Ekki er öll vitleysan eins!

Hvaða þjóðir auglýsa eftir sínum Seðlabankastjóra?  Engar nema Ísland.  Hvaða þróaðar þjóðir auglýsa eftir stjórnarmönnum í ríkisfyrirtæki og ráð.  Allar nema Ísland. 

Ísland hefur nú Seðlabankastjóra sem er í starfsþjálfun til að komast á lista sem hugsanlegur arftaki hjá Norges Bank!  Norðmenn líkt og aðrar norrænar þjóðir auglýsa ekki eftir sínum Seðlabankastjórum.  Það tekur 10-15 ár að þjálfa fólk í að taka við svona starfi og það eru yfirleitt aðeins 4-6 aðilar í hverju landi sem koma til greina.  Þessir aðilar eru allir þekktir og stjórnvöld sjá svo um að þeir fái breiða og víðtæka starfsreynslu.  Þessi listi er ekki negldur niður.  Fólk kemur og fer af honum en þegar þörf er á nýjum Seðlabankastjóra þá er til hópur af vel þjálfuðu og menntuðu fólki til að velja úr. 

Það að auglýsa eftir svona stöðu sýnir vanþróun í starfsmannahaldi ríkisins.  Þessi umræða er vandræðaleg fyrir þá vanþekkingu sem hún sýnir. 

Ef Ísland á nú að fara að haga sér eins og best gerist á Norðurlöndunum, þá þarf að taka starfsmannahald hjá ríkinu til algjörrar endurskoðunar - sérstaklega mannaráðningar og skipanir.

Betra seint en aldrei!

 


mbl.is Ekki íhugað að auglýsa embætti sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband