28.3.2009 | 16:04
...og aðeins Jóhanna getur stoppað hann!
Skattmann og hirðmær hans verða ekki stoppuð nema með því að kjósa Samfylkinguna. Þetta er rökrétt afleiðing þeirrar stöðu sem komin er upp í íslenskum stjórnmálum. Eins og ég skrifaði í bloggi hér áðan þá stendur val kjósenda um innbyrðis valdahlutföll Vg og S í áframhaldandi ríkisstjórn.
Þeir Sjálfstæðismenn sem vilja stoppa Skattmann eiga ekki betri möguleika en að kjósa S, nema að þeir lifi í þeirri veiku vona að S og D getið myndað stjórn. Líkurnar á því eru varla meir ein 1:100 svo það er áhætta fólgin í því að setja krossinn við D sem óbeint styrkir Skattmann.
Fyrir þá D og B kjósendur sem vilja hefja EB viðræður og stoppa Skattmann er valið einfalt: x-S
Það bendir flest til að yfirlýsing Steingríms um Sjálfstæðisflokkinn og Lilju um 2% eignarskatt eigi eftir að verða afdrifarík fyrir VG.
![]() |
Skattmann er mættur aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 15:25
Þjóðin getur kosið um EB núna. Valið er hennar
Þjóðin þarf að rífa sig úr klafa fjórflokkakerfisins. Þótt möguleikarnir séu ekki margir í þessum kosningum er þó möguleiki að byrja EB viðræður strax að kosningum loknum ef meirihluti kjósenda er því fylgjandi. Til að það megi verða þurfa allir EB sinnar að kjósa S.
Ekki að ég aðhyllist allt í stefnu S eða að þeir hafi betri leiðtoga en hinir flokkarnir, en nauðsyn brýtur lög. Vandamálin eru svo gríðarleg að við verðum að fá hjálp erlendis frá, ekki aðeins okkar vegna heldur verðum við að hugsa um hag og tækifæri næstu kynslóðar. Við getum ekki haldið áfram að velta boltanu fyrir fram okkur endalaust.
Til að skapa 20,000 störf eins og Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt, þurfum við fjármagn sem við höfum ekki en erlendir fjárfestar hafa en koma ekki með fyrr en þeir fái hina einu tryggingu sem þeir taka gilda: EB aðild.
Valið í þessum kosningum stendur um innbyrðis valdahlutföll í ríkisstjórn S og VG. S hefur nú um 30% en þyrfti um 20% í viðbót til að ná meirihluta. Ég held að flestir EB sinnaðir B og D kjósendur myndu frekar treysta meirihlutastjórn S en samstarfsstjórn VG og S.
Ef Sjálfstæðismenn og Framsókn gefa sýnum flokkum frí í eitt kjörtímabil og kjósa S til meirihluta þá getur EB ferlið farið af stað og öll uppbygging verður markvissari og öruggari. Ekki vegna þess að stefna S er betri eða verri en annarra flokka. Einfaldlega vegna þess að þegar kemur að stefnu flokkanna eru aðeins 2 atriði sem aðgreinir þá, ríkisfjármálin og aðild að EB.
Hvað varðar ríkisfjármálin er S mun nær D og B en VG.
Því er rökrétt að allir EB sinnar kjósi S og gefi þessu þjóðfélagi þá vítamínsprautu sem hún þarf.
![]() |
Aðrir flokkar án peningastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 18:46
Kunningjasamfélagið er svo huggulegt
Hvernig ætlar 300,000 manna samfélag að komast hjá hagsmunaárekstrum, í viðskipta- og stjórnmálalífi landsins?
Smæð landsins kyndir undir spillingu og þröngur og takmarkaður reynsluheimur hins einsleita valdhafa hóps magna upp sveiflur og mistök. Hér getum við ekki litið til annara landa nema að takmörkuðu leiti því fá lönd eru þvílíka örríki og Ísland.
Ný stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands er sá grundvöllur sem þetta verk þarf að byggja á. Engin fyrirmynd er til staðar. Við erum nú í algjörri sérstöðu meðal þjóða heims.
![]() |
Átti að gera skýrari kröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 13:46
Hér má finna skattastefnu VG
Eina nágrannalandið sem enn hefur eignarskatt er Noregur. Svíar afnámu hann 2007. Svo virðist sem skattatillögur VG séu sóttar til Noregs sem svo margt annað.
Ég bendi fólki sem hefur áhuga að kynna sér skattastefnu VG nánar að kíkja á vef ríkisskattstjóra í Noregi. Slóðin er:
![]() |
Komið að skuldadögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 13:24
Utan eða innan EB: Fiskur eða fólk!
Þeir sem vilja standa fyrir utan EB verða að fara að svara þeirri spurning hvernig á að byggja upp fjölbreytt og verðmætaskapandi störf fyrir nýja kynslóð háskólamenntaðra Íslendinga án aðgangs til fjármagns?
Ísland utan EB verður í samkeppni við EB um okkar dýrmætustu eign - unga fólkið. Margir þeirra sem nú eru í námi erlendis munu ekki snúa til baka. Þeir sem eru að ljúka námi munu margir fara í framhaldsnám erlendis og ekki munu þeir heldur snúa til baka. Nei með því að standa fyrir utan EB munum við í auknum mæli missa okkar besta og metnaðarfyllsta fólk til EB.
Sama hvort við stöndum innan eða utan EB, stórir skattstofnar munu flytjast til EB.
Valið stendur um fisk eða fólk?
![]() |
Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 08:32
35% niðurskurður á endurhæfingu sjúkra og aldraðra
27.3.2009 | 08:16
Nýr forsætisráðherra: Jóhanna eða Steingrímur?
Miðað við skoðanakannanir og yfirlýsingar VG stendur val kjósenda á milli Jóhönnu og Steingríms. Þessa kosningar munu ákveða valdahlutfall á milli S og VG í áframhaldandi stjórnarþátttöku. Óvissan stendur um forsætisráðherrastólinn. Treysta menn Jóhönnu eða Steingrími?
Nema að S og D ákveði að reyna upp á nýtt með nýju fólki.
Sem sagt, þeir kjósendur sem vilja vera öruggir um að kjósa stjórnarflokk kjósa S.
Já það er margt skrýtið í kýrhausnum.
![]() |
VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 23:28
Þjóðaratkvæði um ICESAVE?
Ef nú á að bera undir þjóðaratkvæði hvort ríkisstjórnin megi ræða aðild við EB, af hverju ekki þjóðaratkvæði um Icesave samkomulagið?
Með því að fara fram á þjóðaratkvæði um hvort hefja megi viðræður er vegið harkalega að Alþingi og þeim lýðræðisreglum sem við byggjum á. Ef löglega kosnir fulltrúar þjóðarinnar, alþingismenn, geta ekki tekið ákvörðun um hvort viðræður geta hafist, vaknar sú spurning: hvaða völd hefur Alþingi? Þetta mun aðeins grafa undan þingræðinu og efla völd framkvæmdavaldsins, og gera illt verra. Nei, þessi aðferð er ekki aðeins vanhugsuð, hún er beinlínis hættuleg.
Þetta er örvæntingarfull aðferð til að tefja málið og kaupa tíma til að sefja núning innan Sjálfstæðisflokksins.
Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig þessi tillaga mun veikja okkar samningsstöðu. Ef fyrsta atkvæðagreiðsla er samþykkt mun EB túlka það sem samþykki og ná yfirhöndinni í aðildarviðræðunum.
![]() |
Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 22:27
Man skal høre meget før ørene falder af...
Guðmundur segir:
...það hafi verið nauðsynlegt fyrir SPRON að hlutafjárvæðast, og stækka þar með, til þess að sinna betur þörfum samfélagsins.
Hvað á Guðmundur við með þessari setningu?
Hver var þessi þörf samfélagsins? Ekki hluthafa, ekki starfsmanna, ekki skattgreiðenda, ekki lánadrottna. Hvaða hóp innan samfélagsins þurfti að sinna? Hvað fékk þessi hópur í sína hönd?
Þetta er einhver sú furðulegasta og undarlegasta yfirlýsing sem sést hefur hér á landi of víðar í seinni tíð.
Það er ekki skrýtið að SPRON hafi fallið ef þetta voru viðhorfin?
![]() |
Guðmundur Hauksson: Hlutafjárvæðing ekki mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2009 | 21:42
Falskur svanasöngur
Þessi afsökun Geirs er álíka og að skipstjórinn á Titanic hefði beðið farþega afsökunar á því að stefnan hefði verið sett svo norðarlega við Bishop´s Rock fyrir utan strönd Englands en ekki að siglt hafi verið á ísjaka. Ekki er minnst á þá staðreyndir að ekki hafi verið dregið úr hraða skipsins þegar ísjakar sáust, eða að ekki voru nægilegir margir björgunarbátar um borð, eða að bátsmaður hefði týnt lykli að skáp sem hafði að geyma kíki til ísjakaskimunar. Nei þessi afsökun kemur seint og er ósannfærandi.
Einn af hornsteinum einkavæðingar í Bretlandi undir stjórn Thatcher var dreift eignarhald. Þetta hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að hafa vitað eða að minnsta kosti Hannes Hólmsteinn. Hvers vegna vikið var frá þessari stefnu er hin stóra spurning sem ekki hefur fengist svar við. Hvað lág þar á bak við? Hvað gerði þessa svokölluðu "kjölfestufjárfesta" svona ómótstæðilega að hægt var að kasta grundvallar einkavæðingarsjónarmiðum fyrir róða? Við fáum varla svör við þessum spurningu fyrr en eftir 50 ár ef þá nokkurn tíma.
Hvað varðar EES samninginn, þá er hann rauð síld (red herring) eins og kallað er á ensku. Ég efast um að fleiri en 10% þingmanna sem þá sátu á þingi hafi lesið hann spjaldanna á milli og skilið í hvað honum fólst. Prófkjör gera ekki slíkar kröfur til verðandi þingmanna.
Ef Sjálfstæðismenn þurfa að læra eina lexíu af þessum hörmungum þá er það sú að læra að hlusta á aðra en sína flokksmenn og málpípur. Það er stór heimur þarna fyrir utan Valhöll sem er vert að skoða og njóta.
![]() |
Mistök gerð við einkavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)