði Seðlabankinn mistök, en ef bankarnir notfærðu sér þessi mistök til að skara elda að sinni köku og magna upp erfiðleikana án afskipta FME er ekki hægt að skella allri skuldinni á Seðlabankann.  Bankarnir sjálfir og FME bera meiri ábyrgð. 

Ef við reynum að stilla upp í hvaða röð aðilar bera ábyrgð á hruninu bendir allt til eftirfarandi:

  1. Bankarnir og stjórn þeirra
  2. Bankamálaráðherra
  3. FME
  4. Seðlabankinn

 


mbl.is Sögðu eitt - gerðu allt annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendur samanburður

Athyglisvert verður að skoða þessa skýrslu og sjá hvað tillögur eru í henni.   Mikilvægt er að við verðum samstíga öðrum þjóðum um umbætur í þessum efnum. 

Adair Turner hinn nýi yfirmaður breska fjármálseftirlitsins hefur nýlega skilað skýrslu um framtíð bankaeftirlits í Bretlandi sem fengið hefur góðar viðtökur.  Gordon Brown mun líklega leggja þessa skýrslu fyrir G-20 fundinn sem framlag Breta til nýs alþjóðlegs samstarfs í fjármálaeftirliti.  Allt kapp er lagt á að Bretar taki frumkvæðið í þessu efni með það að markmið að endurreisa London sem eina helstu fjármálastöð í heiminum.  Gríðarlegur fjöldi starfa er í húfi svo ekki sé minnst á sterkan og mikilvægan skattstofn.

Vonandi verða Íslendingar nágrannaþjóðunum ekki eftirbátar hér.

 


mbl.is Finnsk skýrsla væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg atburðarás

Fyrst kenndi fyrri ríkisstjórn útlendingum um hrunið, almenningur kenndi ríkisstjórninni og Seðlabankanum um og nú rétt fyrir kosningar líkir viðskiptaráðherra hegðun íslensku bankanna við eitt umfangsmesta fjársvikamál umheimsins í seinni tíð - Enron. Ef þetta er rétt er kastljósinu beint að fyrrum bankamálaráðherra og hans eftirlitsstofnun FME. 

Þetta getur orðið vatn á millu útlendinga.  Málaferlin sem fylgdu Enron voru dýr og mannorðseyðandi.  Þetta getur sett Icesave og kröfur útlendinga í uppnám.  Vegir erlendra lögmanna eru óútreiknanlegir. 


mbl.is Margt líkt með Íslandi og Enron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegar fréttir

Því miður, það verða margir góðir og gamlir Sjálfstæðismenn sem hreinlega samvisku sinnar vegna munu ekki geta stutt þennan lista.  Hér hefur prófkjörsaðalinn gengið of langt og ofmetið stöðu sína og völd.   Ekkert er sorglegra en þegar fólk hefur gert mistök en vegna hroka eða siðblindu getur ekki beðist afsökunar, heldur þrjóskast áfram og stillir sér upp eins og ekkert hafi í skorist.


mbl.is D-listar í Reykjavík birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulinn býr í smáatriðunum!

Fjárlögin eru aðalmálið en lítið fer fyrir þeim í kosningabaráttunni því tölurnar eru svo hrikalegar. 

Hins vegar er nauðsynlegt fyrir kjósendur og stjórnmálaflokkana að hafa þessar upplýsingar í til reiðu fyrir kosningar.  Flokkarnir verða að gera grein fyrir því hvernig þeir ætla að brúa fjárlagahallann.  Ekki er nóg að segja að við tökum lán, hækkum skatta og skerum niður.  Allir flokkar verða að gera það. 

Við þurfum að vita hversu hár þessi halli er og hvaða áherslur flokkarnir hafa í skattahækkunum, niðurskurði og lántöku. 

Eins og sagt er: Djöfulinn býr í smáatriðunum, en það erum einmitt þessi smáatriði sem þurfa að koma upp á borðið.  Ekki að þetta séu nein smáatriði en flokkarnir keppast allir við að telja kjósendum trú um að þetta sé bara tæknileg útfærsla!

 


mbl.is Fjárlögin aðalmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjálfa þarf upp nýja kynslóð bankamanna þar sem ný gildi ráða

Ef erlendir aðilar taka Kaupþing yfir væri bráðnauðsynlegt að þeir sendi stjórnendateymi til landsins sem gæti endurskipulagt bankann og þjálfað upp nýja kynslóð íslenskra bankamanna.  Það sem allir íslenskir bankar hafa fallið er starfsferilskrá flestra íslenskra bankastjórnenda gölluð söluvara.

Hvernig væri að fara að sameina eitthvað af öllum þessum háskólum sem eru á Íslandi og fara að leggja meiri áherslu á gæði en fjölda.  300,000 manna samfélag getur ef vel er haldið á spöðum rekið einn háskóla (hér er ég að taka um University ekki College)


mbl.is Tveir bankar í stað þriggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert íslenskt klúður: Áfram Ísland!

Stjórn SPRON kennir viðskiptaráðherra um en hvað segir ráðherra?  Það er ekki eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki reynslu í að kynna fall fjármálastofnanna.  Fleiri fjármálastofnanir hafa fallið á Íslandi en í öllu EB.  Ísland á heimsmet í bankahruni.  300,000 manna þjóð slær 400,000,000 sambandi út. Já þegar íslenskir stjórnmálamenn og útrásarvíkingar taka sig saman þá slær þeim enginn við.  Áfram Ísland!
mbl.is Harma hvernig yfirtaka SPRON var kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er öll vitleysan eins!

Hvaða þjóðir auglýsa eftir sínum Seðlabankastjóra?  Engar nema Ísland.  Hvaða þróaðar þjóðir auglýsa eftir stjórnarmönnum í ríkisfyrirtæki og ráð.  Allar nema Ísland. 

Ísland hefur nú Seðlabankastjóra sem er í starfsþjálfun til að komast á lista sem hugsanlegur arftaki hjá Norges Bank!  Norðmenn líkt og aðrar norrænar þjóðir auglýsa ekki eftir sínum Seðlabankastjórum.  Það tekur 10-15 ár að þjálfa fólk í að taka við svona starfi og það eru yfirleitt aðeins 4-6 aðilar í hverju landi sem koma til greina.  Þessir aðilar eru allir þekktir og stjórnvöld sjá svo um að þeir fái breiða og víðtæka starfsreynslu.  Þessi listi er ekki negldur niður.  Fólk kemur og fer af honum en þegar þörf er á nýjum Seðlabankastjóra þá er til hópur af vel þjálfuðu og menntuðu fólki til að velja úr. 

Það að auglýsa eftir svona stöðu sýnir vanþróun í starfsmannahaldi ríkisins.  Þessi umræða er vandræðaleg fyrir þá vanþekkingu sem hún sýnir. 

Ef Ísland á nú að fara að haga sér eins og best gerist á Norðurlöndunum, þá þarf að taka starfsmannahald hjá ríkinu til algjörrar endurskoðunar - sérstaklega mannaráðningar og skipanir.

Betra seint en aldrei!

 


mbl.is Ekki íhugað að auglýsa embætti sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómas Þorvaldsson GK10 landar í Grimsby

Svona byrjaði fréttatími BBC síðdegis.  Þar er gerð grein fyrir hinum mikla uppgangi á fiskmarkaðinum í Grimsby sem heimamenn eru himinlifandi yfir.  Þessu er mest íslenskum skipum að þakka og BBC útskýrir að mun hagstæðara sé fyrir íslensk skip að landa í Grimsby en í sínum heimahöfnum.  Skipstjórar fá greitt í hörðum gjaldeyri og fiskmarkaðurinn í Grimsby borgar sjómönnum innan 7. daga.  Líkur fréttinni á því að ekki sé langt í það að fiskverð lækki fyrir breska neytendur.

Já, svona virka íslensk gjaldeyrishöft.


Staðreyndirnar tala

Davíð, Geir, Ingibjörg og Björgvin þurfa að svara fyrir sig. 

Hvorki ríkisstjórnin eða Seðlabakinn virðist hafa gripið til neinna raunhæfra aðgerða til að koma bönkunum og íslensku fjármálalífi úr þessum ógöngum.  Kallaði Davíð, Björgvin á sinn fund eftir þessa ferð til að gera honum grein fyrir stöðunni?  Fékk FME aðgang að þessum gögnum?  Hvenær fréttu Geir og Ingibjörg af þessu?  Ábyrgð bankamálaráðherra er vissulega mikil en ef Seðlabankastjóri tilkynnti honum og FME ekki umsvifalaust um yfirvofandi hættu vakna ýmsar spurningar.  Sá sem sér kvikna í húsi ber skylda til að reyna að slökkva eða a.m.k hringja á slökkviliðið.  Þetta er nú ekkert flóknara en það. 

Það er alveg ljóst að bankarnir hefðu aldrei geta vaxið svona hratt nema með tilstuðlan stjórnmálamanna og aldrei fallið svona illa nema með andvaraleysi sömu manna.

Hvers vegna er þessu minnisblaði komið til fjölmiðla mánuði fyrir kosningar? 

 


mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband