Eignarupptaka VG

Lilja Mósesdóttir frambjóðandi hjá VG segir í Morgunblaðinu í dag að VG muni leggja á 2% sanngjarnan eignarskatt eftir fyrirmynd frá öðrum Norðurlöndum.  Hins vegar vannst ekki tími til að útfæra þetta nánar segir hún.  

Skattastefna VG er vægast sagt mjög "sveigjanleg" í augnablikinu og ekki líður sá dagur að nýjar upplýsingar dúkki ekki upp í hinum og þessum fjölmiðli.   VG er að láta kjósendur skrifa undir óútfylltan tékka fyrir kosningar.

En lítum nánar á þessa tillögu.  Hvar skyldi þessi fyrirmynd um 2% vera fengin? Svona er eignarskattsstaðan á hinum Norðurlöndunum:

  • Svíþjóð: 0%
  • Finnland: 0%
  • Danmörk: 0%
  • Noregur: 0.7% til ríkis og 0.4% til sveitarfélaga á eignir yfir kr. 8,500,000 per einstakling eða 1.1%

Hvar Lilja finnur 2% er mér hulin ráðgáta.  Það land sem leggur á einn hæstan eignarskatt er Frakkland með 0.55% á eignir yfir kr. 120,000,000 upp í 1.8% á eignir yfir kr. 2,500,000,000.

Ef VG ætlar að leggja á 2% eignarskatt í stað 0.6% eins og hann var á eignir yfir kr. 5,000,000 mun það þýða einhverja mestu eignarupptöku sem um getur í heiminum.  Ef við bætum svo við fasteignarsköttum til sveitarfélaga munu margir sem nú búa í skuldlausum eignum komast í greiðsluerfiðleika við ríkið.  Þetta mun bitna verst á öldruðum sem þegar eru beittir órétti hvað varðar frádrátt fjármagnstekna af lífeyrisgreiðslum.

Hið rétta er að aðeins Noregur hefur eignarskatt af Norðurlöndunum og hann er að hámarki 1.1% en ekki 2%!  Skattastefna VG er farin að líkjast Gamla Sáttmála bakdyramegin.  Lilja hefur ekki minnst á erfðafjárskatt en fyrir þá sem hafa áhuga þá er hann 10% í Noregi.  Annars bendi ég þeim sem vilja fá meiri upplýsingar um skattastefnu VG að heimsækja  www.skatteetaten.no.

page { size: 21cm 29.7cm; margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->


mbl.is Telur VG ofmeta áhrif hátekjuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei

Endurskoða þarf alla utanríkisstefnu Íslendinga.  Icesave málið sýnir að betur má ef duga skal.  Nú þarf að fækka sendiráðum og efla þau sem eftir eru.  Hér er ein tillaga um að fækka sendiráðum niður í 5-6 sem verða starfrækt í:

1.Brussel

2. Washington

3. London

4. Kaupmannahöfn

5. Tokyo og/eða Beijing


mbl.is Sendiráði Íslands í Managua lokað 1. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði götunnar

Það hefur lögnum verið sagt að munurinn á Frökkum og Bretum sé að í Frakklandi komi breytingar og framfarir í stökkum en í Bretlandi í hægt fljótandi skömmtum. 

Frakkar eru með Lýðveldið á uppfærslu númer 5.0 á meðan Bretar halda enn í sitt konungsdæmi.  En þrátt fyrir þennan mikla mun er báðar þjóðirnar meðlimir í EB.   

Í samanburði við þessar þjóðir er Ísland hikandi.  Við getum ekki tekið ákvörðum um EB hvað þá að setja okkur eigin stjórnarskrá og þar með endanlega eftir 60 ár endurræst lýðveldið svo uppfærsla 1.0 taki gildi.


mbl.is Héldu yfirmanni föngnum vegna uppsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókostir við okkar lífeyriskerfi að koma í ljós

Þó okkar lífeyriskerfi sé gott um margt er veikleiki þess að hinn almenni sjóðsfélagi hefur ekki tök á að hafa áhrif á fjárfestingarstefnu síns hlutar í sjóðnum.  Þeir sem eru að nálgast lífeyrisaldur og þeir sem þegar eru lífeyrisþegar eiga að hafa tök á að "setja" sinn hluta í ríkisskuldabréf og þannig betur vernda þann lífeyri sem þeir fá útborgaðan.


mbl.is Lífeyrisréttindi skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynsluleysið farið að segja til sín!

Yfirlýsingar og athafnir Gylfa eru löngu farnar að orka tvímælis eins og ég hef skrifað um á þessu bloggi.  Eitt er að vera dósent annað að vera ráðherra.  Og þegar pólitískt óreyndur maður reynir að haga sér eins og pólitískur ráðherra í eins eldfimu ástandi og nú ríkir er voðinn vís.  Yfirlýsingar hans í garð Seðlabankans, samlíkingin við Enron og nú SPRON fíaskóið er að fylla mælinn.  Það var aðeins tímaspursmál hvenær erlendir aðilar sendu honum og FME tóninn.  Þetta kann að verða þjóðinni dýrt og er ekki ábætandi eftir öll mistök fyrri ríkistjórnar.  Ætlar þetta aldrei að taka enda? 

Hér er það sem þarf að gera eftir kosningar:

1. Skipa viðskiptaráðherra sem hefur afburða hæfileika í mannlegum samskiptum, er með erlenda samningareynslu og sambönd og hefur víðsýna reynslu af praktískum lausnum. 

2. Sameina Seðlabankann og FME.  Við höfum ekki mannafla með nægilega þekkingu og reynslu til að halda úti tveimur batteríum.  Of dýrt, tímafrekt og erfitt er að reyna að byggja upp traust og trúveruleika á FME og Seðlabankanum samtímis.  Betra að byggja upp eina sterka stofnun.


mbl.is Undrast aðgerðir yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fordæmi hjá Ögmundi

Hér setur Ögmundur gott fordæmi sem ráðherra enda veitir ekki af.  Ljóst er að skera verður niður laun í heilbrigðisgeiranum á bilinu 5-10% ef ekki á að koma til meiriháttar uppsagna.  Þetta gæfi 4-8ma kr. sparnað eða svipaða upphæð og skatthækkunar tillögur sem VG setti fram á síðasta ári.  En betur má ef duga skal, brúa þarf bil upp á 45ma. kr.  Hvernig væri að aðrir flokkar kæmu fram og tilkynntu sínar fjárlagahugmyndir. 
mbl.is Ögmundur fær ekki ráðherralaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt þras hjá Geir fram á síðustu mínútu

Geir segir að stjórnin hafi hlaupið á sig í tveimur málum.  Ætli ekki sé réttara að stjórnin hafið fallið á tíma.  Aðgerðarlistinn var of metnaðarfullur og tíminn of naumur.  Ákvarðanafælni Geirs er varla lausnin.  Hinn gullni meðalvegur liggur eflaust á milli Geirs og Jóhönnu.

Lítum nánar á það sem Geir sagði:

Sagði hann (Geir) að margir stjórnarliðar hefðu lítinn áhuga á því að erfið prófkjörsbarátta, sem nú sé afstaðin, verði endurtekin við kosningarnar

Þetta er athyglisverð setning sem opnar örlítinn glugga inn í þankagang íslenskra stjórnmálamanna. Engin stemmning er fyrir því hjá öllum flokkum að lofa hinum almenna kjósenda að velja það fólk á Alþingi sem það treystir best.  Nei, val á þeim einstaklingum sem hinn almenni borgari fær að kjósa eru forréttindi prófkjörsaðalsins sem er jafnari en aðrir borgarar í þeirri "Orwellian" samsuðu sem íslenskt samfélag er sokkið ofaní.

Sagði hann (Geir) fara betur á því að 79. grein stjórnarskrárinnar verði breytt svo hægara verði um vik að breyta stjórnarskrá

Hér er Geir að stinga upp á svokallaðri Venezúela leið sem gerir stjórnvöldum auðveldari um vik að breyta stjórnarskránni að sinni hentisemi.  Þetta er stórhættulegt.  Lýðveldið Ísland verður að setja sér sína eigin stjórnarskrá.  Til þess þarf að koma stjórnlagaþing sem er skipað fólkinu í landinu en ekki kjörnum fulltrúum stjórnmálaelítunnar sem munu reyna allt til að viðhalda sínum völdum. 

Ps. 

Að lokum ber að virða ákvörðun Geirs að stíga til hliðar núna og yfirgefa stjórnmál að sinni.  Auðvita getur Geir komið aftur í stjórnmálin eftir 3-4 ár, þ.e. á þarnæsta þing.  Geir hefur margar góðar hliðar og þekking hans og reynsla getur komið sér vel í framtíðinni.  Ég óska Geirs góðs bata og alls velfarnaðar.


mbl.is Stjórnin hljóp á sig í tveimur málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ: Vigdís í Undralandi

Mál Vigdísar Hauksdóttur er allt hið furðulegasta. 

Vigdís segir:

..."að hún undrist að hafa þurft að hætta störfum hjá ASÍ "

Gylfi segir:

"Vigdís hefði hætt að eigin ósk og fengið að láta af störfum nánast samdægurs"

Hvernig geta þessar staðhæfingar verið sannar á sama tíma  spyr hjartadrottningin?

alice_wonderland

(lesendur bíða spenntir eftir næsta kafla)

 


mbl.is Engin flokkspólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík einföldun og útúrsnúningar hjá Steingrími!

Kíkjum aðeins á hvað Steingrímur er að segja:

"Ég held að það skipti engu máli hvort menn eyða of miklu í krónum, dollurum eða evrum"

Þetta er ekki alveg rétt.  Seðlabankinn getur prentað krónur en ekki dollara eða evrur.  Það er ekki það sama að eyða í gjaldeyri eða eigin gjaldmiðli.  Ef eyðslan er tekin að láni þá skipta nú vextirnir máli eins og Íslendingar þekkja betur en aðrar þjóðir. Þetta er ónákvæm fullyrðing sem fjármálaráðherra á ekki að láta út úr sér.

"..ef sæmilega tækist til við að koma krónunni á stöðugt ról og á raunhæfu gengi miðað við aðstæður þjóðarbúsins þá gæti krónan orðið eitt af gagnlegum tækjum til útflutnings- og samkeppnisgreinar búi við nægilega hagstæð skilyrði .."

Hvað varð um norsku krónuna?  Ætli Steingrímur geri sér ekki grein fyrir því að auðveldara verður að keyra niður lífskjör og brúa fjárlagahallann með því að stýra gengi krónunnar heldur en að þurfa að keyra niður launataxta með sterkum gjaldmiðli. 

Ég fæ ekki séð að Lettlendingar eða Ungverjar eða fleiri hafi notið þess eða það hafi reynst þeim mikil trygging í sjálfu sér fyrir þeim hlutum sem þeir eru nú að glíma við

Fjármálastofnanir í þessum löndum hafa ekki fallið eins og á Íslandi.  Lánstraust þessara landa er hærra en Íslands og gjaldmiðlar þessara landa hafa aðeins fallið brot af því sem kr. hefur fallið því Seðlabanki Evrópu hefur veitt þessum löndum hjálp.  17% vextir og verðtrygging er óþekkt innan EB.  Að lokum hefur EB gefið út nýja tilskipun um að sambandið muni veita aðildarríkjum sem lenda í fjárhagslegum erfiðleikum hjálp. En hvað með norrænu nágranna okkar sem við eigum nú að miða okkur við skv. fyrri orðum Steingríms.  80% af hinum Norðurlöndunum eru aðilar að EB? Bæði Finnar og Svíar gengu í EB í kjölfar fjármálakreppu.

Allir hugsa um sig,“ sagði Steingrímur.

Hvernig á að túlka þess orð? Á VG ekki að vera samfélagslegur flokkur?  Þetta hlýtur að flokkast undir "Freudian slip" Hvaða þjóðir buðust til að hjálpa okkur eftir bankahrunið.  Voru það ekki Svíar, Danir, Norðmenn, Finnar, Pólverjar og Færeyingar.  2/3 eru aðilar í EB? Steingrímur fer bráðum að skáka forseta okkar þegar kemur að samskiptum við erlendar þjóðir


mbl.is Of mikil eyðsla endar illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krabbamein: Góðar fréttir en blikur á lofti

Fagna ber niðurstöðum Eurocare rannsóknarinnar.  Ísland kemur þar vel út og sýnir að heilbrigðiskerfið hér stendur sig vel að þessu leiti þó alltaf megi gera betur.  Það er þess vegna mikið áhyggjuefni að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu skuli fyrst bitna á forvörnum og krabbameinsleit.  Nú eru meiri líkur en fyrr að aðrar þjóðir fari fram úr okkur.  Hér eru svartar blikur á loft.

Alveg er það óskiljanlegt að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu skuli fyrst bitna á þjónustunni við sjúklinga.  Af hverju má ekki byrja á að skera niður í heilbrigðisráðuneytinu og á skrifstofu spítalanna? 

Og hvers vegna má ekki athuga þá aðferð að lækka laun allra í hinum opinbera geira um 10% sem eru yfir ákveðnum lágmarksviðmiðunartekjum?  Þetta yrði ekki vinsælt en er réttlátt að láta niðurskurð bitna á sjúkum og þeim sem minnst mega sín og geta síst varið sig? 

Fyrir kosningar munu allir stjórnmálamenn slá svona aðferðir út í háa grasið og þar munu þær liggja þangað til eftir kosningar.  Þá hafa aðstæður breyst skyndilega og viti menn, því miður verður að skera niður opinberan launakostnað!

Þessi umræða þarf að fara fram nú fyrir kosningar.  Við megum ekki láta stjórnmálamennina komast upp með svona útúrsnúninga.  Höldum þeim við efnið.


mbl.is Sífellt fleiri læknast af krabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband